Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T UK) eða 3F10(Cayman Chemical, Ann Arbor, Michigan, USA) í þynningunni 1:2000. En til að sýna fram á smitefnið í sauðfé beittum við einstofna mótefninu F89/160.1.5 í þynningunni 1:3000 (26). Við litun fyrir stjarnfrumum notuðum við við- urkenndar aðferðir (27). Þar beittum við fjölstofna kanínumótefni gegn Glial Fibrillary Acidic Protein (anti-GFAP, Dakocytomation, Glostrup, Danmörk) í þynningunni 1:250. GFAP er einkennandi fyrir þráðlaga stjarnfrumur (fibrillary astrocytes) í hvítu. í gráma, það er heilberki og kjörnum, eru hins vegar gemistocytic stjarnfrumur sem litast ekki með mótefni gegn GFAP, en bregðast við áreiti með aukinni myndun af glial fibrillary acidic prótíni og taka á sig form þráðlaga stjamfrumna. Paraffinkubbar úr þessum tilfellum voru sendir til Herberts Budka í Vín vegna ESB- verkefnis, Prionet, sem hann stýrir og við tókum þátt í. Niðurstöður I afturskyggnu rannsókninni sem náði yfir 20 ár (1960-1980) fundust tvö tilfelli af stökum Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi (sCJD). Fyrsta tilfellið: 56 ára verkamaður. Utan þung- lyndis um hríð hafði hann verið hraustur. Um það bil 4% fyrir andlátið fór að bera á minnisleysi og nokkru síðar kom fram stirðleiki, magnleysi og of- skynjanir. Hann varð óvinnufær og var lagður inn á sjúkrahús á landsbyggðinni V/i mánuði eftir að fyrstu einkennin komu fram. Einkennin fóru sífellt versnandi og var hann fluttur á Kleppsspítalann eftir VÆ mánuð með sjúkdómsgreininguna geð- klofi. Gunnar Guðmundsson rannsakaði hann þar og taldi samkvæmt klínískri skoðun að um CJD væri að ræða. Auk stigvaxandi vitglapa komu fram sjóntruflanir, vöðvakippir (myoclo- nus), skortur á samhæfingu (coordination) og pyramidal og extrapyramidal einkenni, að lokum lá hann hreyfingarlaus og gat ekki tjáð sig. Heilarit var dæmigert fyrir sCJD. Engin ættarsaga um geð- sjúkdóma. Endanleg klínísk greining: líklegur CJD Gerð var krufning og við vefjaskoðun sáust einkennandi svampkenndar (spongiform) breytingar í sneiðum úr heilaberki, fjölgun og stækkun stjarnfrumna og með ónæmislitun fundust útfellingar af PrP50 ýmist sem taugamóta (synaptic) eða perivakuólar. Ekki sáust flákar (plaques). Endanleg greining: ótvíræður sCJD Annað tilfellið: 73 ára bóndi. Fæddur og uppalinn og bjó á svæði sem riða hefur aldrei fundist. Hafði verið heilsugóður, en 5Vi mánuðum fyrir andlátið fór hann að verða undarlegur í háttum, sljór og Skilmerki greiningar á Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi 1. Stök tilfelli af CJD (sporadic CJD (sCJD)) 1.1. Ótvíræður Staðfest með taugameinafræöi og/eða ónæmisvefjalitun 1.2. Líklegur (probable) 1.2.11 + 2 af II + III 1.2.2 Hugsanlegur + jákvætt 14-3-3* 1.3. Hugsanlegur (possible) I + 2 af II + lengd < 2 ár * Prótfn f mænuvökva, sem kemur fram í sCJD og raunar fleiri sjúkdómum f miðtaugakerfi (24) og farið er að nota sem viðbótar rannsóknaraðferð eftir að okkar rannsókn lauk. I Hratt vaxandi vitglöp II A Vöövakippir B Sjóntruflanir eóa einkenni frá litla heila C Pyramidal og/eöa extrapyramidal einkenni D Hreyfingarleysi og þögn (akinetic mutism) III Dasmigert heilarit 2. Accidental, iatrogenic (iCJD) Smit vegna læknisverka 2.1 Ótvíræður Ótvírasóur CJD sem tengist þekktum iatrogen áhcettuþætti. 2.2 Líklegur 2.2.1 Vaxandi og ríkjandi heilkenni frá litla heila í þega hormóns úr heiladingli manna. 3. Ættlægur (genetic) CJD(gCJD) 3.1 Ótvíræður 3.1.1 Ótvírasður CJD + ótvírasóur eóa líklegur CJD í 1. stigs ættingja. 3.1.2 Ótvíræður CJD + meinvirk PRNP stökkbreyting 3.2 Líklegur 3.2.1 Vaxandi geðtruflanir + ótvíræður eða líklegur CJD í l.stigs ættingja. 3.2.2 Vaxandi geðtruflanir + meinvirk PRNP stökkbreyting 4. variant CJD (vCJD) 4.1 Ótvíræður 1A og taugmeina- fræðileg staðfesting á vCJD 4.2 Líklegur 4.2.1 log 4/5 af II og IIIA og IIIB 4.2.2 IV A 4.3 Hugsanlegur I og 4/5 af II og III A 4. vCJD I A Vaxandi geötruflanir B Lengd sjúkdóms >6 mánuöir C Rannsóknir benda ekki til annarrar greiningar D Ekki saga um hugsanlega iatrogen útsetningu E Engar vísbendingar um asttlægt form af CJD II A Geötruflanir snemma í ferlinu B Vióvarandi sársaukafull einkenni C Slingur (ataxia) D Vöóvakippir, eöa chorea eöa dystonia E Vitglöp III A Heilarit er ekki dæmigert fyrir CJD á fyrri stigum sjúkdóms B Bilateral pulvinar high sign í MRI scan IV A Jákvætt sýni úr hálskirtli gleyminn og átti erfitt með að tjá sig. Gunnar Guðmundsson skoðaði sjúklinginn fyrir innlögn á Landspítalann og þar lést hann eftir ríflega fjög- urra mánaða legu. Hann var ruglaður við innlögn og gat ekki svarað spumingum og fóru einkennin síversnandi. Megineinkenni voru vaxandi vit- glöp og kippir í útlimum. Auk þess var hann með sjóntruflanir, einkenni frá litla heila og pyramidal og extrapyramidal einkenni. Að lokum var hann rúmliggjandi og tjáði sig ekki. Heilarit sýndi dæmigerðar breytingar fyrir CJD. Klíníska grein- ingin var vitglöp, sennilega vegna CJD. Sjúklingur andaðist 5Vi mánuði eftir upphaf einkenna. Endanleg klínísk greining: líklegur sCJD Hann var krufinn og reyndist dánarorsök lungnabólga. Lýst var heilarýrnun með víkkun á heilahólfum. Smásjárskoðun á sneiðum úr heila leiddi í ljós dæmigerðar svampkenndar vefjaskemmdir og jafnframt tókst með ónæmislitun að sýna fram á smitefnið PrP^ og voru útfellingar af svonefndu s y- LÆKNAblaðið 2008/94 543
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.