Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 47
U M R Æ Ð U R
0 G
L í
F R É T T I R
9 0 Á R A
Þorvaldur, Tómas og Sverrir slá á létta strengi.
gæti nefnt 4-5 menn sem höfðu slík áhrif á síð-
ustu öld. Þeir nutu virðingar og höfðu áhrif langt
út fyrir okkar raðir. Vissulega getum við læknar
notið virðingar í dag en það er einkenni á sérfræð-
ingaþjóðfélaginu að sífellt fleiri hafa skoðanir á
öllum hlutum. Hver og einn hefur minni áhrif
fyrir vikið/' segir Tómas.
„Vissulega lítur maður yfir farinn veg og spyr
sig hvort maður hafi haft einhver áhrif eða ekki.
Allar tillögurnar og ályktanirnar sem gerðar hafa
verið, hverju hafa þær skilað? Til að meta það þyrfti
að fara í mjög nákvæma skoðun. Skipulag, gæða-
eftirlit, ráðstöfun fjármuna til heilbrigðismála og
fjölmargt fleira er meðal þess sem samtök lækna
hafa tjáð sig um. Sumt hefur náð fram að ganga og
annað ekki eins og gengur," segir Sverrir.
„Það voru gerðar mjög ítarlegar ályktanir og
lagðar fyrir ráðuneytið, ár eftir ár," segir Tómas.
„Ég hygg að það hafi alltaf verið litið á það sem
frá okkur kom."
„Við vildum að ráðuneytisstjóri heilbrigðis-
ráðuneytisins væri læknir. Páll Sigurðsson var
læknir en eftir að hann lét af störfum hefur ekki
verið læknir í þessari stöðu. Við vildum líka að
læknar stjórnuðu heilbrigðisstofnunum. Ef ekki
einir, þá í samstarfi við aðra í efsta þrepi. Við
hvöttum lækna til að mennta sig í stjórnun. Við
vildum efla áhrif lækna innan kerfisins og töldum
okkur geta gert eins vel og jafnvel betur en aðrir í
krafti þekkingar okkar."
Fræðslustofnun lækna
Þeir eru sammála um að þetta hafi ekki gengið
eftir eins og ítrustu vonir stóðu til þó vissulega
séu læknar í stjómunarstöðum innan sjúkrahús-
kerfisins. „Yfirlæknar deilda og sérgreina hafa það
líka nokkuð í hendi sér hverju þeir vilja ráða og
ég man dæmi þess að þeir hafi látið öðrum eftir
að taka ákvarðanir um rekstur deilda af því þeir
voru bara uppteknari af öðru," segir Þorvaldur.
„Þannig töpuðu þeir smám saman völdum. Ég tal-
aði talsvert mikið fyrir því á sínum tíma að innan
læknadeildarinnar ætti að taka upp nám í stjórnun
og uppbyggingu sjúkrahúsa og heilbrigðiskerf-
isins. Það var ekkert hlustað á það. Ég talaði líka
fyrir því í Félagi yfirlækna að það stæði fyrir nám-
skeiði í stjórnun. Það varð ekkert úr því."
LÆKNAblaðið 2008/94 61 9