Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2009, Page 42

Læknablaðið - 15.04.2009, Page 42
U M R Æ Ð U R V I Ð T A L O G F R É T T I R Mikilvægt að stjórn sjóðsins geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir Oddur Ingimarsson, deildarlæknir á geðsviði Landspítala, var nýverið kjörinn í stjóm Almenna lífeyrissjóðsins. Samhliða læknisnámi las Oddur viðskiptafræði við Háskóla íslands og eftir að hafa lokið læknaprófi 2005 tók hann meistarapróf í viðskiptafræði í janúar 2008. Frá því í apríl 2007 og til október 2008 starfaði Oddur hjá Landsbankanum, fyrst í fyrirtækjaráðgjöf og síðan á sviði eigin fjárfestinga bankans. Ekki þarf því að efast um að læknar hafi fengið hæfan fulltrúa í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Hávar Sigurjónsson „Ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram í stjórn lífeyrissjóðsins var að við Andrés Magnússon geðlæknir áttum líflegar samræður um málefni sjóðsins í vetur. Hann hafði gagnrýnt stjórn sjóðsins eftir bankahrunið og vildi fá að vita hvort Bjarni Ármannsson, sem setið hafði í stjórninni, hefði átt þátt í að hún tók stöðu með krónunni en hann sjálfur tekið stöðu gegn henni. Okkur varð fljótlega ljóst að í stjóm sjóðsins voru alls ekki nægilega margir með menntun eða reynslu af fjármálum og verðbréfaviðskiptum. Ur varð að við buðum okkur báðir fram til stjómarsetu en Andrés dró framboð sitt til baka eftir að hann ákvað að bjóða sig fram í forvali VG. Mér finnst því að þeir sem taka að sér að sitja í stjórn lífeyrissjóðs og bera ábyrgð á fjárfestingum sjóðsins þurfi að hafa einhverja þekkingu og reynslu af fjárfestingum og fjármálamörkuðum. Heildareignir Almenna lífeyrissjóðsins eru um 84 milljarðar og er því um talsverða fjármuni að ræða. Hluti stjórnarinnar þarf að minnsta kosti að hafa þessa þekkingu svo hún sé ekki algerlega háð ráðleggingum rekstraraðilans. Stjórnin þarf að geta myndað sér sjálfstæða skoðun á fjárfestingar- ráðleggingum hans." Aðspurður um stöðutöku sjóðsins með krónunni segir Oddur að hann telji að það hafi verið rangt að taka stöðu með þessum hætti. „Sjóðurinn er langtímafjárfestir og skiptir því ekki öllu máli þó að krónan sveiflist eitthvað milli ára en það er langt í það að meirihluti sjóðsfélaga hefji töku lífeyris. Undir eðlilegum kringumstæðum má þó alveg halda uppi rökum fyrir gengisvörnum til að minnka sveiflur í ávöxtun. Árið 2008 var hins vegar óvenjulegt ár og áttu önnur rök að vega þyngra. Á fyrstu mánuðum ársins fór skuldatryggingarálag Kaupþings upp í 10% en það þýddi að markaðurinn mat það svo að raunveruleg hætta væri á því að Kaupþing færi í þrot en Ijóst var að ef það gerðist myndi það skapa mikla erfiðleika í íslenska bankakerfinu ásamt mikilli veikingu krónunnar. Á þessum tíma var eina vörn Almenna lífeyrissjóðsins gegn bankahruni erlendar hlutabréfaeignir þar sem þær hækka í verði ef krónan lækkar. Stöðutakan með krónunni veikti þessar vamir talsvert og varð tap upp á 5,3 milljarða á stöðutökunni. Þetta tap lækkar þó væntanlega vegna möguleika á skuldajöfnun en það er ekki ljóst í dag hvort það gengur eftir. Almenna lífeyrissjóðnum til vamar má segja að það var erfitt að spá fyrir um að það yrði hrun á íslenska bankakerfinu og flestir aðrir lífeyrissjóðir tóku einnig stöðu með krónunni en það breytir því þó ekki að þessi ákvörðun var mjög kostnaðarsöm fyrir sjóðsfélaga." Á síðasta aðalfundi kom fram fyrirspum frá einum fundargesta um hvort sjóðurinn hafi losað eignir sínar í sjóði 9 síðustu vikuna í október og kom þá í ljós að það var ekki gert. Oddur var ekki sammála þeirra ákvörðun miðað við þær upplýsingar sem voru til staðar á þeim tíma. „Eftir yfirtöku ríkisins á 75% hlut í Glitni var fagfjárfestum ljóst að áhættan við að eiga í peningamarkaðssjóðum var gríðarlega mikil og í litlu samræmi við væntan ávinning. Margir losuðu eign sína í sjóðnum strax eftir yfirtökuna, sérstaklega fagfjárfestar sem vom upplýstir um áhættuna. Það olli mér vonbrigðum að Almenni lífeyrissjóðurinn skyldi ekki hafa losað um þessa stöðu." Einnig vill Oddur minnast á athugasemd endurskoðenda sjóðsins í ársreikningi sjóðsins varðandi óvissu í verðmati á verðbréfaeign sjóðsins en þessi óvissa getur leitt til þess að það 290 LÆKNAblaöið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.