Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 24
FRÆÐIGREINA Y F I R L I T R Sögutaka Mikilvægt er að taka ítarlega sögu en þó af nærgætni. Nokkuð algengt er að sjúklingar með hugbrigðaröskun greini frá því að þeir hafi orðið fyrir líkamlegri eða kynferðislegri áreitni eða öðrum stórum áföllum.30 Oft er áberandi að sagan sem sjúklingurinn gefur er óskýr og svör hans við spurningum óljós og ekki í samræmi við þá sögu sem ættingjar gefa. Ósannar minningar koma líka fyrir. Ekki er óalgengt að sjúklingar lýsi einkennum með miklum tilfinningum þótt hitt sé líka til að þeir sýni einkennum sínum fálæti sem kallað hefur verið la belle indifference eins og rætt var að ofan. I nýlegri rannsókn þar sem allar rannsóknir á la belle indifference frá 1965 voru teknar saman leiddi niðurstaðan í ljós að þótt slíkt fálæti sé oft til staðar er það ekki meinkennandi (pathognomonic) sem slíkt. Fálæti gagnvart einkennum getur einnig komið fyrir við líkamlega sjúkdóma.17 Helstu flokkar hugbrigðaeinkenna Flog Sýndarflog (pseudo-seizures) eru nokkuð algeng. Mikilvægt er að greina þau frá sönnum flogum, yfirliðum eða dástjarfa (cataplexy). Það sem helst einkennir sýndarflog er að þau eru án áru eða fyrirboða við upphaf kasts. Þau einkennast af því að sjúklingurinn skaðar sig yfirleitt ekki, missir ekki þvag eða hægðir, bítur ekki í tungu og blánar ekki í framan. í sýndarflogi er sjúklingurinn gjaman með lokuð augun og klemmir þau jafnvel aftur ef reynt er að opna þau. Algengt er að allir útlimir hristist á handahófskenndan hátt, að sjúklingurinn gretti sig, reigi og beygi. Höfuðið hreyfist gjarnan til hliðanna og sjúklingur getur slegið til viðstaddra. Ef hann heldur meðvitund í því sem virðist í fljótu bragði vera alflog, eru allar líkur á að um sýndarflog sé að ræða. Sýndarflog eru oftast lengri en raunflog, geta hætt snögglega við sterka skynörvun og lítill sem enginn slappleiki eða rugl fylgir á eftir kastinu. Engin hækkun er á kreatín kínasa eða prólaktín eins og algengt er í sönnum flogum. Sýndarflogin verða yfirleitt í návist annarra en ekki þegar sjúklingur er einn eða sofandi. Þó að allt framangreint sé hjálplegt við greiningu sýndarfloga er ekkert af því fyllilega sértækt. Stundum leikur vafi á því hvers eðlis einkenni sjúklings eru. í slíkum tilvikum er svokallaður heilasíriti til mikillar hjálpar. Þá er tekið heilalínurit af sjúklingi í margar klukkustundir og jafnvel daga og samtímis gerð myndbandsupptaka. Hafa verður í huga að sýndarflog koma einnig fyrir hjá sjúklingum með raunveruleg flog sem gerir greiningu og úrlausn mun erfiðari fyrir vikið. Máttminnkun Hugbrigðalamanir geta lagst á griplim, ganglim, aðra hlið líkamans eða báðar. Lömunin leggst fremur á útlimi en andlit. Ef sjúklingur getur á annað borð hreyft útlim eru hreyfingar gjaman veikar og rykkjóttar, hægar og hikandi. Styrkurinn er oft í réttu hlutfalli við mótstöðu prófandans. Þegar mótstöðunni léttir er ekkert gegnumbrot eða endurkast á hreyfingunni eins og venjulega er. Mögulegt er að sjá og þreifa andstæða vöðva dragast samtímis saman sem hindrar þannig hreyfingu. í hugbrigðalömun eru sinaviðbrögð eðlileg og eiginlegar vöðvarýrnanir ekki til staðar. Svokallað Hoover-próf getur verið afar gagnlegt þegar um er að ræða máttminnkun í öðrum ganglimnum. Þegar liggjandi sjúklingur er beðinn að þrýsta að því er virðist lömuðum hægri hælnum niður gegn mótstöðu gerir hann það ekki. Ef hann er svo beðinn um að lyfta vinstri ganglim upp gegn mótstöðu þrýstir hann hægri hælnum ósjálfrátt mun betur niður en áður. Þetta er jákvætt Hoover-próf. Gangtruflun Erfitt getur reynst að greina hugbrigðagöngulag vegna þess hve margvíslegt það getur verið. Oft er göngulagið „skrýtið og ýkt" á einhvern hátt og ekki dæmigert fyrir aðrar gönugulagstruflanir. Einkennandi er ósamræmi milli liggjandi og standandi stöðu. Astasia-abasia (gríska) sem þýðir vangetan til að geta staðið eða gengið og var upphaflega lýst af taugalækninum Paul Blocz (1860-1896), felur í sér vangetu til að standa eða ganga þó svo sjúklingur geti hreyft fætur sitjandi eða liggjandi með ágætum hætti.31 I hugbrigðagöngulagi koma gjarnan fram skyndilegar stöðubreytingar og sjúklingurinn er við það að detta en gerir það þó ekki. Einnig getur göngulagið verið óvenjulega hægt og varfærnislegt. Fyrir kemur að sjúklingurinn telji sig alls ekki geta gengið og þarf þá læknirinn að leiða hann fram á gólfið og telja honum trú um hið gagnstæða. Skyntap Útbreiðsla skyntaps fylgir yfirleitt ekki líffræði- legum mörkum og samrýmist sjaldan rótar- eða úttaugadreifingu og fylgir ekki húðgeirum (dermatomes). Ósamræmi kemur fram við endurteknar prófanir. Oft eru mörk skyntaps 272 LÆKNAblaðið 2009/95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.