Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 15
Umræða
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
1 þessari rannsókn höfum við með ýtarlegri
endurskoðun lýst lýðfræðilegum og meinafræði-
legum eiginleikum ristilkrabbameina af þekju-
uppruna hjá heilli þjóð yfir 50 ára tímabil.
Skurðtíðni jókst um 30-40% og taldist 86%
síðustu 10 ár rannsóknarinnar (1995-2004). Fyrir
krabbamein í ristli og endaþarmi innan sama
árabils hafa aðrar rannsóknir sýnt skurðtíðni á
bilinu 71%12 til 91%.13-14 Hlutfall vefjafræðilega
staðfestra tilfella jókst einnig en þau töldust 98-
99% á tímabilinu 1995-2004. í samanburði var
þetta hlutfallið 93-94% í Noregi árin 1996-200015
og 97% í Bandaríkjunum á tímabilinu 1985-
1989.16 Þá fækkaði tilfellum er greindust með
krufningu, mögulega að hluta vegna lækkandi
krufningatíðni á íslandi17 en áhrif betri greiningar
fyrir andlát kynnu einnig að hafa áhrif til lækkunar
krufningagreindra tilfella.
Með vaxandi mannfjölda á Islandi og
stækkandi hópi aldraðra á landinu hefur tíðni
ristilkrabbameins aukist hér á landi. Þegar leiðrétt
er fyrir breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar
kemur einnig fram aukning á nýgengi sem er
allnokkru meiri hjá körlum (þreföldun) en konum
(tvöföldun) og sýnir fram á meiri áhættu nú en
áður á því að greinast með sjúkdóminn. Meiri
aukning meðal karla en kvenna hefur einnig
komið fram annars staðar á Norðurlöndum.18
Nýgengisaukningin kemur fram hjá körlum yfir
55 ára aldri og hjá konum yfir 65 ára aldri en ekki
í yngri aldurshópum. Arfgeng ristilkrabbamein
koma fyrr fram á ævinni en stakstæð tilfelli sem
frekar eru tengd hærri aldri og lífsstíl.191 samræmi
við það má álykta að lífsstílsbreytingar gætu
tengst vaxandi nýgengi meðal íslendinga. Bætt
greiningartækni getur einnig haft áhrif með þeim
hætti að auka fjölda greindra tilfella með tíma
(detection bias).
í samanburði við hin Norðurlöndin fyrir tíma-
bilið 1997-2001 eru íslenskir karlar með næsthæst
nýgengi ristilkrabbameins á eftir norskum körlum
en íslenskar konur eru í þriðja hæsta sæti á eftir
norskum og dönskum konum.20
Kynjahlutfall í rannsókninni er svipað og
hjá Evrópuþjóðum almennt (karlar 51%) og í
Bandaríkjunum (karlar 50%) fyrir tímabilið 1985-
1989.16
Meðalaldur kvenna við greiningu ristilkrabba-
meins reyndist hærri en meðalaldur karla og hlut-
fall kvenna yfir áttrætt var hærra en meðal karla.
Það er í samræmi við hærri meðalævilengd kvenna
en karla á íslandi17 auk þess sem rannsóknin
sýnir að nýgengi hækkar með aldri. Hækkandi
meðalaldur þeirra er greinast með ristilkrabbamein
er einnig í samræmi við hækkandi meðalaldur
Tafla IV. Ristilkrabbamein á ístandi 1955-2004: tilfelli flokkuð eftir íferðardýpt, æðaíferð,
ástandi eitla, fjarmeinvörpum, TNM-stigi og kynjum. Fjöldi tilfella, hlutfall (%) og p-gildi fyrir
kynjamun sýnt.
Karlar Konur Allir p-giidia
Fjöldi 1148 (%) 1145 (%) 2293(%)
iferðardýpt (T) 0,30
T1 og T2 134 (12) 118(10) 252 (11)
T3 og T4 852 (74) 863 (75) 1715(75)
TX, óþekkt 162 (14) 164 (14) 326 (14)
Æðaíferð <0,001
Ekki til staðar 674 (59) 567 (50) 1241 (54)
Til staðar 293 (26) 365 (32) 658 (29)
Óþekkt 181 (16) 213(19) 394 (17)
Eitlameinvörp (N) 0,93
N0, ekki til staðar 499 (43) 471 (41) 970 (42)
N1, 1-3 eitlar jákvæðir 269 (23) 264 (23) 533 (23)
N2, 24 eitlar jákvæðir 134 (12) 131 (11) 265 (12)
NX, óþekkt 246 (21) 279 (24) 525 (23)
Fjarmeinvörp (M) 0,61
M0, ekki til staðar 810(71) 803 (70) 1613(70)
M1, til staðar 248 (22) 233 (20) 481 (21)
MX, óþekkt 90 (8) 109 (10) 199(9)
TNM-stig 0,23
I 96 (8) 67(6) 163 (7)
II 369 (32) 369 (32) 738 (32)
III 280 (24) 272 (24) 552 (24)
IV 248 (22) 233 (20) 481 (21)
Óþekkt 155 (14) 204 (18) 359 (16)
T1 og T2, æxlisvöxtur til staðar í eða innan slímhúðarbeðs eða vöðvalags garnarinnar; T3 og T4, æxlisvöxtur til staðar í fitu umhverfis ristil, æxlisvöxtur fer gegnum lífhimnuklæðningu ristils og/eða nær inn í annað líffæri; X, óþekkt. aMunur á kynjum reiknaður með kí-kvaðratprófi, óþekkt tilfelli ekki höfð með í útreikningum.
Mynd 5. Aldursbundið nýgengi ristilkmbbameins tneðnl knrla og kvennn á íslandi 1955-
2004. Myndin sýnir mun á tímabilinu 1955-1979 og 1980-2004. Kk., karlkyn. Kvk., kvenkyn.
LÆKNAblaðið 2009/95 427