Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2008, Qupperneq 46

Læknablaðið - 15.07.2008, Qupperneq 46
 UMRÆÐUR O G F R É T T 1 R LÆKNANEMAR Á F E R Ð Nýtti valtímann í Perú og Nepal Brynhildur Tinna Birgisdóttir nýtti valtímann sinn vel á 6. ári í læknisfræðinni í vetur. Hún fór fyrst til borgarinnar Cusco í Perú ásamt Sigríði Karlsdóttur og Árdísi Björk Ármannsdóttur en þar unnu þær á 900 rúma sjúkrahúsi í fjórar vikur. Síðan hélt hún til Nepal og hitti þar kærasta sinn, Sigurð Ámason, sem einnig er nýútskrifaður læknir og þar skiptu þau tíma sínum niður á milli þriggja staða, lítillar heilsugæslu í frumskóginum, sjúkrahúss í borginni Bharatpur og einkarekinnar heilsugæslu í Meghauli. „Þetta var stórkostleg reynsla og einstaklega lærdómsríkt," segir Brynhildur Tinna og lýsir aðstæðum á EsSalud sjúkrahúsinu í Cusco sem einföldum miðað við íslensk sjúkrahús, en þó sé greining og meðferð mjög svipuð og hér. „Meginmunurinn fólst í því að tækjabúnaður var mun eldri og fátæklegri. Engar tölvur, engir símar og engin píptæki. Notast var við hátalarakerfi á sjúkrahúsinu og það virkaði alveg ágætlega en allar skoðanir og viðtöl fóru fram meira og minna fyrir opnum tjöldum og einkalíf sjúklinga var nánast ekkert. Þetta sjúkrahús var ætlað opinber- um starfsmönnum og starfsmönnum stórra fyr- Hávar irtækja; fólki sem er með lágmarksjúkratrygging- Sigurjónsson ar. Lögreglumenn og hermenn njóta heldur betri Lyflækningadeild sjúkrahússins í Bharatpur. Brynhildur Tinna Birgisdóttir útskrifaðist úr læknadeild Háskóla íslands í vor með glæsilegum árangri. sjúkratrygginga og efnafólk getur keypt enn betri þjónustu. Sjötíu prósent þjóðarinnar er hinsvegar utan sjúkratryggingakerfisins og þarf að borga fyrir allt. Þess sér stað í hærri mæðradauða en við eigum að venjast en allt að 500 konur af hverjum 100 þúsund deyja af barnsförum á landsbyggðinni í Perú. Barnadauði er einnig hár." Hún segir að sér hafi komið nokkuð á óvart hvað læknisþjónustan hafi verið góð á EsSalud sjúkrahúsinu og meðferðin árangursrík. „Við vorum mikið til að meðhöndla sömu sjúkdóma og við þekkjum hér heima en oft lengra gengna en það sem var einna ólíkast voru orsakir sýkinga, til dæmis var niðurgangur nánast alltaf af völdum baktería og kvef eða barkabólga voru nánast aldrei látin ganga yfir án sýklalyfja." Eftir dvölina í Perú hélt Brynhildur Tinna til Nepal þar sem hún hitti Sigurð Ámason og þau störfuðu um tveggja vikna skeið við „pínulitla heilsugæslustöð í frumskóginum þar sem nán- ast ekkert var til af því sem maður á að venjast. Þarna var ekki einu sinni skoðunarbekkur heldur bara tréborð og engin greiningartæki og fáein sýklalyf. Þetta var dálítið rosalegt. Við urðum að senda frá okkur marga sjúklinga sem þurftu frekari meðferð eða rannsóknir en það var heil- mikið mál og alls ekki allir höfðu efni á því. Þama var mikil fátækt. Af heilsugæslunni fórum við á sjúkrahús í Bharatpur í Suðvestur-Nepal þar sem leiðbeinandinn okkar Dr. Rana tók á móti okkur. Hann er taugalæknir og starfar á gjörgæsludeild sjúkrahússins. Þarna em aðstæður allar mun frumstæðari en við eigum að venjast, sjúklingar 558 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.