Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2009, Side 57

Læknablaðið - 15.04.2009, Side 57
j.» ei UMRÆÐUR O G LÆKNISLIST OG FAG F R É T T I R M E N N S K A Læknar í meðferð geta verið nokkuð stjórnsamir og stutt er í sérkröfur og sérleiðir sem eru ekki endilega til framdráttar þegar upp er staðið. Klínísk reynsla sýnir líka endurtekin þemu í meðferð eins og tilhneigingu til að hella sér í mikla vinnu. Læknar eiga oft auðvelt með að skilja og rökfæra hugsanir og hegðun án þess að vera endilega góðir í að breyta og framkvæma það sem til þarf til að ná bata. Meðferðaraðilinn þarf að vera mjög meðvitaður um eigin samkennd, eðlileg mörk og vinnuferla. Auk þessara þátta bætist við óvenjulegt meðferðarumhverfi. Af ýmsum ástæðum er meðferð lækna oft „til hliðar við" meðferð annarra, gjarnan í einkatímum án þess að teymi fagfólks komi að. Hætta er á að meðferðaraðilinn vinni einn og gegni í senn mörgum hlutverkum: Kollegi, meðhöndlari, trúnaðarmaður, mats/ eftirlitsaðili og jafnvel vinur. Það er mikilvægt að læknar fái sambærilega þjónustu og aðrir með aðkomu teymis fagfólks og áðurnefnd hlutverk séu aðskilin eins og hægt er.3 Hvernig má standa betur að meðferð lækna Vaxandi vakning hefur verið fyrir að bæta heilbrigðisþjónustu lækna og menn hafa orðið meðvitaðri um að stundum þarf „faglegar sérleiðir" fyrir lækna (og hugsanlega annað heilbrigðisstarfsfólk). Þetta á ekki síst við meðferð og eftirlit lækna í fíknivanda. Mismunandi leiðir hafa verið reyndar í ýmsum löndum en þróun VIPra .úckeNDORr Herragarður til leigu - í hjarta Evrópu www.villa-lueckendorf.com Nú gefst tækifæri á að leigja þessa gömlu villu sem rúmar 2-4 fjölskyldur. Þetta er fallegur þýskur herragarður (Jugendstil) frá því 1900 endurbyggður og færður í upprunalegan stíl á síðustu þremur árum. í húsinu er stórt eldhús, 18 manna matarborð, arinstofa og útsýnis og sólpallur á þaki. Atta þúsund fermetra skrúðgarður er í kringum húsið með púttvelli, grilli og eldstæði. Mjög stutt er í tvo golfvelli (18 og 9 holur), baðströnd og sundlaug auk þess sem skemmtilegir útvistarmöguleikar eru í næsta nágrenni. Húsið er í eigu íslenskra fjölskyldna og allar upplýsingar aðgengilegar á vefnum www.villa-lueckendorf.com upplagt fyrir 2-4 fjölskyldur sögufrægur staður 18 holu golfvöllur UtÍVÍSt stutt til Dresden og Prag meðferðarúrræða og verkferla er yfirleitt stutt á veg komin. Undantekningin eru Bandaríkin/ Kanada og nánast allar árangursrannsóknir á þessu sviði hafa verið gerðar í þessum löndum. Þar hafa þróast meðferðarprógrömm á vegum læknasamtaka hvers fylkis (sem svo eru undir einum hatti). Flest prógrömmin eru alveg óháð leyfisveitanda. Þau meta meðferðarþörf læknisins, koma slíkri meðferð í farveg (framkvæma ekki meðferð sjálf) og fylgja eftir. Oftast er gerður samningur til fimm ára um meðferð, eftirfylgd og eftirlit. Læknar leita til meðferðar eftir ýmsum leiðum, af sjálfsdáðum eða gegnum tilvísun yfirmanna, kollega eða leyfisveitanda. Tilkynningaskylda er háð aðkomu og árangri. Með þessum hætti er fagleg nálgun treyst, hlutverk meðferðaraðila skýrari og auknar líkur á að traust myndist milli læknisins og meðferðarkerfis. Árangur virðist mjög góður, reyndar miklu betri en í „hefðbundinni meðferð".4 Á íslandi er starfrækt góð og víðtæk meðferð við fíknivanda og fordómar minni en víða. Hins vegar er alls óvíst hvort íslenskir læknar leiti sér frekar meðferðar en starfsfélagar þeirra í öðrum löndum. Ekki er starfrækt sérstakt meðferðarkerfi fyrir lækna en landlæknisembættið hefur leyfis- valdið og eftirlitsskyldu. Hægt er að hugsa sér einfaldaða útgáfu af „bandaríska kerfinu" hér á Islandi, til dæmis á vegum Læknafélags íslands. Þá mætti hugsa sér nefnd/teymi fagfólks sem hefði á höndum mat og eftirlit með læknum í vímuefnavanda. Meðferðin sjálf væri eftir sem áður á höndum meðferðarstofnana/aðila en eftirlit eins og lyfjaleit á ábyrgð nefndarinnar. Ef slík nefnd nær að vinna traust lækna eru líkur á að þeir leiti sér aðstoðar fyrr en ella. Slíkt fyrirkomulag myndi styrkja eftirlit landlæknis en um leið skapa aðstæður fyrir lækna í áfengis-/vímuefnavanda, sem hafa ekki lent í tilkynningaferli, til að gera eftirlitssamning og þannig sýna óhyggjandi fram á meðferðarvinnu og bata. Ef vel tækist til yrði niðurstaðan heilbrigðari læknar og aukið öryggi sjúklinga. Heimildir 1. Baldisseri MR. Impaired healthcare professional. Crit Care Med 2007; 35: 2 (suppl) S 106-16. 2. In: Problem Doctors. Ed. Lens P, Wal G. 1997:14. 3. Adshead G. Healing ourselves: ethical issues in the care of sick doctors. Advances in Psychiatric Treatment 2005; 11:330- 7. 4. McLeilan AT, Skipper GS, Campbell M, DuPont RL. Five year outcomes in a cohort study of physicians treated for substance use disorders in the United States. BMJ 2008; 337: a2038. LÆKNAblaðið 2009/95 305

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.