Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 67
Davíð Þór Þorsteinsson unglæknir dth@simnet.is UMRÆÐUR OG LÆKNISLIST OG FAG F R É T T I R M E N N S K A Læknar í blindflugi - tækjunum treyst? Nói er áttræður smiður á eftirlaunum. Hann hefur lengi haft háan blóðþrýsting og er nýgreindur með gáttatif. Nói er á warfarín-blóðþynningu til að minnka hættuna á að blóðsegar myndist og valdi heilablóðfalli. Meðferðin er ekki hættulaus en rannsóknir hafa sýnt að áhættan af meðferð er minni en ómeðhöndlað gáttatif. Nói leitaði á bráðamóttöku eftir að hafa fundið fyrir skerandi brjóstverk sem leiddi aftur í bak og upp í háls. Við komu var hann kaldsveittur. Slagbilsþrýstingur fór yfir 190 mmHg og púlsinn var hraður. Hjartalínurit staðfesti gáttatif. Grunur vaknaði um að verkurinn gæti stafað af ósæðarflysjun. Til að skera úr um það þurfti myndgreiningarrannsókn, tölvusneiðmynd eða segulómun. Sneiðmyndin var gerð með skuggaefni og las deildarlæknir strax úr myndinni. Niðurstaðan var sú að ósæð- arflysjun var talin ólíkleg. Næsta dag voru gerðar ýmsar rannsóknir og í eftirmiðdaginn var ákveðið að leggja Nóa inn. Sérfræðingur í myndgreiningu taldi tölvusneiðmynd hafa verið rangtúlkaða um nóttina. Ósæðarveggurinn væri ekki heill heldur hefðu litlar æðar sem næra stærri ósæðina, vasa vasorum, valdið blæðingu inn í vegginn (e. intra- mural hematoma). Þetta ástand er lífshættulegt forstig ósæðarflysjunar og þarfnast tafarlausrar meðferðar. Nói var í framhaldi fluttur á gjörgæsludeild. Blóðþrýstingur var í skyndi lækkaður niður í um 110 mmHg og blóðþynningu snúið hratt við með lyfjum. Þannig töldu læknar öryggi sjúklings- ins best tryggt. Annað kom hins vegar á daginn. Þremur dögum seinna fékk Nói heilablóðfall. Þörf var talin á að hefja blóðþynningarmeðferð á ný og var gerð ný rannsókn til mats á ósæðinni. Segulómun af brjóstholi sýndi ekki merki um blæðingu í ósæðarvegg eða flysjun. Greiningin var því enn á ný endurskoðuð. Ástæða heilaáfallsins var líklega samspil þess að blóðþynningu vegna gáttatifs var snúið við og blóðþrýstingur lækkaður á sama tíma. Dæmisagan lýsir í hnotskurn þeim raunveru- leika sem fylgir læknisstarfinu. Leiðin sem læknir fetar í átt að greiningu og meðferð er oft þyrnum stráð. Allir læknar þekkja orð Williams Osler um mikilvægi góðrar sjúkrasögu: „Ef þú hlustar á sjúklinginn mun hann segja þér sjúkdómsgrein- inguna." í tilfelli Nóa var þetta auðvelt, hann „sagðist" vera með ósæðarflysjun. Næsta skref í ákvarðanatöku læknis er líkamsskoðun. Þessi tvö verkfæri eru þungamiðjan í greiningu og hafa í gegnum árþúsundin verið betur þekkt sem lækn- islistin. Nóbelsverðlaunahafinn og læknirinn Peter Medawar telur að læknislistin hafi vikið fyrir vís- indunum. Hin sönnu læknavísindi felast að hans mati í því að hlusta á sjúklinginn og skoða hann. Þannig fáist rétt greining í 90 af hundraði tilfella. Flókin tæki geti leitt lækna á villigötur og geri læknisstarfið óvísindalegra. En líkt og flugmaður í blindflugi verður læknir stundum að treysta á mælitækin. Sjúkrasaga og skoðun bentu til lífshættulegs ástands sem bregðast þurfti við. Meðferð við ósæðarflysjun felst í því að hindra áframhaldandi skemmdir á ósæðarveggnum. Þetta er gert með því að lækka blóðþrýsting og snúa við blóðþynn- ingu sé ósæðarflysjun til staðar líkt og hjá Nóa. Þá þarf að meta áhættu af aukaverkunum meðferðar sé ósæðarflysjun ekki til staðar í samanburði við afleiðingar ómeðhöndlaðrar ósæðarflysjunar. Margar hindranir standa í vegi fyrir lausnum jafnflókinna vandamála og staðið var frammi fyrir. Sú helsta er e.t.v. tregða fólks að ræða atvikin opinskátt. Sjúklingur og læknir geta í versta falli orðið að eins konar andstæðingum og læknar greina sjaldan frá því að rétt meðferð hafi ekki verið valin þegar ákvarðanir þarf að taka án nægra upplýsinga. Það getur alið á tortryggni í þeirra garð. Á hinn bóginn hafa kröfur samfélagsins auk- ist um að læknar geri ekki mistök. Þær kröfur eru vitaskuld óraunhæfar. Þegar á hólminn er komið er nauðsynlegt að sætta sig við þá staðreynd að læknavísindin og læknislistin eru ekki fullkomin en eiga og þurfa að styðjast við bestu þekkingu og reynslu sem völ er á á hverjum tíma. Um daginn gekk ég Fimmvörðuháls með frænda mínum sem einnig er læknir. Við fórum vel búnir því spáin var slæm og höfðum með okkur GPS-armbandsúr. Við Bröttufönn þurftum við að treysta á tækið til að lóðsa okkur í gegnum svarta- þoku þar sem reynsla frænda míns dugði skammt. Við rákumst á ferðalanga frá Hollandi sem höfðu reikað um rammvilltir í nokkrar klukkustundir í leit að skálanum. Fljótlega kom í ljós að þau höfðu mun öflugra staðsetningartæki en við en treystu því ekki því slóðinn hafði breyst vegna mikilla leysinga. Þau gengu því blaut og köld í hringi í 200 metra radíus frá skálanum. í Þórsmörk hittum við hóp af flugmönnum og röbbuðum við þá um stund. Einn þeirra sagðist þekkja margar sögur af læknum í flugmannssæti sem treystu ekki mæli- tækjum við erfiðar aðstæður. Þeir byggðu frekar ákvarðanir sínar á reynslu. „Læknar treysta ekki á tækin," sagði hann kankvíslega, „þess vegna eru þeir lélegir í blindflugi!" LÆKNAblaðið 2008/94 639
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.