Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2008, Qupperneq 47

Læknablaðið - 15.07.2008, Qupperneq 47
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR LÆKNANEMAR Á FERÐ Brynhildur Tinna, Sigríður Karlsdóttir og Árdís Björk Ármannsdóttir við inkaborgina Macchu Picchu í Perú. liggja á opnum deildum og sýkingarhætta á milli þeirra er mikil. Sjúkratryggingakerfi í Nepal er ekkert og fólk þarf að borga læknisþjónustu fullu verði. Þarna sáum við ýmislegt sem tók verulega á einsog þegar fólk var að deyja einfaldlega vegna þess að það hafði ekki efni á meðferð. Við sáum einnig sjúklinga sem voru mun lengra gengnir í algengum sjúkdómum en gerist hér heima og fólk var að deyja úr sjúkdómum sem er auðvelt að meðhöndla á fyrri stigum. En þama er líka verið að gera frábæra hluti og læknarnir eru mjög góðir og að vinna mjög athyglisverðar rannsókn- ir á sjúkdómum sem þeir þekkja frá fornu fari. Rannsóknir þeirra á háfjallaveiki eru til dæmis mjög athyglisverðar og einnig hafa þeir náð mikl- um árangri í rannsóknum á neurocysticercosis en þeir segjast ekki ná athygli vestrænna lækna og ekki fá inni í alþjóðlegum tímaritum með birtingar á rannsóknarniðurstöðum sínum. Þeir tóku ein- staklega vel á móti okkur og sögðu við okkur að skilnaði: Ekki gleyma okkur." Brynhildur Tinna segir að þetta hafi verið ein- staklega lærdómsrík ferð og hún hafi lært mikið um greiningu sjúkdóma útfrá klínískum einkenn- um og teiknum því aðstæður til rannsókna hafi verið bágbomar. „Efst í huga er þó hversu vel maður kann að meta íslenska heilbrigðiskerfið eftir þessa heimsókn en einnig hvað læknar gera ótrúlega góða hluti við mjög erfiðar aðstæður." Sigurður Árnason skoðar sjúkling á heilsugæslustöðinni ífrumskóginum í Nepal. LÆKNAblaöið 2008/94 559

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.