Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNARGREI N A R Engilbert Sigurðsson engilbs@landspitali.is Höfundur er sviðsstjóri á skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar (SKVÞ), yfirlæknir og kennslustjóri á geðsviði Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Odds, fate and fortunes Engilbert Sigurdsson BSc MD MSc MRCPsych MSc (epid) Medical Director and Consultant Psychiatrist, Clinical Associate Professor in Psychiatry, Office of Education, Research and Development, Landspitali-University Hospital, Fossvogur (C14), 107 Reykjavik, lceland Misskipt er manna láni Hannes Pétursson skáld lýsir listilega lífi sveit- unga í Skagafirði á 18. og 19. öld í heimild- arþáttum með ofangreindu heiti sem komu út fyrir aldarfjórðungi. Þar stíga m.a. fram á sviðið gleðigjarnir og stífsinna karlar, kvennahrókar og skapvargar. Einnig koma við sögu barnlausar helj- arkonur, sem „engir þorðu að rjála við með ellefta fingri". Alnafni skáldsins, geðlæknir, prófessor og Skagfirðingur, hefur á sama aldarfjórðungi unnið að rannsóknum á erfðafræði geðklofa, framan af í samstarfi við breska lækna, en í samstarfi við Islenska erfðagreiningu (ÍE) frá árinu 1996. Hreinn Stefánsson lífefnafræðingur hjá ÍE hefur verið lyk- ilmaður í þessum rannsóknum frá upphafi sam- vinnunnar. Tímamót urðu í geðklofarannsóknum árið 2002 þegar þrír rannsóknahópar birtu greinar um tengsl fjögurra gena við geðklofasjúkdóm og voru niðurstöður rannsókna hér á landi staðfestar í skosku þýði ári síðar. Þau gen höfðu þó öll frem- ur lágt áhættuhlutfall. Stærri rannsóknir á síðustu árum hafa ekki stutt að þessi gen gegni lykilhlut- verki hjá þorra sjúklinga í því einkennasafni sem við köllum enn geðklofa. Frá árinu 2002 hefur alþjóðleg samvinna á þessu sviði aukist hratt. Hleypur fjöldi sjúklinga í rannsóknum ÍE á geð- klofa nú orðið á þúsundum frá mörgum löndum í stað hundraða árið 2002, auk þess sem fjöldi og fjölbreytileiki einstaklinga í samanburðarhópum hefur aukist. Fjölgun þátttakenda og framfarir í sameindalíf- fræði hafa aukið getu okkar til að greina sjaldgæfari breytileika í erfðaefninu, meðal annars svokallað- an eintakabreytileika, sem hefur áður frekar verið tengdur einhverfu og þroskahömlunum. Merkur áfangi var kynntur í vefútgáfu vísindaritsins Nature hinn 30. júlí sl. (1). Þrenns konar úrfelling- ar fundust sem voru ekki til staðar hjá foreldrum, og hafa hátt áhættuhlutfall fyrir geðklofa en frekar lága sýnd. Þær eru staðsettar á langa armi litninga 1 (lq21.1) og 15 (15qll.2 og 15ql3.3). Rannsóknin var unnin í tveimur meginþrepum. í fyrri hlut- anum voru í rannsóknarþýðinu 1433 sjúklingar og 33.250 einstaklingar í samanburðarhópi. í seinna þrepinu voru niðurstöðurnar staðfestar í hópi 3285 sjúklinga og 7951 einstaklings í samanburð- arhópi. Annar stór alþjóðlegur samstarfshópur birti svipaðar niðurstöður um tengsl úrfellinga á lq21.1 og 15ql3.3 samdægurs í vefútgáfu Nature (2). í rannsókn þess hóps fundust einnig tengsl við aukinn eintakafjölda (duphcations) á tilteknum svæðum erfðamengisins. Þótt um sé að ræða mjög sjaldgæfar breytingar í erfðaefninu, eru líkindahlutföllin mun hærri en áður hefur sést eða á bilinu 2.7 til 14.8 í báðum þrepum fyrri rannsóknarinnar. Eflaust bíða fleiri svipuð dæmi uppgötvunar á næstu árum. Slíkar uppgötvanir kunna að varpa ljósi á þá þversögn að heilkenni eins og geðklofi viðhelst þrátt fyrir að karlar með geðklofa eigi marktækt sjaldnar börn en aðrir karlar þar sem eintakabreytileikinn verð- ur til við myndun kynfrumna og er ekki til staðar hjá foreldrunum. Þar sem algengur erfðabreyti- leiki með meðalháa (líkindahlutfall 2-4) eða háa áhættu (líkindahlutfall >4) tengda geðklofa hefur ekki fundist, þrátt fyrir áratuga leit, kunna slík tengsl að eiga þátt í að skýra hvers vegna geðklofi birtist einstaka sinnum hjá mörgum systkinum í stórum systkinahópi þótt foreldramir hafi ekki haft sjúkdóminn. Niðurstöður íslensku rannsóknarinnar verða kynntar á vísindaþingi Geðlæknafélags íslands sem verður haldið í Stykkishólmi dagana 26.-27. september. Þar kennir ýmissa grasa eins og sjá má á www.lis.is og eru allir læknar boðnir velkomnir á þingið. Skráning er ókeypis í netfanginu lauga® lsh.is Læknislist og fagmennska nefnist nýr liður í Læknablaðinu sem verður í umsjá undirritaðs. Tómas Guðbjartsson mun hlaupa undir bagga ef með þarf. Fáum er betur ljóst en læknum að lífs- gangan er áhættusöm og stxmdum þungbær þótt mannsheilinn vinni þannig að góðu stundimar hafi oftast betur þegar horft er um öxl. Ungur og efnilegur læknir, Davíð Þór Þorsteinsson, ríður á vaðið og lýsir lífshættu og krefjandi aðstæðum í áhugaverðu sjúkratilfelli. Það var í hópi 10 tilfella sem voru valin úr 25 innsendum tillögum til kynn- ingar á vel heppnuðum tilfellafundi kandídata Landspítala, en hann var haldinn í fyrsta sinn 18. apríl sl. og verður vonandi árviss viðburður. Með þessum lið vill ritstjórn Læknablaðsins hvetja til umræðu um fagmennsku, ákvarðanatöku og læknislist á síðum blaðsins og í samfélaginu. Þeir sem vilja miðla af reynslu sinni eru hvattir til að senda undirrituðum tilfelli eða hugleiðingar í tölvupósti, mest 4800 slög. Einnig em lesendur blaðsins hvattir til að senda inn lesendabréf ef þeir vilja leggja orð í belg um efni einstakra pistla. Heimildir 1. www.nature.com/nature/journal/vaop/ncurrent/full/ nature07229.html 2. www.nature.com/nature/journal/vaop/ncurrent/full/ nature07239.html LÆKNAblaðið 2008/94 581
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.