Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 22
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Tafla I. Skilgreining Hugbrigðaröskun tilheyrir líkömnunarröskunarsjúkdómum (somatoform disorders) í ameríska greiningarkerfinu DSM IV. Þrátt fyrir að einkennin séu líkamleg er sjúkdómurinn talinn vera tjáning á undirliggjandi sálrænni togstreitu. Þessi togstreita kemur ekki ávallt upp á yfirborðið strax en gerir það yfirleitt við frekari sögutöku. Þá koma oft í Ijós tengsl milli ytri streituvalds og byrjunar líkamlegra einkenna. Greiningarskilyrði12 1. Eitt eða fleiri einkenni er hafa áhrif á viljastýrðar hreyfingar eða skynjun og ekkert bendir til annars læknisfræðilegs sjúkdóms. 2. Greining er aðeins gefin ef áþreifanleg taugaeinkenni á borð við lömun, blindu og málstol eru til staðar. Ef einkennin eru vægari og óljósari eru þau meira í ætt við líkamsgervingu (somatisation). 3. Sálrænir þættir eru taldir tengjast eða liggja til grundvallar einkennunum. 4. Einkennin eru ekki vísvitandi framkölluð eða búin til eins og í uppgerðarveiki (malingering). 5. Ekki er hægt að útskýra einkennin á annan hátt eftir viðeigandi rannsóknir eða á grunni efnamisnotkunar eða sem menningarlega viðeigandi atferli eða upplifun. 6. Einkennin leiða af sér töluverða skerðingu fyrir sjúklinginn félagslega, í starfsorku eða öðrum mikilvægum þáttum lífs hans. 7. Einkennin takmarkast ekki við sársauka eða kynlífstruflun og koma ekki eingöngu fram í samhengi við líkamsgervingarraskanir og ekki er hægt að skýra þau betur á grunni annars geðsjúkdóms. 8. Einkennin eiga ekki að vera undir meðvitaðri stjórn. við hið fyrmefnda þótt hvomgt þessara orða sé fyllilega heppilegt að okkar mati. Einkenni sem talin hafa verið til hugbrigðarösktmar em einkenni sem við fyrstu sýn eru talin tengjast truflun eða skemmd í taugakerfinu eins og til dæmis lamanir, skjálfti, krampar, skyntruflanir og blinda. Við sögutöku, skoðun og rannsóknir reynist svo ekki vera. Einkennin hafa sérstakan blæ og eiga sér sálrænar skýringar. Greiningarskilmerki fyrir hugbrigðaröskun má sjá í töflu I.12 Það var fyrst á 19. öld sem hugbrigðaröskun var lýst eins og við þekkjum hana í dag. Franski læknirinn Pierre Briquet (1796-1881) taldi hugbrigðaröskun orsakast af truflun í starfsemi miðtaugakerfisins. Samlandi hans, hinn frægi taugalæknir Jean-Martin Charcot (1825-93), hafði mikinn áhuga á röskuninni. Hann sýndi fram á að bæði var hægt að framkalla og lækna einkenni hennar með dáleiðslu. Frægar vom sýningar hans þegar la grande attaque d'hysterie var sýnd fyrir fullum sal áhorfenda. Sigmund Freud (1856- 1939) varð fyrir miklum áhrifum af Charcot. Segja má að verk og hugmyndir þessara tveggja lækna og ekki síst Freuds hafi verið ráðandi fram á okkar daga. Freud taldi hugbrigðaröskun vera eina tegund vamartaugaveiklunar (Abwehr-Neuropsychose), þar sem togstreitu í sálarlífinu er umbreytt í líkamleg einkenni. Faraldsfræði og lýðfræðilegir þættir Takmarkaðar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið gerðar á hugbrigðaröskun. Á íslandi mældist árlegt nýgengi hugbrigðaröskunar 11 á hverja 100 þúsund íbúa frá 1960-1969,13 sem er talið með því lægsta sem þekkist en á sama tímabili 22 á hverja 100 þúsund íbúa, eða tvöfalt hærra, í Monroe- sýslu í New York-fylki, auk þess sem hærra nýgengi þekkist í öðrum menningarsamfélögum.14 Hugbrigðaröskim er algengari meðal kvenna. Kynjahlutfallið er þó breytilegt eftir rannsóknum (2:1-15:1).15 Áhættuþættir Margir sjúklingar með hugbrigðaröskun hafa annan geðsjúkdóm. I einni rannsókn höfðu 89,5% sjúklinganna að minnsta kosti eina aðra geðræna greiningu.16 Allt að helmingur sjúklinganna þjáist af þunglyndi meðan tíðni persónuleikaröskunar er á bilinu 16-46% og er tíðni uppgerðarpersónuröskunar (histrionic) algengust.17-18 Einstaklingar með hugbrigðaröskun virð- ast hafa lægri greind og menntunarstig en viðmiðunarhópur.15 Þá hefur því verið haldið fram að röskunin sé algengari í dreifbýli en í þéttbýli og meðal þeirra sem hafa lægri félagslega stöðu og þeirra sem hafa litla læknisfræðilega og sálfræðilega þekkingu.15 Athyglisvert er að eftir því sem þekking sjúklings eykst á sjúkdómum þeim mun mótaðri verður sjúkdómsmynd þeirra. Oft er þessi þekking sprottin af því að sjúklingur á ættingja eða vini eða þekkir til annarra með sjúkdómseinkenni, eða þá að sjúklingurinn sjálfur er heilbrigðisstarfsmaður. Viss ættlægni er til staðar í hugbrigðaröskun. Um 20% fyrstu gráðu ættingja kvenna með röskunina hafa sögu um sama sjúkdóm sem er tífalt á við það sem tíðkast í samfélaginu.19 Hugbrigðaröskun er algengust á milli 20 og 50 ára aldurs en getur komið fram á hvaða aldri sem er. Hún er þó sjaldgæf hjá börnum og eldra fólki. Hjá börnum og táningum er oft um líkamlega eða kynferðislega misnotkun að ræða í fyrri sögu.20 Menningarlegir þættir eru taldir skipta máli. Tíðni röskunarinnar er til að mynda mun hærri meðal kvenna í Norður-Afríku en á Vesturlöndum.21 Virðist þetta tengjast því hvernig andleg vanlíðan er tjáð. Halda ýmsir því fram að aukin vitxmd um og aukin tjáning á andlegri vanlíðan hafi minnkað tíðni hugbrigðaröskunar á Vesturlöndum enda reynist tíðni röskunarinnar einna hæst í þeim löndum þar sem ekki telst eðlilegt að viðra með orðum andlega vanlíðan á borð við þunglyndi eða kvíða.22 Meingerð hugbrigðaröskunar Sálfræðilegar skýringar Þó að fjöldi áhættuþátta sé þekktur er meingerð 270 LÆKNAblaðið 2009/95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.