Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2009, Page 32

Læknablaðið - 15.04.2009, Page 32
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI Mynd 3. Hliðarmynd aflungum. Loftrönd sést greinilega undir bringubeininu (ör) en slík loftrönd er besta teiknið um loft í miðmæti á röntgenmynd aflungum.13 minna loft í miðmæti, sérstaklega vinstra megin. Rúmu hálfu ári eftir þetta er hann við góða heilsu. Ekki hefur borið á endurteknum einkennum. Hann hefur haldið áfram iðkun jógaæfinga. Umræða Undir eðlilegum kringumstæðum á loft ekki að vera til staðar í miðmæti. Langalgengasta orsök loftmiðmætis er loftbrjóst (pneumothorax) sem hefur klofið sig inn í miðmætið úr fleiðruholi1 en aðrar algengar orsakir eru brjóstholsáverkar, rof á vélinda, sýkingar í miðmæti eða brjóstholsskurð- aðgerðir.14 Sjálfsprottnu loftmiðmæti, eins og hér er lýst, var fyrst lýst árið 1939 af Hamman og er það stundum kallað Hammans-heilkenni.5 Forsenda greiningar er að áðumefndir orsakavaldar séu ekki til staðar. Saga um lungnasjúkdóma, eins og astma og langvinna lungnateppu, em hins vegar yfirleitt ekki taldar frábendingar frá greiningu sjálfsprottins loftmiðmætis og eru 8-39% sjúklinga í erlendum rannsóknum með þá sjúkdóma.1,4'6'8 Sjálfsprottið loftmiðmæti er talið sjaldgæft fyrirbæri og faraldsfræðilegar rannsóknir eru fáar. í nýlegri spænskri rannsókn var nýgengi áætlað 22 einstaklingar á hverja milljón sjúklinga sem leita á bráðamóttöku.1 Þessar tölur eru sennilega í lægri kantinum enda talið að mörg þessara tilfella séu vangreind, jafnvel á bráðamóttöku.4 Flestir sjúklinganna, eða þrír af hverjum fjórum, eru ungir karlmenn á aldrinum 20-40 ára.1 Einkenni loftmiðmætis eru oftast bráð og flestir sjúklingar leita á bráðamóttöku innan sólarhrings frá upphafi einkenna.1 Algengustu kvartanirnar eru brjóstverkur, oftast staðsettur fyrir aftan bringubein með leiðni aftur í bak og upp í háls, og versnar hann oftast við innöndun. Andþyngsli, sársauki við kyngingu og hæsi geta einnig komið fyrir.4 Við skoðun má oft heyra hjartaóhljóð sem einnig nefnist Hammans-teikn og húðnetju- þembu. Hjartaóhljóð greindist einmitt í okkar tilfelli og er hægt að rugla því saman við óhljóð sem heyrist við gollurshússbólgu. Hammans- teikn er oft til staðar en ekki alltaf, eða allt frá 12- 100% tilfella samkvæmt erlendum rannsóknum.1 Húðnetjuþemba var ekki til staðar í okkar tilfelli en sést í 30-80% erlendu rannsóknanna.1,7 Meingerð sjálfsprottins loftmiðmætis er ekki vel þekkt. Macklin og Macklin settu fram kenningu þegar árið 1944. Töldu þeir að um afleiðingu þrýstingsáverka (barotrauma) vegna skyndilegs þans á enda lungnablöðru (terminal alveoli) væri að ræða. Við það kæmist loft inn í millivefinn (interstitium), nánar tiltekið æðaslíður (vascular sheath), og bryti sér þaðan leið út í miðmætið.1’8'9 Árið 1996 var kenning Macklins sönnuð með sneiðmyndarannsókn þar sem notað var skuggaefni,10 en á sneiðmynd af sjúklingi með loftmiðmæti sést oft loftrönd í millivef lungna.11 Þegar loft er komið í miðmæti brýst það eftir fellslögum (fascia) að hálsi og jafnvel niður í gollurshús,1-9 eins og sást í okkar tilfelli. Sjúklingurinn sem hér er lýst fann fyrir brjóstverk tæpum hálfum sólarhring eftir að hafa stundað svokallað ashtanga-jóga. Meðal annars gerði hann öndunaræfingu þar sem andað er út í sífellu á hálflokað spjaldbrjósk eins og um hvísl sé að ræða. Þetta hækkar þrýsting í brjóstholi og er líklegasta orsökin fyrir loftmiðmætinu. Aðeins einu tilfelli af loftmiðmæti hefur áður verið lýst áður eftir jóga.12 Mun algengari orsök eru reykingar, til dæmis marijuana og kókaíns, þar sem reynt er að halda reyknum sem lengst niðri í lungunum. Sjálfsprottnu loftmiðmæti hefur einnig verið lýst eftir fæðingu, líkamlegt erfiði, kröftug uppköst og hósta svo eitthvað sé nefnt.1 Mismunagreiningar loftmiðmætis eru fjöl- margar, svo sem loftbrjóst, Boerhaave-heilkenni, áverkar á berkjutré, kransæðasjúkdómur, stoð- kerfisverkir, loft í gollurshúsi og blóðsegarek til lungna.4- 7 Greining fæst með röntgenmynd af lungum eða tölvusneiðmyndum af brjóstholi. 280 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.