Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 20
Efniviður og aðferðir ■ FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Tafla I. Bráðleiki fyrri keisaraskurðar og tilraunir til leggangafasðinga. Fyrri keisaraskurður Leggangafæðing reynd Tilraun til leggangafæðingar tókst Valkeisaraskurður 117/201(58%) 79/117(68%) Bráðakeisaraskuróur 449/724 (62%) 268/449(60%) áhætta fyrir móður, til dæmis hætta á blæðingu, sýkingu, blóðsegamyndun og áverkum á aðlæg líffæri (4). Einnig fylgir þeim áhætta fyrir bamið, til að mynda em meiri líkur á öndunarörðugleik- um hjá nýbura sem fæðist með valkeisaraskurði en hjá nýbura sem fæðist um leggöng eftir sömu meðgöngulengd (5, 6). Auk þess hefur verið sýnt fram á að fyrri keisaraskurður getur haft veruleg áhrif á síðari meðgöngur og fæðingar (7). Líkur á því að kona fæði seinni böm sín einnig með keisaraskurði em verulega auknar (8). Fyrirsæt fylgja og dauðsfall fósturs hafa verið talin algeng- ari meðal kvenna með ör á legi (9) en niðurstöður rannsókna eru þó misvísandi og umdeildar (10). Þá er ótalinn kostnaður heilbrigðiskerfisins en kostnaður við keisaraskurði er þrefaldur miðað við eðlilega fæðingu (11,12). Konur sem ganga með sitt annað barn og hafa fætt fyrra barn með keisaraskurði eru yf- irleitt hvattar til að reyna fæðingu um leggöng (e. vaginal birth after cesarean, VBAC) ef engin frábending er til staðar, svo sem grindarþrengsli, óhagstæð lega fósturs eða fyrirsæt fylgja (13, 14). Mikil skoðanaskipti hafa átt sér stað síðustu ár um tilraunir til fæðingar um leggöng eftir fyrri keis- araskurð og deildar meiningar verið um það hvort konum skuli ráðlagt að reyna fæðingu. Það kemur meðal annars til af því að líkur aukast á vissum fylgikvillum fæðingar um leggöng, til dæmis legbresti í fæðingu, samanborið við konur sem ekki hafa ör á legi (15-17). Fari konan hins vegar í valkeisaraskurð í stað þess að reyna fæðingu um leggöng eru meiri líkur á öndunarörðugleikum hjá barninu og einnig aukast líkur á alvarlegum fylgikvillum í síðari meðgöngum (15). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hve stór hluti kvenna sem ganga með sitt annað barn og fæddu fyrra barn með keisaraskurði, reynir fæðingu um leggöng og hve stór hluti af þeim sem það reynir þarf að gangast undir bráða- keisaraskurð. Einnig að kanna notkun áhalda við fæðingu meðal þessara kvenna og hlutfall framkallaðra fæðinga. Þá var einnig markmið að kanna ábendingar fyrir fyrri keisaraskurðum og tengsl þeirra við fæðingarmáta í seinni fæðingu sem og aðra þá þætti sem kunna að hafa áhrif á fæðingarmáta eftir fyrri keisaraskurð, svo sem meðgöngulengd, fæðingarþyngd og framköllun fæðingar. Að lokum voru afdrif barnanna skoðuð sem og tíðni legbrests. í Fæðingarskrá (Landsskrá fyrir fæðingar á íslandi) fundust 988 konur sem fæddu einbura á tímabilinu 1.1.2001-31.12.2005 og áttu að baki eina fyrri fæðingu einbura með keisaraskurði (ICD-10 greining 034.2 og ein fyrri fæðing). Fimmtíu og sex konur voru útilokaðar vegna skorts á upp- lýsingum um fyrri fæðingu og sjö vegna þess að greiningarnúmer 034.2 var ranglega skráð eða til komið vegna annarrar aðgerðar á legi en keis- araskurðar. Endanlegt rannsóknarþýði samanstóð því af 925 konum. Fæðingartilkynningar fyrstu og annarrar fæð- ingar hverrar konu voru yfirfamar. í fæð- ingartilkynningu eru skráðar upplýsingar um móður og barn, sem fengnar eru úr mæðraskrá. Upplýsingarnar em skráðar samkvæmt alþjóð- legri tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heil- brigðisvandamála (ICD-10). Við skráningu á ábendingu keisaraskurða var notuð fyrirfram ákveðin forgangsröðun ef fleiri en ein ábending var til staðar. Eftirfarandi forgangsröðun eftir vægi ábendingar var notuð fyrir valkeisaraskurði: Fyrirsæt fylgja, óhagstæð lega fósturs, alvarleg meðgöngueitrun, grind- arþrengsli, fyrri keisaraskurður, fæðingarhræðsla, aðrar ábendingar. Forgangsröðun ábendinga bráðakeisaraskurða var eftirfarandi: Fyrirsæt fylgja með blæðingu, misheppnuð áhaldafæðing, fósturstreita, lélegur framgangur eða grunur um misræmi milli stærðar mjaðmagrindar móður og fósturs, svæsin meðgöngueitrun, misheppnuð framköllun fæðingar, aðrar ábendingar. Ekki var í öllum tilfellum mögulegt að ákvarða hvort sjúkdómsgreining, ein eða fleiri, sem til- greind var á fæðingartilkynningu var ábending keisaraskurðarins eða einungis greining móður á einhverjum tímapunkti meðgöngunnar. I þeim til- fellum þar sem ábending keisaraskurðar var óljós eða eingöngu voru tilgreindar aðrar sjúkdóms- greiningar móður er ekki ljóst hvort skráningu raunverulegrar ábendingar vantaði eða hvort um óhefðbundna ábendingu var að ræða. Þær konur voru þó ekki útilokaðar frá rannsókninni heldur flokkaðar sérstaklega. Hér á landi hefur verið hefð að skilgreina val- keisaraskurð sem þann sem er ákveðinn áður en sótt hefst og ákvörðun er tekin að minnsta kosti átta klukkustundum áður en hann er framkvæmd- ur. Stuðst var við þá skilgreiningu í rannsókn þessari. Upplýsingasöfnun fór fram í Microsoft Office Excel 2003 og tölfræðileg úrvinnsla í JMP 5.0.1. T-próf var notað fyrir samfelldar breytur þegar tveir hópar voru bornir saman en fervikagreining (e. analysis of variance) ef hóparnir voru fleiri en 592 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.