Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2008, Page 59

Læknablaðið - 15.07.2008, Page 59
HUGLEIÐING HOFUNDAR völd og allir hugsa með hans höfði. Þannig er búið að valta yfir Bjart í Sumarhúsum og allar hugmyndir um sjálfstæði eru afgreiddar sem fortíðarhyggja. Því segi ég einsog Halldór Laxness, skapari Bjarts, eigum við ekki að lyfta umræðunni á hærra plan? Skiptir til dæmis sjálfstæðið okkur máli? Viljum við búskap? Viljum við byggð? Ætlum við bara að vera kotungar hjá kóngi og smjaðra fyrir skriffinnum? Á bara að svipta öllu burt með snyrtilegum reglugerð- um og skjóta málinu til markaðarins sem mállaus vinnur sín verk? Hvar stöndum við sem hreiðrað höfum um okkur hér á hrjóstrugri hundaþúfu undir Grænlandsjökli? Jú, heimskur er sá sem heima situr en heima er best. Og þá erum við komin aftur að upphafinu, miðju heimsins, þar sem hver jarðarbúi stendur. Við þekkj- um friðarboðskap Johns Lennon úr laginu Imagine, að við eigum ekki að láta hugmyndir um himnaríki eða helvíti stjórna okkur, og ekki landamæri - sbr. læknar án landamæra - og þá er engin ástæða til að drepa, og enginn málstaður til að deyja fyrir. Já, kallið mig bara draumóramann, segir John Lennon, but I am not the only one, ég er ekki sá eini... Friðarboðskapur Chaplins í lok Einræðisherrans er ekkert ósvipaður og fleiri mætti kalla til leiks. En John Lennon var ekki bara tónlistarmaður með boðskap, hann var líka orðheppinn maður. Til að mynda á hann að hafa sagt í hálfkæringi þegar hann frétti af dauða Elvis Presley: "Elvis, dó hann ekki þegar hann gekk í herinn?" en það var sautján árum áður en hann dó. Blessuð sé minning hans og Lennons og Chaplins. Af hverju er ég að rifja þetta upp? Jú, mér verður hugsað til utanríkisráðherrans okkar því óneitanlega hlýtur mikið að hafa gerst frá því að Ingibjörg Sólrún mótmælti veru okkar í NATO, gat sungið Imagine með góðri samvisku og tekið undir friðarboðskap Chaplins, og þar til hún nú flýgur á einkaþotu til herráðsfundar í Búkarest og samþykkir tillögur Bandaríkjanna um eldvarnarhjúp yfir Evrópu vegna þess hvað íranir eru hættulegir að mér skilst. Come on Ingibjörg Sólrún! Hættu þessari vitleysu. Heimurinn er að farast úr þessu bulli. Farðu á næsta NATO-þing og syngdu fyrir þá Imagine og haltu ræðu einsog Chaplin. Ef þú vilt syngja fleiri lög get ég komið heilan lagalista handa þér. Ég mæli með Masters of War eftir Bob Dylan. Vertu jafnvel í lopapeysu. Þú getur líka vitnað í Halldór Laxness og sagt þessum hernaðarsinnum að þeir eigi ekki að drepa fleiri en þeir geti étið. Að sú hafi verið skoð- un Bjarts í Sumarhúsum. Ef þú gerir þetta verður þín minnst á blöðum sögunnar. Ef ekki, þá hefur þú bara lent í vondum félagsskap einsog stundum hendir unglinga, og við verðum að reyna að bjarga þér. Flokkssystkini hljóta að reyna að koma fyrir þig vitinu, sem sé, að þú átt frekar að syngja með draum- óramönnunum en taka undir stríðsæsingar Georgs Bush. Samþykktir NATO í Búkarest gagnast þegar upp er staðið engum nema vopnaframleiðendum og hálftjúlluðum hugmyndum þeirra um geimvarn- arhjálm yfir lönd okkar. Ef þú vilt ekki þiggja þessi einföldu ráð og segir bara að þetta séu draumórar þá getum við ekkert fyrir þig gert og verðum að leyfa þér að ná botninum í þessum vonda félagsskap, sem kyndir markvisst undir stríði og ómældum þjáning- um fólks sem ekkert hefur gert okkur. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Deildarlæknir! Óskaö er eftir deildarlækni á sjúkrasvið, (sjúkrahús) Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá og með 1. september n.k. Ráðningartími er 3 mánuðir með möguleika á framlengingu. Um er að ræða 100% starf við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, sjúkrasviði. Læknir mun sinna hefðbundnum störfum deildarlæknis á sjúkrasviði þar sem er sinnt bæði almennum lyflækningum og skurðlækningum og er fjöldi legurúma um 30. Reiknað er með að umsækjandi sinni framvöktum á sjúkrasviði samkv. nánara samkomulagi. Við deildina starfa sérfræðingar I hjartalækningum, meltingarsjúkdómum, almennum skurðlækningum og fæðingar- og kvensjúkdómum. Laun eru greidd samkvæmt ákvörðun kjaranefndar. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k. Frekari upplýsingar veitir Óskar Reykdalsson lækningaforstjóri í síma 480-5100 eða oskar@hsu.is Heilbrigðisstofnun Suðurlands var stofnuð 1. sept. 2004 við sameiningu heilsugæslustöðva á Suðurlandi og Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Þjónustusvæði stofn- unarinnar nær til um 20.000 íbúa á Suðurlandsundirlendinu. Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar, eitt sjúkrahús á Selfossi með 31 sjúkrarúmi og 40 hjúkrunarrúm frá miðju ári 2008, auk þess sem stofnunin rekur Réttargeðdeildina á Sogni í Ölfusi. Alls eru um 250 stöðugildi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. LÆKNAblaðið 2008/94 571

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.