Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 46
U M R Æ Ð U R
L í 9 0 Á R A
0 G
F R É T T I R
Menntunin er mikilvægust
Þeirri hugmynd skaut upp þegar væntanlegt 90 ára afmæli Læknaf élagsins bar
á góma í fyrravor að gaman væri að fá þrjá fyrrverandi formenn félagsins til að
spjalla og rifja upp starfið í þágu félagsins. Þorvaldur Veigar Guðmundsson,
Tómas Árni Jónasson og Sverrir Bergmann tóku allir vel í hugmyndina en það
reyndist ekki einfalt að finna tíma þar sem allir þrír voru á lausu. Það kom í
ljós að þrátt fyrir virðulegan aldur eru þeir sífellt á ferð og flugi bæði heima
og erlendis, frískir og skarpir, og Sverrir stundar enn lækningar á stofu sinni
í Domus Medica.
Hávar
Sigurjónsson
Allir hafa þeir gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum
á starfsferli sínum sem ekki verða tíunduð hér utan
hvenær þeir gegndu stjórnar- og formennskustörf-
um fyrir Læknafélag Islands.
Tómas Árni var formaður Læknafélags Islands
árin 1975-1979, Þorvaldur Veigar tók við af honum
og var formaður til ársins 1985 og Sverrir tók
sæti í stjórn Læknafélagsins 1984 og gegndi for-
mennsku árin 1991-1997. Samanlagður stjórnar-
og formennskutími þeirra þriggja spannar því vel
á þriðja áratug og gott betur ef farið væri nánar í
saumana á öllum störfum þeirra í þágu félagsins í
gegnum tíðina.
Launamál lækna hafa verið í brennidepli á
þessu sumri og því ekki að furða að umræðan snú-
ist í fyrstu um launamál. Þeir rifja upp launadeilu
frá árinu 1981 þar sem allir starfandi sérfræðingar
á Landspítala og Borgarspítala sögðu upp starfi
sínu. „Við höfðum engan verkfallsrétt og þetta var
eina leiðin í stöðunni. Fjármálaráðherra, Ragnar
Arnalds, neitaði að tala við okkur í fyrstu en gaf
sig á endanum en þá vildi hann ekki ræða nein-
ar breytingar á grunntöxtum. Við samþykktum
það en ekki voru allir sáttir í okkar hópi," segir
Þorvaldur sem var formaður á þessum tíma.
Félagið kolfelldi síðan samning sem var lagður
fyrir og þá þurfti að fara aftur að borðinu og á end-
anum hafðist þetta í gegn. Það náðist nú sitthvað
fram en margir voru ekki sáttir."
„Þetta er sennilega síðasta alvarlega launadeil-
an sem læknar hafa staðið í við ríkið þar til núna,"
bætir Sverrir við. „Það er nú líka meira en að segja
það að fara út í aðgerðir," segir Þorvaldur.
Launa- og kjaramál
„Árið 1991 stóðum við einnig í kjarabaráttu við
ríkið," segir Sverrir. „Okkur var legið á hálsi fyrir
að rjúfa þjóðarsáttina með kröfum okkar en það
var ekki rétt. í þeim samningum náðist mikilvæg-
ur áfangi í lífeyrismálum lækna með hækkun
grunnlauna."
Sverrir rifjar upp skýrslu sem ríkisendurskoð-
un gerði á launamálum lækna árin 1996-97 í heil-
brigðisráðherratíð Sighvatar Björgvinssonar.
„Niðurstaða þeirrar skýrslu var einfaldlega
sú að við læknar værum aldrei í vinnunni. Við
værum á fullum launum á stofnunum en værum í
rauninni að vinna útí bæ og helst á mörgum stöð-
um í einu. Þetta var mjög heitt mál og Sighvatur
hafði sig mjög í frammi um þetta. Þetta hafði þau
áhrif að ráðningarsamningum lækna við ríkisspít-
alana var breytt en þá breyttust launin líka og í
framhaldi af þessu verður ákveðin launaþróun
sem í rauninni hefur ekki verið ágreiningur um
síðan."
„Fyrr en núna," skýtur Tómas inn í.
Þegar litið er yfir aðalfundargerðir Læknafélags
íslands frá liðnum árum og áratugum er ljóst að
læknar hafa ávallt verið vel vakandi um heilbrigð-
ismál þjóðarinnar í víðasta skilningi. Spurning er
hins vegar hvort læknar og samtök þeirra hafi náð
athygli ráðamanna og þjóðarinnar í þeim málum
sem helst hafa brunnið á.
„Það hafa orðið svo miklar breytingar á þjóð-
félaginu að læknar eru ekki lengur eina stéttin sem
hefur haldgóða þekkingu á heilbrigðismálum.
Það eru fjölmargir aðrir sem hafa menntun og
þekkingu á þeim sviðum. Áður fyrr var sertnilega
hlustað meira á okkur læknana einfaldlega af
þessum ástæðum," segir Þorvaldur Veigar.
Þeir eru sammála um að áður hafi meira verið
hlustað á einstaklinga í röðum lækna og ákveðnir
menn hafi haft talsverð persónuleg áhrif. „Ég
618 LÆKNAblaðið 2008/94