Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 59
Sögusvar
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR
SJÚKRASKRÁR
Sigurður
E. Sigurðsson
ses@fsa.is
Höfundur er svæfinga- og
gjörgæslulæknir við FSA.
Hann er varaformaður
Læknafélags íslands.
Minn ágæti samstarfsmaður hér á Sjúkrahúsinu á
Akureyri, FSA, Friðrik E. Yngvason, skrifar grein
í síðasta tölublaði undir fyrirsögninni Af Sögu
kúgun og fer þar mikinn. Hann vill með því svara
grein minni um Söguna sem ég hafði skrifað í 6.
tölublað þessa árs. Það var nú aldrei meining mín
að hefja ritdeilur, þvert á móti vildi ég reyna að
koma umræðunni um Söguna á eitthvert plan þar
sem reynt væri að taka málefnalega á hlutunum en
ekki með alhæfingum og gífuryrðum. Mér virðist
ekki hafa lukkast það sérstaklega vel ef miðað er
við þann anda sem grein FEY er skrifuð í.
Friðrik nefnir nokkur atriði í Sögukerfinu sem,
að því er honum finnst, gera það illa nothæft og
sóa tíma hans sem betur væri varið í annað. Fyrst
má nefna að lyfjakortið er ekki nothæft. Þarna
er ég alveg sammála FEY að það er verulega
bagalegt að ekki sé vel nothæft lyfjakort í rafrænu
sjúkraskrárkerfi en get samtímis upplýst að með
upptöku rafrænna lyfjafyrirmæla sem stefnt er að
á næstu mánuðum hér á FSA ætti nothæft lyfjakort
að vera til staðar í kerfinu.
Þá nefnir FEY póstlistann og reikna ég með
að þar eigi hann við skilaboðaskjóðuna sem
ómögulegt sé að vinna með vegna ruslpósts meðal
annars. Því er til að svara að skilaboðaskjóðan
hefur ekki sinnt því hlutverki sem skyldi, fyrst
og fremst vegna þess að margir læknar hreinlega
neita að nota hana og telja sig ekki geta skoðað
pósta í tveimur kerfum, þ.e. sínu eigin og þessu í
Sögunni. Síðan er það með ruslpóstinn en þar geri
ég ráð fyrir að FEY eigi við að í hans pósthólf komi
póstur sem ekki á erindi til hans. Því er til að svara
að það stafar sennilega nánast í öllum tilfellum af
því að menn hafa ekki gefið sér tíma til að læra á
kerfið og senda póst sem dreifist til of margra við-
takenda.
Hvað varðar frágang og sendingar læknabréfa
þá kannast ég ekki við tugi innslátta til að senda
læknabréf en kannski höfundur hafi fært örlítið í
stílinn til að leggja áherslu á orð sín. Hvað varðar
aðgangsstýringar veit ég ekki alveg hvað FEY
er að fara því að ekki veit ég betur en hann hafi
aðgang að öllum gögnum sem hann þarf, ef frá er
skilin geðdeildin.
Þessi umræða um Söguna hjá FEY er í sjálfu sér
ágætis innlegg í það sem betur mætti fara en þar
er ekki látið staðar numið og vill FEY nú helst líka
fjalla um undirritaðan persónulega í þessu sam-
hengi. Það er vissulega rétt að ég skrifaði greinina
um Framhalds-Söguna og er þar að auki formaður
innleiðingarnefndar rafrænnar sjúkraskrár á FSA
og hef sem slíkur þurft að standa fyrir því sem að
slíku lýtur. Hins vegar veit ég ekki til þess að ég
hafi verið með ókurteisi eða að ég hlæi að fólki
vegna vandamála sem lúta að Sögukerfinu eins
og FEY ýjar að. Vissulega hef ég ekki alltaf verið
sammála viðmælendum mínum og ef FEY telur
það ókurteisi þá er ég sekur. Ég tel mig einnig
sæmilega lífsglaðan mann og á til að brosa og jafn-
vel hlæja öðru hverju en get fullvissað FEY að það
er ekki vegna vandræða annarra með Sögukerfið.
Það að ég hvetji menn til að una „Sögukúguninni"
í tíu ár í viðbót er sennilega þannig komið til að
ég hef sagt að vilji menn skipta um kerfi og að ef
finnst betra kerfi og ef stjórnvöld ákveða að breyta
um kerfi, finnst mér ekki ólíklegt miðað við það
fjármagn og vinnu sem hingað til hefur verið lagt
í þetta, að þá taki þau umskipti 5-10 ár. Þarna væri
ég manna fegnastur að hafa rangt fyrir mér og að
nýtt kerfi, sem öllum þóknast og væri hægt að inn-
leiða á mun styttri tíma, liti dagsins ljós sem fyrst.
Friðrik gerir einnig athugasemd við það að ég
sem varaformaður LÍ hafi ekki stokkið til varnar
fyrir hann gagnvart Sögukerfinu. Því er helst til
að svara að LI hefur ekki haft á stefnuskrá sinni
að berjast gegn Sögukerfinu eða „vernda" lækna
fyrir því. Stjórn LÍ hefur heldur engin erindi fengið
frá læknum þess efnis svo ekki hef ég þar brugðist
skyldum mínum sem stjórnarmaður. Hins vegar
get ég glatt FEY enn meira með því að nefna það
að kjörtímabili mínu sem varaformaður lýkur nú í
haust og hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til
áframhaldandi stjórnarsetu. Til að fyrirbyggja mis-
skilning var þessi ákvörðun tekin löngu áður en
þessi umræða fór af stað. Reyndar hafði ég hugsað
mér að segja mig úr stjórn LÍ strax og ég tók að mér
verkefni sem staðgengill framkvæmdastjóra lækn-
inga á FSA en núverandi formaður óskaði eftir að
ég lyki mínu kjörtímabili og varð ég við því. Það er
því ljóst að tækifæri eru fyrir gott fólk með skoð-
anir á hlutunum að bjóða sig fram í stjórn LÍ nú í
haust á aðalfundi og vil ég hvetja menn til þess.
Að lokum þetta: Ég stend við fyrri orð mín
um að farsælast sé að umræðan um rafræn
sjúkraskrárkerfi fari fram á öfgalausum og skyn-
samlegum nótum. Ég held að það sé öllum ljóst að
ekki verður aftur snúið til pappírsgagna og hvort
kerfið heitir Saga eða eitthvað annað verður fram-
tíðin að skera úr um.
LÆKNAblaðið 2008/94 631