Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2008, Side 25

Læknablaðið - 15.07.2008, Side 25
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR bama sem greindust með krabbamein eða önnur æxli á tímabilinu hefur látist vegna bakteríu- blóðsýkingar bendir til þess að reynslusýklalyfja- meðferð hér á landi sé árangursrík. Af þessum nið- urstöðum mætti draga þá ályktun að reynslusýkla- lyfjameðferð hérlendis skuli vera breiðvirk, ná yfir Gram-jákvæðar og Gram-neikvæðar bakteríur, en að hún þurfi ekki að vera sértæk fyrir óvenjulegar sýkingar af völdum Gram-jákvæðra baktería. Er það samhljóða ályktunum erlendra rannsókn- araðila (11, 15). Ef sjúklingur svarar hins vegar ekki reynslusýklalyfjameðferðinni og niðurstöður ræktunar leiða í ljós Gram-jákvæðar lyfjaónæmar bakteríur þá ætti að skoða aðra möguleika, þar á meðal vankomýcín. Skoðaðar voru blóðrannsóknir sem gerðar vom samdægurs blóðræktunum. Að meðaltali voru hvít blóðkorn 4,2 (xl09/L) þegar blóðrækt- un var gerð og er það undir eðlilegum fjölda í viðmiðunargildum fyrir börn. Tæpur helmingur barnanna var með hvítkornafæð við blóðræktun. Þetta kemur kannski ekki á óvart ef litið er til þess að langflest barnanna, sem blóðræktuð vom, fengu krabbameinslyf sem hluta af sinni meðferð og ekki óalgengt að blóðgildi slíkra bama séu óeðlileg (4). Daufkyrningafjöldi var að meðaltali 2,5 (xlO9/ L), en það er innan eðlilegra marka samkvæmt viðmiðunargildum. Þegar miðgildi daufkym- ingafjölda var hins vegar skoðað sést að fjöldinn er einungis 0,5, sem er langt undir eðilegum mörk- um. I um 50% blóðræktana vom daufkyrningar færri en 0,5 sem er oft notað sem mörk alvarlegrar daufkyrningafæðar í börnum í krabbameinsmeð- ferð (10, 12, 31). Sum bamanna höfðu hins vegar eðlilegan fjölda daufkyminga en starfshæfni þeirra var ekki metin. Að meðaltali var daufkym- ingafæð 9 daga löng. Þessar niðurstöður eru líkt og búast mátti við, þar sem það tekur merginn að jafnaði 5-10 daga að jafna sig eftir krabbameins- lyfjameðferð (11). CRP var að meðaltali 63,9 (mg/L) þegar börn voru blóðræktuð. CRP er einna best þekkta bólgumerki í krabbameinssjúklingum (32) og hafa rannsóknir sýnt að sé CRP gildi hærra en 90 er líklegt að sýking af völdum baktería sé til staðar (12). í þessari rannsókn reyndist CRP vera yfir 90 í rúmlega 20% blóðræktana. Þetta passar vel við fjölda jákvæðra blóðræktana en er þó eilítið hærra. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því, meðal annars getur CRP verið hækkað vegna annarra sýkinga eða vegna virkni undirliggjandi illkynja sjúkdóms (32). Ljóst er einnig í rannsókn okkar að CRP greinir ekki milli einstaklinga sem reyndust með jákvæðar eða neikvæðar blóðræktanir. Því má ekki styðjast eingöngu við þessar mælingar, Tafla III. Jákvæðar og neikvæðar blóðræktanir: Samanburður á blóðgildum og líkamshita. Jákvasöar ræktanir Neikvæðar ræktanir P-gildi Fjöldi daufkyrninga viö ræktun (xl09/L) 2,4 2,6 0,92 Daufkyrningafæð viö blóðræktun (%) 65,8 60,8 0,32 Lengd daufkyrningafæöar (dagar) 10,2 8,8 0,42 CRP (mg/L) 55,1 65,6 0,52 Líkamshiti (°C) 38,8 38,8 0,52 heldur ættu þær frekar að vera hluti af heildarmati á ástandi sjúklings (21). Meðalhiti við blóðræktun reyndist 38,8°C og var tæpur helmingur blóðræktana tekinn þegar hitinn var á bilinu 38,5-39°C. Athyglisvert er því að alls 62 blóðræktanir, eða 13% ræktana, voru gerðar þegar hiti barns var lægri en 38°C. Hér ber þó að minnast að ýmis önnur einkenni geta bent til sýkingar, svo sem verkir, hósti og roði á húð (21) og því em blóðræktanir oft gerðar þótt barn hafi ekki háan hita. Borin voru saman börn sem höfðu föst æxli og börn sem höfðu hvítblæði á tímabilinu. í ljós kom að tölfræðilega marktækur munur var á meðal- fjölda blóðræktana, fjölda jákvæðra ræktana og á því hversu lengi sjúklingar voru í daufkym- ingafæð. Sjúklingar með illkynja blóðsjúkdóma virðast því móttækilegri fyrir blóðsýkingum en sjúklingar með föst æxli, og eru þessar niðurstöð- ur sambærilegar niðurstöðum annarra rannsókna (18). Ástæður þessa geta annaðhvort verið vegna sjúkdómsins sjálfs, svo sem beinmergsbæling af völdum hvítblæðis, eða vegna meðferðarinnar, en sjúklingar með hvítblæði þurfa jafnan að gangast undir erfiðari og lengri krabbameinslyfjameðferð og vegna þess lengri hvítkoma- og daufkyminga- fæð en sjúklingar með föst æxli (8,11,31,33). Þegar bornar voru saman tölur frá börnum með jákvæðar og neikvæðar blóðræktanir kom í ljós að aldrei var marktækur munur á blóðgildum. Blóðrannsóknir virðast því hafa lítið forspárgildi á niðurstöður blóðræktana. Hér verður þó að at- huga að fjöldi hvítra blóðkorna og daufkyrninga getur í mörgum tilfellum verið óeðlilega lágur vegna illkynja sjúkdómsins sjálfs og oft verður ekki hvítkornafjölgun hjá þessum börnum (20). CRP hækkar þar að auki ekki marktækt fyrr en 24- 48 klukkustundum eftir upphaf bólguviðbragða, auk þess sem samband er á milli styrks þess í blóði og vefjaskemmda eða virkni undirliggjandi illkynja sjúkdóms (32). Einnig getur CRP hækkað við aðrar sýkingar, svo sem veimsýkingar í blóði (32). Að auki ber að geta þess að næmi blóðrækt- ana er ótryggt þegar aðeins ein blóðræktun er tekin. Börn með jákvæðar og neikvæðar blóðræktanir voru einnig borin saman með tilliti til hæsta hita- LÆKNAblaðíð 2008/94 537

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.