Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 43
UMRÆÐUR 0 G F R É T T I R V I Ð T A L Oddur Ingimarsson læknir og viðskiptafræðingur. þurfi að endurmeta afskriftarþörf vegna ársins 2008. „Bein skuldabréf sjóðsins hafa verið færð niður um 9,6 milljarða eða um 53% af markaðsvirði og óbein eign í gegnum sjóði hefur verið færð niður um 4,9 milljarða. Ríkir mikil óvissa um hvemig heimtur verða á þessum skuldabréfum og getur það haft mikil áhrif á afkomu sjóðsins á árinu 2009 og geta menn því átt von á því að það verði ennþá bið eftir stöðugleika í ávöxtun sjóðsins." Efla má kostnaðarvitund ungra lækna Oddur starfaði í Landsbankanum á fyrir- tækjasviði og eigin fjárfestingum bankans og sinnti þar fjárfestingum fyrir hönd bankans á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum. Hann lauk kandídatsári sínu 2006 og starfaði sem deildarlæknir á Vogi þar til hann hóf störf í Landsbankanum. Hann sneri sér síðan aftur að læknisstarfinu í lok árs 2008 enda ekki um auðugan garð að gresja í Landsbankanum eftir hrunið. Hann hefur nú hafið framhaldsnám í geðlækningum og segir þá sérgrein hafa heillað sig lengi. Menntun hans og reynsla af viðskiptalífinu hefur þó orðið til þess að hann sér læknanámið í öðru ljósi og segir mjög brýnt að taka upp kennslu í læknadeild sem efli kostnaðarvitund ungra lækna. „Samfélagið kallar á meiri kostnaðarvitund á öllum sviðum og fyrir lækna er mikilvægt að hafa kostnað í huga þegar ákvarðanir eru teknar þó ég sé alls ekki að segja að það eigi að vera ráðandi afl við ákvarðanir. Þetta þyrfti ekki að vera nema einn lítill kúrsus, það er fljótlegt að fara yfir hvað helstu rannsóknir og aðgerðir kosta og hvemig reikna má út heildarkostnað." Annað sem Oddur hefur velt fyrir sér og leitað lausna á er hvernig bregðast skuli við þrýstingi sem settur er á lækna að skrifa út sem ódýrust lyf. „Það er auðvitað alveg sjálfsagt að læknir geri það og sýni ábyrgð í þessu efni. Hins vegar er ekki auðvelt aðgengi að upplýsingum um ódýrustu lyfin og það getur verið mjög tímafrekt fyrir lækni að finna út hvaða lyf er ódýrast. Það vantar góðan gagnagrunn þar sem hægt er að skoða lyf með sambærilega virkni og verð á þeim. Ég er ekki að tala um samheitalyf, það geta apótekin séð um, heldur sambærileg lyf. I slíkum gagnagrunni þarf að vera hægt að sjá á fljótlegan hátt annars vegar endanlegt verð til sjúklings og hins vegar verðið sem hið opinbera borgar fyrir lyfið. Ég hef verið í samstarfi um þetta mál við starfshópa geðlækna og öldrunarlækna og einnig hef ég sent ábendingar til lyfjaverðlagsnefndar um að bæta þurfi úr skorti á upplýsingum um lyfjaverð. Það er í rauninni mjög skrýtið að grunnupplýsingar af þessu tagi séu ekki til staðar með fullnægjandi hætti í þeim upplýsingakerfum sem læknum er ætlað að nota," segir Oddur Ingimarsson læknir og viðskiptafræðingur að lokum. LÆKNAblaðið 2009/95 291
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.