Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR tveir. Fyrir ósamfelldar breytur var notast við kí- kvaðrat próf. Rannsóknin fór fram með leyfi sviðsstjóra kvennasviðs Landspítala, Vísindasiðanefndar (leyfi 06-076) og Persónuverndar (leyfi 2006/379). Niðurstöður Á rannsóknartímabilinu voru alls 925 konur sem fæddu bam eftir fyrri fæðingu með keisaraskurði og uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar. Þar af fæddu 346 konur (37%) um leggöng, 341 kona (37%) með fyrirfram ákveðnum keisaraskurði (valaðgerð) og 238 konur (26%) með bráðakeisara- skurði (mynd 1). Hlutfall fæðinga um leggöng af öllum fæðingum eftir einn fyrri keisaraskurð jókst marktækt á tímabilinu (p=0,03) (mynd 2). Alls reyndu 61% kvennanna fæðingu um leg- göng. Af þeim tókst fæðing hjá 61% en 39% fæddu með bráðakeisaraskurði (mynd 3). Upplýsingar um hvort leggangafæðing var reynd eða ekki voru ekki fullnægjandi fyrir 2% kvennanna. Bomar vom saman þær konur sem fæddu fyrsta barn með valkeisaraskurði, 22% kvennanna (n=201), og þær sem fæddu fyrsta barn með bráða- keisaraskurði, 78% (n=724), með tilliti til bráðleika aðgerðar í fyrri fæðingu og fæðingarmáta í seinni fæðingu. Ekki reyndust marktæk tengsl milli bráð- leika fyrri keisaraskurðar og fæðingarmáta í seinni fæðingu (p=0,37). Bráðleiki fyrri keisaraskurðar reyndist einnig hvorki tengjast hlutfalli kvenna sem gerði tilraun til leggangafæðingar (p=0,28) né hlutfalli þeirra sem tókst sú tilraun (p=0,l) (tafla I). Tímalengd milli fæðinga reyndist ekki hafa áhrif á hvort kona gerði tilraun til fæðingar og hvort sú tilraun tókst. Meðgöngulengd hjá konum sem fóru í valkeisaraskurð var að meðaltali 275 dagar (39 vikur og 2 dagar) en hjá konum sem reyndu fæðingu 280 dagar (40 vikur). Meðal þeirra kvenna sem reyndu fæðingu hafði með- göngulengd ekki áhrif á hvort tilraun til fæðingar bar árangur né hafði það áhrif hvort fæðing var framkölluð. Tilraun til fæðingar um leggöng tókst sjaldnar ef fæðingarþyngd bams var >4000 grömm (53%) heldur en ef fæðingarþyngd þess var <4000 grömm (66%) (p<0,01). Hins vegar reyndist höfuðummál þeirra bama sem fæddust um leggöng ekki marktækt minna en þeirra barna þar sem fæðing um leggöng tókst ekki (35,8 cm og 35,9 cm). Meðal þeirra 346 kvenna sem fæddu um leg- göng var sogklukku eða töng beitt hjá 87 konum (25%). Fæðing var framkölluð hjá 9% heildarþýðis. Meðal þeirra kvenna sem reyndu fæðingu um leg- göng var fæðing framkölluð hjá 15% en 85% fóru Mynd 2 Hlutfall kvenna semfæddu sitt annað barn um leggöng eftir fyrri fæðingu með keis- araskurði, skipt eftir árum. Marktækur munur var á milli áranna 2001 og 2005 (p=0,03). Mynd 3. Skýringarmynd sem sýnir skiptingu fæðingarmáta. í sjálfkrafa sótt. Hlutfall þeirra fæðinga sem voru framkallaðar fjölgaði á rannsóknartímabilinu, úr 11 í 23%, p=0,054. Sex konur fengu legbrest sem er 1% af þeim konum sem reyndu fæðingu um leggöng. Hjá fimm þessara kvenna hófst sótt sjálfkrafa en fæð- ing var framkölluð hjá einni konu (framköllun LÆKNAblaðið 2008/94 593
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.