Læknablaðið - 15.06.2009, Qupperneq 22
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Mynd 1. Algengi mígrenis Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu nóvember
/ mismunandi afdurshópum 2004 til maí 2005. Skráð voru einkenni, tímalengd
meoal karla og kvenna. °
frá byrjun einkenna þar til sjúkdómurinn var
greindur, fjöldi kasta, lyfjameðferð, sjúkraþjálfun,
fylgisjúkdómar, hvort viðkomandi hefði farið
í tölvusneiðmynd af höfði og hvort sjúklingur
hefði farið til taugalæknis. Öll notkun sértækra
mígrenilyfja á þessu tímabili var skráð, ásamt
notkun lyfja sem oft eru notuð við mígreni en
einnig öðrum sjúkdómum. Hér er til dæmis átt við
NSAID (non steroid antiinflamatory drugs), beta-
hemla og lyf sem innihalda kódein.
Rannsóknin var samþykkt af Persónuvernd og
Vísindasiðanefnd. Tölfræðileg úrvinnsla var gerð
með SPSS og tölfræðileg marktækni miðuð við p-
gildi minna en 0,05 við tvíhliða prófun.
Niðurstöður
Algengi: Alls greindust 490 einstaklingar, með
lögheimili á upptökusvæði stöðvarinnar, með
mígreni á tímabilinu 1990-2000. Mígrenigreining
Tafla I. Fjöldi ávísaöra lyfja vegna mígrenis.
Lyf Fjöldi (%)
NSAID 126(26)
Migpriv 21 (4)
Treo 9(2)
Verkjalyf með kódein 157 (32)
Imigran 197(40)
Relpax 13(3)
Zomig 9(2)
Maxalt 25(5)
Anervan/Gynergen comp 79 (16)
Beta blokkar 116(24)
Amilin 15(3)
fannst því hjá 2,3% skjólstæðinga stöðvarinnar.
Aldursdreifing var frá 8 ára og upp í 91 árs og
var meðalaldur við greiningu 39,9 ár (mynd 1). Af
þeim voru 364 konur (74%) og 126 karlar (26%).
Kynjahlutfall var því nálægt 1:3 (kkrkvk).
Einkenni: Tæplega fjórðungur sjúklinganna (23%)
höfðu haft einkenni í tugi ára (10-40 ár) áður
en sjúkdómurinn var greindur, en hjá rúmlega
helmingi sjúklinga var ekki skráður tími einkenna
fyrir greiningu (mynd 2). Við greiningu reyndust
um 15% vera með 2-4 köst á mánuði og um 8%
með fimm eða fleiri höfuðverkjaköst á mánuði.
Hjá rúmlega 60% var tíðni kasta ekki skráð við
greiningu.
Þegar skoðuð voru skráð einkenni við greiningu
reyndust 19% vera með slæman verk í höfði, 38%
með verk öðrum megin í höfði, 41% með ógleði/
uppköst, 14% púlserandi verk, 31% með ljós-/
hljóðfælni. Fimmtungur sjúklinga var með fyrir-
boða (aura).
Aðrir sjúkdómar: Um fjórðungur (26%) sjúklinga
hafði einnig þunglyndisgreiningu og fimmti hver
sjúklingur var með kvíðagreiningu (mynd 3). Ekki
var um tölfræðilegan marktækan mun að ræða
milli kynja nema hvað varðar þunglyndi (p=0,025).
Tæplega 1% höfðu fengið heilablóðfall og 2,4%
voru með sjúkdómsgreininguna flogaveiki.
Rannsóknir: Þriðji hver sjúklingur hafði farið í
tölvusneiðmynd af höfði og hjá þriðjungi voru
upplýsingar um að viðkomandi hefði farið eða
verið vísað til taugalæknis.
Meðferð: Þegar meðferð sjúklinganna var skoðuð
kom í ljós að 28% höfðu fengið meðferð hjá
sjúkraþjálfara á þessu tímabili, meðal annars vegna
vöðvabólgu (verkja og spennu) í hálsi og herðum.
Lyfjameðferð var afar mismunandi og höfðu
sumir ekki fengið neina lyfjameðferð en aðrir voru
meðhöndlaðir með sjö mismunandi lyfjum. Fjöldi
lyfja sem notuð voru er sýndur í töflu I. Tæplega
50% höfðu notað lyf úr flokki triptan-lyfja, en
þar var Imigran langalgengasta lyfið á þessum
tíma, 32% höfðu fengið kódein-innihaldandi lyf
og tæplega 24% höfðu notað beta-hemla. 32%
höfðu notað bólgueyðandi lyf (NSAID) og 16%
ergótamín- blönduð lyf (mynd 4).
Umræður
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að
rúmlega 2% skjólstæðinga stöðvarinnar hafa
fengið sjúkdómsgreininguna mígreni. Flestar
faraldursfræðilegar rannsóknir sýna að algengi
mígrenis er 4-10% hjá körlum og 15-18% hjá
konum.3- 4 Fjölmargar rannsóknir sýna hins
vegar að mígreni er vangreint8-9 og ástæður þess
geta verið margar, meðal annars leita margir
434 LÆKNAblaðií 2009/95