Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 44
UMRÆÐUR O G FRETTIR L í 9 0 Á R A Læknir í 60 ár I „Ég man ekkert frá því í gamla daga," er það fyrsta sem I Snorri Páll Snorrason, læknir og fyrrverandi formaður I Læknafélags íslands, segir við okkur Bimu Jónsdóttur I þegar við tökum hús á honum þar sem hann dvelur nú í I góðu yfirlæti á Droplaugarstöðum við Snorrabraut. Hávar Sigurjónsson Snorri Páll segir líkamann orðinn veikburða en höfuðið virðist í besta lagi og hann styttir sér stundir við að tefla. „Ég tefli við tölvuna. Hún er ansi glúrin, teflir eins og stórmeistari. Ég hef að- eins verið að rifja upp bestu skákir Bobby Fischers frá því hann var ungur. Þær eru stórkostlegar sumar hverjar. Ég fylgdist með flestum skákum þeirra Spasskys í einvíginu 1972." Við Birna Jónsdóttir formaður Læknafélagsins heimsóttum Snorra Pál í vor og báðum hann að rifja upp helstu mál er brunnu á félaginu í for- mannstíð hans árin 1971-1975. Þrátt fyrir meint minnisleysi kom fljótt í ljós að minni Snorra Páls er í fáu ef nokkru ábótavant. „Magnús Kjartansson var heilbrigðisráðherra þegar ég var formaður LÍ og ég kunni ákaflega vel við hann. Hann var góður penni og ágætur pólitík- us. Við fórum saman í ferð til Norðurlandanna til að freista þess að ráða lækna því þá var læknaskortur í landinu. Við fórum til Stokkhólms, Gautaborgar, Oslóar og Kaupmannahafnar. Þetta skilaði nú ekki mörgum læknum, en þó komu nokkrir, en Magnús sýndi með þessu að hann hafði gert það sem hann gat. Hann var líka með okkur á Blönduósi þegar Læknafélagið hélt aðal- fund þar 1972." Eitt af því sem var til umræðu í formannstíð Snorra Páls var framtíð Landlæknisembættisins en hugmyndir voru uppi um að leggja það niður og færa verkefnin yfir í heilbrigðisráðuneytið. „Við héldum fund í Gamla bíói útaf þessu máli og þar kom fram mikill einhugur meðal lækna um að sporna á móti þessu. Það varð ekkert úr þessum hugmyndum en mönnum var full alvara með þeim og það var mikilvægt að standa á móti. Það var hlustað á okkur. Ég er hræddur um að það væri öðruvísi um að litast í heilbrigðismálunum í dag ef þetta hefði gengið eftir." Birna rifjar upp að heilbrigðislögin voru stað- fest af Alþingi árið 1973. „Það var mikil breyting og átti stóran þátt í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins á landsbyggð- inni," segir Snorri. „Þar voru reyndar í sumum tilfellum byggð of stór sjúkrahús en það var erfitt að sjá þróunina í byggðamálunum fyrir. Nú vantar fólk á suma þessa staði. Það þarf að vera fleira í boði en sómasamleg laun. Fólk vill hafa aðstöðu til margra hluta," segir Snorri Páll. Þegar rifjaðar eru upp ályktanir af aðalfundum LÍ í formannstíð Snorra Páls er athyglisvert að margt af því sem læknar töldu mikilvæg framfara- spor á 8. áratug síðustu aldar er enn í brennidepli þó verulega hafi miðað í mörgu. „Við ályktuðum um mikilvægi framhaldsmenntunar hér á landi fyrir lækna þó ég sé þeirrar skoðunar að læknar eigi að fara erlendis til að fullnuma sig í sérnámi. Það er mjög mikilvægt og ætti að vera reglan. Það er mikill kostur fyrir íslenska lækna hvað þeir hafa hlotið sérfræðimenntun sína víða og yfirleitt á bestu stofnunum erlendis. Þetta skilar sér allt saman þegar menn koma heim og hugmyndir og aðferðir hrærast saman." Hann rifjar upp að eftir að hann útskrifaðist úr læknadeild starfaði hann sem kandídat og síðan deildarlæknir á lyflækningadeild Landspítalans. „Þá var engin taugadeild og engin bamadeild svo þetta kom allt til okkar. Ég öðlaðist mjög mikla og fjölbreytta reynslu af starfinu á Landspítalanum á þessum árum og þegar ég fór út til Harvard í fram- haldsnám þá hafði ég miklu meiri klíníska reynslu en flestir bandarísku félaga minna. Ég gleymi því stundum, þegar ég hef verið spurður hvað ég hafi verið lengi í framhaldsnámi, að telja þessi ár á Landspítalanum. Þau voru gríðarlega mikilvæg." Önnur ályktun sem vekur forvitni felst í áskor- un lækna til stjórnvalda um að draga úr sölu og framboði á áfengi. Snorri Páll slær á létta strengi og segir að líklega hafi fundarmenn verið með slæma samvisku eftir veisluhöld kvöldið áður. „En fundinum þótti þetta mikilvægt og sendi frá sér þessa ályktun." Birna bætir hér við og segir frá því að Evrópu- 6 LÆKNAblaðiö 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.