Læknablaðið - 15.06.2009, Qupperneq 12
F R Æ Ð I G R E I
RANNSÓKN
N A R
Aldur
Mynd 1. Ristilkrabbamein á íslandi 1955-2004: dreifing tilfella eftir aldri og kyni.
Mynd 2. Ristilkrabbamein á íslandi 1955-2004: breytingar á aldursstööluðu nýgengi
(heimsstaðall) karla og kvenna.
svæðiseitla með tilliti til meinvarpa (NO-2,
NX) og fjarmeinvörp (MO-1, MX) samkvæmt
skilgreiningum American Joint Committee on
Cancer,9' 10 æxlisvöxtur í sogæðum/bláæðum
(til staðar, ekki til staðar, óþekkt)5 og ástand
hliðarskurðbrúnar með tilliti til æxlisvaxtar
(til staðar, ekki til staðar, óþekkt).5 Loks
var stig skráð samkvæmt TNM-kerfinu (I-
IV, óþekkt) með undirflokkum fyrir tímabilið
1980-2004 (IIA, IIB, IIIA, IIIB, IIIC).9 ítarlegri
sundurgreining á íferðardýpt (T4a, þvert inn
í annað líffæri; T4b, gegnum lífhimnu; T4a+b,
hvoru tveggja) var gerð fyrir tímabilið 1980-
2004.10 Öll vefjagler sjúklinga voru endurskoðuð
og endurmetin með tilliti til framangreindra
meinafræðiþátta, auk þess sem vefjasvör og
krufningarskýrslur voru jafnframt yfirfarin sem
og fengnar upplýsingar af vefjarannsóknar-
beiðnum. I þeim tilfellum þar sem gler vantaði
eða gæði þeirra voru ófullnægjandi voru
paraffínkubbar með vefjasýnum fundnir fram og
ný vefjagler skorin og lituð með Hematoxylin/
Eosin litun. Gerðar voru mótefnalitanir (CK7
og CK20) í þeim tilvikum þar sem slíkt var talið
nauðsynlegt til flokkunar eða greiningar, meðal
annars á öllum tilfellum þar sem aðeins var til vefur
úr meinvarpi eða vafi lék á að æxlisvöxtur væri úr
ristli. Hvað varðar sundurgreiningu á æxlum í
ristli og endaþarmi var stuðst við leiðbeiningar
frá Intemational Union Against Cancer.11 Ekki
var ákvörðuð gráða fyrir afbrigði af hefðbundnu
kirtilkrabbameini, svo sem slímkirtilkrabbamein.
Nýgengi og aldursstöðlun var ákvarðað sam-
kvæmt heimsstaðli (world standard population).
Kí-kvaðratsprófi var beitt til ákvörðunar mark-
tektarmismunar á hlutföllum fyrir þekkt gildi.
Fyrir samfelldar tölur var beitt T-prófi. Til að
ákvarða tilhneigingu með tíma var beitt línulegri
aðhvarfsgreiningu og skoðuð breyting á nýgengi
fyrir aldurshópa. Marktækni var miðuð við
5% mark. Tölfræðiforritið SPSS var notað til
útreikninga.
Vísindasiðanefnd hefur samþykkt rannsóknina
(tilvísun 00/118 afg.). Persónuvernd hefur verið
tilkynnt um rannsóknaráætlunina (nr. 484). Þá
voru fengin leyfi frá KÍ og framkvæmdastjórum
lækninga á Landspítala, Vefjarannsóknarstofunni
Álfheimum 74 og Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Um þýði: Alls voru 2521 ristilkrabbameinstilfelli
skráð á tímabilinu 1955-2004. Samanlagt voru 142
tilfelli útilokuð þar sem álitið var að uppruni væri
utan ristils. í 32 tilvikum náði æxlisvöxtur ekki
niður fyrir vöðvaþynnu ristilslímhúðar, í fjórum
tilfellum var ekki um illkynja æxlisvöxt að ræða og
þrjú ristilkrabbamein voru ekki af þekjuuppruna.
Jafnframt var 47 samtíma (synchronous) og síðara
tíma (metachronous) ristilkrabbameinum sleppt.
Það voru því 2293 tilfelli, 1145 konur (49,9%)
og 1148 karlar (50,1%), sem mynduðu grunn
þessarar rannsóknar. Til grundvallar greiningu
voru til vefjasýni í 93% tilvika (ristilúrnám 79%,
sepataka 1%, sýnataka úr frumæxli 3%, sýnataka
úr meinvarpi 3%, krufning 6%) en í 7% tilvika var
greining byggð á klínískum upplýsingum.
Niðurstöður
Skurðtíðni jókst úr 49% tímabilið 1955-1964 í 86%
tímabilið 1995-2004. Fyrir sama árabil fækkaði
hlutfallslega tilfellum sem greindust með krufn-
ingu úr 14% í 3% og klínískum geiningum úr 31%
í 1%.
Konur voru fleiri en karlar í aldurshópnum
80 ára og eldri (p=0,001), karlar fleiri en konur
í aldurshópnum 60-79 ára (p=0,001) en ekki var
424 LÆKNAblaðið 2009/95