Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 13
Tölfræði
F
RÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
Aldursstöðluð tíðni og meðaltöl voru reiknuð
miðað við árin 1967, 1970, 1976, 1981, 1987,1993,
2001 og 2007 ef gögn voru til, annars var
einstökum árum sleppt eins og til dæmis 1993 fyrir
sykursýki. Fyrir algengi sykursýki voru gögn fyrir
árin 1967 og 1970 sameinuð vegna lágs algengis til
að ná viðunandi nákvæmni. Miðársmannfjöldi frá
Hagstofu íslands árið 2006 í fimm ára aldursbilum
frá 45-64 ára var notaður sem staðall. Breyting á
meðaltölum og tíðni með tíma var prófuð með
leitni-prófi (orthogonal contrast) í aðhvarfslíkani
þar sem leiðrétt var fyrir aldri. Tilviljunarkenndar
sveiflur í algengi og meðaltölum eftir árum voru
jafnaðar með almennum samleggjandi líkönum
(generalized addititive models) þar sem leiðrétt
var fyrir aldursdreifingu með því að nota stika fyrir
hvert fimm ára aldursbil frá 45-64 ára og k-stuðull
var valinn einum lægri en fjöldi ára í hermifalli
(spline) fyrir breytingu í tíma.16 í greiningu á
þróun í meðalþyngd var leiðrétt fyrir hæð og
miðað við 180 sm fyrir karla og 167 sm fyrir konur.
Línuleg leitnilína á mynd um þróun sykursýki var
metin með einfaldri aðhvarfsgreiningu. Algengi
sykursýki og offitu úr gögnum frá 2004-2007
var metið í 10 ára aldursbilum fyrir 25-84 ára.
Miðársmannfjöldi frá Hagstofu íslands árið 2006
í þessum aldursbilum var svo notaður til að meta
algengi á íslandi.
Niðurstöður
Á 40 árum, frá 1967 til 2007, jókst líkamsþyngd og
hæð íslendinga 45-64 ára jafnt og þétt. Árið 1967
var meðalhæð kvenna 162 sm og karla 175 sm.
Árið 2007 var meðalhæð kvenna komin í 167 sm og
karla 180 sm. Meðalhæð karla og kvenna hefur því
aukist um 5 sm á 40 árum. í töflu I sést meðalhæð,
meðalþyngd og meðallíkamsþyngdarstuðull hjá
fólki 25 til 84 ára á tímabilinu 2004-2007.
Líkamsþyngd var metin bæði með og án
leiðréttingar fyrir aukinni hæð. Karlmenn af
meðalhæð árið 2007, 180 sm, vógu að meðaltali
Ár (1967-2007)
91 kg árið 2007, en karlmenn af sömu hæð vógu Mynd 3. Þróun í algengi
að meðaltali 83 kg árið 1967. Þalr haía því þyngat
um 8 kg á síðastliðnum 40 árum. Svipuð þróun öryggismörkum.
hefur átt sér stað hjá konum. Konur að meðalhæð
árið 2007, 167 sm, vógu 76 kg árið 2007, en konur
af sömu hæð vógu um 69 kg árið 1967 og hafa
þannig þyngst um 7 kg að meðaltali á tímabilinu.
Á mynd 1 sést meðalþyngd fólks á íslandi 2004-
2007 á aldrinum 25-84 ára þar sem ekki er leiðrétt
fyrir hæð. Einnig eru sýnd efri mörk kjörþyngdar
miðað við meðalhæð innan hvers aldurshóps.
Karlar á miðjum aldri eru um 9 kg og konur um
6 kg umfram kjörþyngd samkvæmt skilgreiningu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (16).
Á mynd 2 sést hvernig meðal líkamsþyngdar-
stuðull hjá íslendingum hefur aukist frá 1967.
Þyngdarstuðullinn hélst nær óbreyttur frá 1967
til 1981 en eftir það hefur hann aukist stöðugt.
Meðallíkamsþyngdarstuðull 45-64 ára karla árið
1967 var 25,8 en kvenna 25,2. Það er við efri mörk
þess sem skilgreint hefur verið sem kjörþyngd.
Árið 2007 var meðallíkamsþyngdarstuðull karla
28,0 en kvenna 27,2. Líkamsþyngdarstuðullinn
jókst því um tvær einingar hjá báðum kynjum á
þessu tímabili. Meðalþyngd 45-64 ára íslendinga
er því yfir 27 sem telst ofþyngd samkvæmt
Tafla I. Meðalhæð, meðalþyngd og meðallíkamsþyngdarstuðull eftiraldri og kyni hjá 25-84 ára íslendingum 2004-2007.
Konur Karlar
Aldur (ár) Fjöldi Þyngda (kg) Hæða (sm) BMI" (kg/m2) Fjöldi Þyngda (kg) Hæða (sm) BMIa (kg/m2)
25-34 124 70.9 (14.3) 167.4(5.6) 25.3 (5.2) 124 88.3 (16.1) 182.0(7.2) 26.2 (4.5)
35-44 306 73.9 (14.9 168.0(5.5) 26.2 (5.2) 292 90.2 (14.5) 180.8(6.5) 27.6 (4.1)
45-54 342 75.4 (14.9) 167.2(6.3) 27.0 (5.0) 335 91.5 (14.4) 180.8(6.0) 28.0 (4.3)
55-64 341 77.0 (13.9) 166.0(5.7) 28.0 (5.0) 346 91.6 (15.3) 179.2(6.1) 28.5 (4.3)
65-74 863 73.8 (13.4) 163.0(5.4) 27.7 (5.0) 620 87.4 (14.2) 177.5(5.9) 27.7 (4.0)
75-84 967 69.4 (12.7) 160.0(5.6) 27.1 (4.8) 777 82.1 (13.2) 174.7(6.2) 26.9 (3.9)
“ Meðaltöl (öryggismörk)
LÆKNAblaðið 2009/95 261