Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 16
Algengi offitu (%) FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR 45,0 40,0 35,0 30,0 25,0 20,0 15,0 10,0 5,0 0,0 25-34 35-44 45-54 55-64 65-74 75-84 Aldurshópar Mynd 7. Algengi offitu hjá 25-84 ára fólki á íslandi, 2004-2007 með 95% staðalfrávikum. viðsnúningur á því undanfarin ár. í fyrrnefndri grein í Læknablaðinu kom fram að 1997-2002 var einn með þekkta sykursýki á móti tveimur ógreindum. Nú eru hlutfallið öfugt, tveir þekktir á móti einum óþekktum sem þýðir að óþekkt sykursýki er um 33% af algengi sykursýki hjá íslendingum. Hlutfall óþekktrar sykursýki af heildarsykursýki hefur að okkar viti verið birt lægst 24% á írlandi21 og 26% í Ástralíu,22 en er oft um 30-40% en allt upp í 65% á Spáni.23 En hver er ástæða þessarar þróunar, það er aukningar sykursýki og ofþyngdar/offitu? Mikilvægt er fyrir stjórnvöld og almenning að gera sér grein fyrir hvers vegna tilteknir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma versna, en flestir áhættuþættirnir lagast. Hvað höfum við gert rétt og hvað má betur fara við mótun heilbrigðis- og lýðheilsustefnu? Á vef Lýðheilsustöðvar eru birtar tölur yfir fæðuframboð á íslandi sem gefa vísbendingu um mataræði þjóðarinnar.24 Svo virðist sem mataræði í heild sé heldur að batna hjá íslendingum. Á vefnum er þó bent á ýmislegt sem betur mætti fara, til dæmis er neysla á sykruðum drykkjum talin óhófleg hér á landi. Hins vegar virðist neysla grænmetis og ávaxta aukast stöðugt. Mikilvægt er að átta sig á að samkvæmt upplýsingum um fæðuframboð síðastliðna fimm áratugi virðist orkan ekki aukast mikið.24 Svipaðar niðurstöður má sjá annars staðar í Evrópu. Þannig sýnir nýleg rannsókn frá Spáni að orkuneysla 1992 og 2002 þar í landi er svipuð þrátt fyrir svipaða þróun í offitu og annars staðar í Evrópu.25 En hvers vegna þyngjumst við ef orkan í mataræðinu eykst ekki mikið? I grein Hólmfríðar Þorgeirsdóttur og félaga frá 2001 í Læknablaðinu um þróun ofþyngdar og offitu meðal 45-64 ára Reykvíkinga á árunum 1975-1994, sem byggir á gögnum Hjartavemdar, eru fróðlegar umræður um orsakir aukinnar ofþyngdar. Meginniðurstaða greinarhöfunda er að nærtækasta skýring á aukinni offitu hér á landi sé minni hreyfing fólks við daglegar athafnir og störf.26 Ólíklegt er að unnt sé eða æskilegt að snúa við þeirri tækniþróun sem leitt hefur af sér minnkandi hreyfingu við daglegar athafnir. Þótt okkar niðurstöður sýni að hreyfing í frítíma hafi aukist mikið undanfarið er ólíklegt að orkunotkun hreyfingar í frítíma muni geta vegið upp það sem líkamleg vinna krafðist áður fyrr.27 Því virðist ljóst að bæði minni neysla orkuríkrar fæðu og meiri hreyfing þarf að koma til. Sú hreyfing getur vissulega verið fólgin í aukinni hreyfingu í frítíma en einnig er mikilvægt að auka hreyfingu í daglegu lífi, helst þannig að fólk upplifi hreyfinguna sem sjálfsagðan hluta daglegs lífs. Hér bendum við á tvö atriði af fjölmörgum sem eru á færi stjórnvalda til að bregðast við vandanum. Byggðarskipulag getur haft áhrif á hreyfingu fólks. Rannsóknir bæði frá New York og Atlanta í Bandaríkjunum á tengslum offitu og borgarskipulags hafa sýnt að því blandaðri sem landnotkun er annars vegar (það er svæði þar sem íbúðum, verslunum, þjónustu, stofnunum og atvinnustarfsemi er blandað) og hins vegar því þéttari sem byggðin er, þeim mun meiri öfug fylgni er við offitu.28-30 Áhrifin eru rakin til þess að með blandaðri og þéttari byggð verða ganga og hjólreiðar algengari ferðamáti og hreyfing þannig aukin í daglegum athöfnum. Einnig hefur verið sýnt fram á að aðstaða til göngu og hjólreiða hefur áhrif á hve mikið menn nota þennan samgöngumáta.31 Nýleg sænsk rannsókn leiðir í ljós að líkur á offitu og ofþyngd eru 30-40% minni ef gengið er eða hjólað í vinnu.32 Þétting og blöndun byggðar gæti því aukið hreyfingu í daglegu lífi. Önnur leið á valdi stjórnvalda er skattlagning á matvörum og að skylda matvælaframleiðendur til að bæta innihaldslýsingar. í nýlegri breskri rannsókn þar sem metnar voru mismunandi aðferðir til að hækka skatta á óhollum mat var áætlað að hægt væri að draga úr dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma um 1,7% með markvissri skattlagningu.33 Varðandi merkingar á matvæli má benda á hugmynd Evrópsku hjartaverndarsamtakanna (European Heart Network). í nýlegum athugasemdum þeirra við drög að frumvarpi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að stefnu um næringu Evrópubúa árið 2007 komu fram athyglisverðar tillögur.-34 Til dæmis er þar lagt til að merkingar á matvæli verði bættar þannig að 264 LÆKNAblaðið 2009/95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.