Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2008, Qupperneq 33

Læknablaðið - 15.07.2008, Qupperneq 33
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T ÆSmM MhR £§§• -v'i'v' Mynd 2. A og B: Einkennandi svampkenndar (spongiform) breytingar í heilaberki í CJD (A) og í nucleus facialis í mænukylfu í riðu (B) HE; C og D: Utfellingar afPrPSc í nucleus dentatus í CJD (C) og í nucleus facialis í mænukylfu í riðu (D), sem eru sambærilegar, það er á taugamótum (synaptic) í neuropil og einnig ífrymi taugafrumna. Ónæmislitun fyrir PrPSc og mótlitun með haematoxylin. E og F: Viðbrögð stjarn- frumna í heilaberki í CJD (E) og í nucleus facialis í mænukylfu í riðu (F). Ónæmislitun fyrir GFAP og mótlitun með haematoxylin. Þessi tvö tilfelli frá 20 ára tímabili framskyggnu rannsóknarinnar svara til nýgengis 0,40 tilfelli á milljón íbúa á ári. Ef tíðnin er tekin saman fyrir allt tímabilið, það er fjögur tilfelli á 40 árum, reiknast tíðnin vera 0,44 á milljón íbúa. Við staðtölulega út- reikninga var forritið SAS/STAT útgáfa 8.1 notað. Megindrættir í vefjaskemmdum í riðu voru sambærilegir við það sem einkennir vefjaskemmd- ir í CJD, það er svampkenndar breytingar í gráma og jafnframt áberandi fjölgun stjamfrumna bæði í gráma og hvítu. Kornóttar útfellingar af PrP^í neuropil og frymi taugafrumna var áberandi (mynd 2). Mýlildisflákar (amyloid plaques) voru mjög sjaldséðir. Umræða Öll tilfellin, sem við greindum voru sCJD, sem er algengasti príonsjúkdómur manna. Rannsóknir á CJD innan ramma Evrópusambandsverkefnis NEUROCJD sem náði til 10 Evrópuríkja og ísraels á árunum 1997-2004 leiddi í ljós að af 1320 dauðs- föllum voru 78,6% vegna sCJD, 9% vegna gCJD, 2,1% vegna iCJD og 10,3% vegna vCJD (1). í fyrri rannsókn á CJD í sex Evrópulöndum reyndist hlut- fall sCJD nokkru hærra, 87% (2) og sama gildir um umfangsmikla samantekt á dauðsföllum vegna CJD í Evrópu, Ástralíu og Kanada, eða 83,7% (3). Fyrstu einkennin í þremur af okkar tilfellum voru hratt vaxandi vitglöp, en í einu tilviki voru upphafseinkennin frá litla heila. Þetta kemur vel heim við niðurstöður úr NEUROCJD rannsókn- inni, þar sem fyrstu einkenni voru hratt vaxandi vitglöp (74%) og slingur (9%) (1). Og er það í samræmi við fleiri rannsóknir (4,5). Eins og fyrr getur er sjúkdómurinn ætíð banvænn og leiðir til dauða að jafnaði á 8 (4) eða 5 mánuðum (5) að meðaltali, en með talsverðum breytileika allt frá einum mánuði til 130 mánaða. í okkar rannsókn lifðu sjúklingarnir að meðaltali í 6,25 mánuði. LÆKNAblaðiö 2008/94 545

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.