Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2009, Síða 37

Læknablaðið - 15.04.2009, Síða 37
Ú R UMRÆÐUR O G FRÉTTIR PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Að leggja orð í belg ... Valgerður Rúnarsdóttir lyflæknir valgerdurr<Ssaa.is Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir, formadur Þórarinn Guðnason, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, rítari Elinborg Báröardóttir Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir Kristján G. Guðmundsson Sigurður Böðvarsson Valgerður Rúnarsdóttir (pistlunum Úr pertna stjórnarmanna Ll birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Við læknar erum stór hópur oft með ólíka hagsmuni sem ekki getur átt sér eina málpípu í flestum málum. Við eigum þó líklega enn meira sameiginlegt sem fagstétt, með markmið og áhuga á að bæta hag sjúklinga okkar og hjálpa þeim að taka ábyrgð á heilsu sinni og óheilsu. Þar að auki eru persónulegar skoðanir okkar og viðhorf að öllum líkindum jafn mismunandi og við erum mörg. Þau eru þó lituð af löngu námi og síðan reynslu okkar í læknisstarfi. Það er sá litur, sá tónn sem ég vildi fá að heyra oftar í þjóðfélagsumræðunni. Ég sakna meiri þátttöku lækna í almennri umræðu um ýmis samfélagsmál sem varða heilsu og líðan. Þeir mættu sitja í mörgum ráðgefandi og stefnumarkandi nefndum. Læknar í fjölmiðlum eru oft á forsendum fréttamanna, sem hafa jafnvel fyrirfram ákveðið hvað verður fréttnæmt úr viðtalinu. Læknar verða gjarnan fyrir svörum við mjög sérhæfðum fyrirspurnum sem varða þeirra sérþekkingu, eins og eðlilegt er. Hins vegar á sjónarhorn læknis erindi í ýmsa almenna umræðu um mörg mál sem hafa áhrif á heilsu. Sjónarhorn sem mætti heyrast beint frá brjósti lækna sem áhuga og innsýn hafa, til þess fallið að glæða umræðuna, víkka sjóndeildarhringinn, hafa áhrif. Ymis dæmi má nefna. Hafa læknar til dæmis skoðun á næringu og hreyfingu, mengun á umhverfinu og ábyrgð einstaklinga, „undralækningum" ýmsum eins og úthrært duft í stað matar, ristilskolanir til lækninga? Geta læknar haft eitthvað að segja um stefnumótun í samgöngumálum, um lestar eða hjólastíga, sælgætis- og gosauglýsingar, tolla á hollan/óhollan mat, mat í skólum? Mega læknar segja skoðun sína á staðsetningu leikskóla við umferðargötur, á hvort sala tóbaks eigi að vera lögleg, á uppbyggingu, stjórnun og skipulag í heilbrigðiskerfinu, á hraðatakmörkunum á vegum, bjórauglýsingum, boxíþrótt? Kannski getum við, með umræðu einni, aukið trú á eigin mátt og lækningu, til dæmis með heilbrigðum lífsstíl frekar en lyfjum þegar það á við, haft bein áhrif á hegðun einstaklinga til að minnka umhverfismengun og sjúkdóma framtíðar, stuðlað að því að færri óski eftir hjartalyfi við bjúg sem þeir drekka við ógrynni af vatni allan daginn og að færri milljörðum verði eytt í fæðubótarefni á ári. í starfi flestra lækna er fólgið að fræða og kenna, fagstéttum og nemum, en ekki síður sjúklingum og aðstandendum þeirra. Það er þó bundið við þá sem nær okkur standa. Frumkvæði að almennri þjóðfélagsumræðu og skoðanaskiptum um þau mál sem okkur varða eru örugglega af hinu góða. Nær hver læknir sem ég hef spurt hefur skoðun á hagræðingu, sparnaði, stjórnun og úrbótum í sínu umhverfi í heilbrigðiskerfinu. Þeir hafa líka áhyggjur af ýmsu gagnvart sínum skjólstæðingum í fyrirhuguðum sparnaðaraðgerðum og óvissunni sem um þær lykur. Þessar skoðanir þurfa að heyrast hærra og víðar. Þær bæta umræðuna. Allt þetta hefur og mun hafa mikil áhrif á heilsufar og líðan. Innlegg frá læknum í þessa umræðu getur vegið þungt og stutt breytingar til góðs. Þjóðin okkar er sem lömuð, þar sem við bærumst að því er virðist öll sem eitt í vindhviðum frá fjölmiðlum og krepputal tröllríður allri umræðu. Allir virðast vera að bíða. Bíða eftir næstu frétt um afdrifaríkar breytingar eða vísbendingar um skammarlega spillingu eða nýjar aðgerðir stjórnvalda. Fólk virðist halda að sér höndum. Ekki einungis efnahagslega heldur einnig hvað varðar það að sinna sér og sínum. I þessu umhverfi er kannski enn meiri ástæða til að læknar láti í sér heyra. Komi sínum skoðunum í umræðu, skoðunum sem byggjast á námi og starfi sem læknir. Slíkt innlegg í þjóðfélagsmálin hlýtur að geta verið til góðs. Það er líka hægt að þegja og bíða eftir að vera spurður og hugsa: „Það eru aðrir sem ættu að skrifa og tala", „Þetta líður líka hjá, eins og annað", „Ég hef ekki allar forsendur til að geta komið með kórrétta innleggið, það getur verið rangt", ... En það er svo gott með okkur lækna eins og aðra, við megum líka hafa eina skoðun í dag og aðra á morgun sem geta þó báðar byggst á faglegu mati og þekkingu, siðfræði, sannfæringu og reynslu. Það er líka eitt að leggja orð í belg og annað að þurfa að eiga síðasta orðið ... Umræða er alltaf góð. Hún leiðir til nýrra sjónarhorna og fleiri vinkla að líta til. Umræða sem nær til margra hefur áhrif á opinberar ákvarðanir og stefnumörkun. Hún getur bægt hættum frá og skilað góðum hugmyndum. Læknar hafa sýn á ýmis þjóðfélagsmál sem getur einmitt haft mikla þýðingu fyrir heilsufar og líðan. Ég hvet til frumkvæðis lækna í opinni umræðu, ekki eingöngu um hátæknileg sérfræðimál læknisfræðinnar eða hagsmunamál lækna, heldur um almenn þjóðfélagsmál. Tökum þátt. Hvað segir læknirinn um það? Ágæti læknir, átt þú orð að leggja í belg?? LÆKNAblaðið 2009/95 285
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.