Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 4
EFNISYFIRLIT
Frágangur
fræðilegra greina
RITSTJÓRNARGREINAR
Höfundar sendi tvær gerðir handrita
til ritstjórnar Læknablaðsins,
Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi.
Annað án nafna höfunda, stofnana
og án þakka sé um þær að ræða.
Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis
að allir höfundar séu samþykkir
lokaformi greinar og þeir afsali sér
birtingarrétti til blaðsins.
Handriti skal skilað með tvöföldu
línubili á A-4 blöðum. Hver hluti
skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtal-
inni röð:
• Titilsíða: höfundar, stofnanir,
lykilorð á ensku og íslensku
• Ágrip og heiti greinar á
ensku
• Ágrip á íslensku
• Meginmál
• Þakkir
• Heimildir
Töflur og myndir skulu vera bæði
á ensku og íslensku.
Tölvuunnar myndir og gröf komi
á rafrænu formi ásamt útprenti.
Tölvugögn (data) að baki gröfum
fylgi með, ekki er hægt að nýta
myndir úr PowerPoint eða af net-
inu.
Eftir lokafrágang berist allar greinar
á tölvutæku formi með útprenti.
Sjá upplýsingar um frágang fræði-
legra greina:
www.laeknabladid.is/fragangur-
greina
Umræðuhluti
Skilafrestur efnis í næsta blað
er 20. hvers mánaðar nema
annað sé tekið fram.
Engilbert Sigurðsson
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur
Reynslan sýnir að ýmsir úr hópi atvinnuleitenda, einkum þeir
yngri, eiga á hættu að missa tök á daglegum lífstakti, snúa
sólarhringnum við og leita í vímugjafa.
255
Aðalsteinn Guðmundsson
Tími slagorða að baki: Læknar og
stefnumótun í öldrunarþjónustu
j samanburði við Norðurlöndin hefur félagslegum hluta
heimaþjónustu hér verið dreift til fleiri, en færri fá mikla
heimaþjónustu og fleiri aldraðir búa á hjúkrunarheimilum.
257
FRÆÐIGREINAR
Bolli Þórsson, Thor Aspelund, Tamara B. Harris, Lenore J. Launer, Vilmundur Guðnason
Þróun holdafars og sykursýki í 40 ár á íslandi
Offita og vandamál af hennar völdum er ofarlega á baugi í samtímanum og því þörf á frekari
gögnum fengnum úr almennu þýði. Frá Hjartavernd kemur lýsandi grein um holdafar og
sykursýki á síðustu árum á íslandi.
Ólafur Árni Sveinsson, Sigurjón Stefánsson, Haukur Hjaltason
269
Hugbrigðaröskun - yfirlitsgrein
Hér er fjallað um það sem fellur undir sjúkdómsgreininguna hugbrigðaröskun (conversion
disorder) sem er undirgrein starfrænna einkenna. Áður var notað hugtakið hysteria en heyrir nú
sögunni til enda merkingin gildishlaðin og neikvæð.
Einar Hafberg, Gunnar Guðmundsson, Tómas Guðbjartsson
Sjálfsprottið loftmiðmæti eftir iðkun jóga - sjúkratilfelli
Hér er lýst 23 ára manni sem kom á bráðamóttöku vegna brjóstverkja sem komu skyndilega við
jógaæfingar og reyndist vera sjálfsprottið loftmiðmæti. Tilfellið sýnir mikilvægi þess að rannsaka
fólk með brjóstverki ítarlega.
Bréf til blaðsins. Tíðni persónuieikaraskana 283
Tómas Helgason
252 LÆKNAblaðið 2009/95