Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2009, Síða 9

Læknablaðið - 15.04.2009, Síða 9
RITSTJORNARGREINAR Aðalsteinn Guðmundsson adalstg@landspitali. is Höfundur er sérfræðingur í almennum lyf- og öldrunarlækningum á Landspítala. Doctors and policy making in the care of elderly: Slogans are no longer needed Adalsteinn Gudmundsson MD Internist and geriatrician. Clinical Associate Professor at Landspitali University Hospital. Tími slagorða að baki: Læknar og stefnumótun í öldrunarþjónustu Meirihluti lækna kemur að þjónustu við aldraða notendur heilbrigðiskerfisins eða þekkir af eigin raun áskoranir og flækjustig sem einkenna öldrunarþjónustu. Á síðari árum hefur verið rætt um þjónustu við aldraða sem nærþjónustu sem sé best fyrir komið í höndum sveitarfélaga og er litið til Norðurlanda í þessu samhengi. Undirbúningur vegna yfirfærslu málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga var nýhafinn þegar málefni aldraðra fluttust frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðrmeytisins samkvæmt laga- og reglugerðarbreytingum í ársbyrjun 2008 með það að yfirlýstu markmiði að yfirstjórnin væri á einni hendi. Aðferðafræði og vinnubrögð stjórnsýslunnar við þessar breytingar voru í takt við margt sem leit dagsins ljós í nýafstöðnu góðæri og er gagnrýnt núna. Gömul slagorð eins og „öldrun er ekki sjúkdómur" voru dregin fram og leiddi til þess að „afsjúkdómsvæðing" á ímynd öldrunar varð ákall um almenna öldrunar- og umönnunarþjónustu í stað heilbrigðisþjónustu. Þó meirihluti aldraðra búi við góða heilsu og sjálfsbjargargetu þá beinastflestverkefna öldrunarþjónustu að úrlausn flókinna verkefna sem lúta að afleiðingum og gagnkvæmum tengslum langvinnra sjúkdóma og fæmiskerðingar við félagslegar aðstæður. Það er því þörf á dýpri skilningi stjórnvalda á mikilvægi samþættingar heilbrigðis- og félagsþjónustu. í þessu samhengi má benda á að nafngiftir og löggjöf um þjónustu- og öryggisíbúðir fyrir aldraða hefur ekki aðeins verið óskýr heldur hefur ábyrgð á stefnumótun og uppbyggingu dreifst á milli fjölda stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga.1 Það verður fróðlegt að sjá hvernig tekst til í tilraunaverkefni um sameinaðan rekstur heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu í Reykjavík. Verkefnið á sér langan aðdraganda en fæstir sáu fyrir þann vanda sem nú blasir við í formi þjónustuíbúða á mismunandi byggingastigi í skjóli hljóðra byggingarkrana. Á vettvangiþjónustu við aldraðra í heimahúsum hefur lítið farið fyrir umræðu um læknisþjónustu. Mikill meirihluti beiðna um heimahjúkrun kemur frá Landspítala eða heilsugæslu en hjá mörgum öldruðum sem fá heimahjúkrun skortir á virka þátttöku lækna í þjónustunni ásamt greiðu upplýsingaflæði, rafræna lyfjaumsjá og samskipti lækna innbyrðis. Fyrir vikið hefur enginn heildarsýn yfir vanda sjúklings en það getur leitt af sér ótímabæra versnun sjúkdóma, sjúkrahúsinnlagnir, óviðeigandi lyfjameðferð og aukinn kostnað. Á sömu nótum er mikilvægt að tryggja sjúklingum aðgengi að læknisþjónustu á hjúkrunarheimilum og sérhæfðri læknisfræðilegri þekkingu varðandi skammtímainnlagnir úr heimahúsum eða endurhæfingardvöl í kjölfar sjúkrahúslegu.2 Á næstu árum mun háöldruðum notendum velferðarþjónustu fjölga. Þjóðfélagið mun áfram gera kröfur um fagmennsku og framboð þjónustuúrræða á sama tíma og niðurskurður í opinberri þjónustu er bæði hafinn og fyrirsjáanlegur. í samanburði við Norðurlöndin hefur félagslegum hluta heimaþjónustu á íslandi verið dreift til hlutfallslega fleiri á meðan færri fá mikla heimaþjónustu og hlutfallslega fleiri aldraðir búa á hjúkrunarheimilum. í nýútgefinni skýrslu Socialstyrelsen í Svíþjóð er sérstaklega lýst og sterklega varað við þeirri þróun að niðurskurður með fækkun innlagna og styttingu legutíma aldraðra á sjúkrahúsum hefur leitt af sér aukið álag og flutning óafgreiddra viðfangsefna til heilsugæslu og annarra í nærþjónustu sem voru ekki í stakk búin að takast á við þetta viðamikla verkefni.3 Núna liggur fyrir að forgangsraða og samhæfa þjónustuna í ríkari mæli til þeirra sem búa við lökustu kringumstæður varðandi heilsufar, færniskerðingu, félagslegar aðstæður og aukna þjónustuþörf. Þörf er á víðtækri uppstokkun í núverandi heilbrigðiskerfi sem er hannað til að bregðast við bráðatilfellum (heilsugæsla ekki undanskilin) á meðan þungi verkefna færist meira í átt að meðferð fjöl- og langveikra.4 Stórar sérgreinar eins og heimilislækningar og lyflækningar þurfa í samvinnu við öldrunarlækna að vera leiðandi í endurskoðun verkferla sem lúta að öldruðum notendum bæði innan og utan stofnana heilbrigðiskerfisins. Heimildir 1. Jónsdóttir SK. Sérhannað húsnæði aldraðra: Stefnumótun og löggjöf á ísiandi 1983-2008. MA ritgerð í félagsráðgjöf við Háskóla íslands 2009. 2. Hansdóttir H, Jónsson JE. Hlutverk læknis á hjúkrunarheimili. Læknablaðið 2009; 95:187-92. 3. Várd och omsorg om áldre, lagesrapport 2008. Social- styrelsen, mars 2009: www.socialstyrelsen.se/Publicerat /2009/10350/2009-126-44.htm 4. Hver á að annast meðferð og eftirlit langvinnra sjúkdóma? Umræða og fréttir frá Læknadögum. Læknablaðið 2006; 92: 318-21. LÆKNAblaðið 2009/95 257
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.