Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2009, Page 30

Læknablaðið - 15.06.2009, Page 30
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Mynd 3. Mynd sem sýnir hvemig súrefnismettun i slagœðablóði jjallgöngumanna á Everestjfjalli lækkar með aukinni hæð. Niðurstöður byggja á gögnum frá Dr. Nick Mason. Myndin er fengin úr heimild (45) og birt með leyfi höfunda og útgefanda. koma fram. Ef manni væri komið fyrir á tindi Everestfjalls án hæðaraðlögunar má gera ráð fyrir að hann dæi á nokkrum mínútum úr súrefnisskortiJ-'M.engstaf var talið lífeðlisfræðilega ómögulegt að ná tindi Everest án þess að anda að sér viðbótarsúrefni. í maí 1978 tókst fjallgöngumönnunum Reinhold Messner og Peter Habeler hið ómögulega en að baki lá margra vikna hæðaraðlögun.1 Kveikja hæðaraðlögunar er súrefnisskortur sem örvar við-tæki í æðum sem nema lágan súrefnisþrýsting.1'4 Öndunartíðni eykst og við það loftunin (gas exchange) í lungnablöðrum sem vegur upp á móti súrefnisskorti í vefjum. Um leið lækkar hlutþrýstingur koltvísýrings í blóði sem veldur öndunarblóðlýtingi (respiratory alkalosis). Smám saman bregðast nýrun við með því að auka útskilnað á bíkarbónati úr blóði og á nokkrum dögum verður sýrustig blóðs næstum eðlilegt. Jafnframt aukast þvaglát og vökvaskortur getur gert vart við sig.1-3'4 Algengustu einkenni hæðaraðlögunar Oföndun/tnæði við áreynslu: Dofi í fingrum og í kringum munn eru algengar kvartanir á fyrstu klukkustundum og dögum eftir að komið er í mikla hæð og má rekja til oföndunar.6 Einnig er algengt að finna fyrir óeðlilegri mæði við áreynslu, sérstaklega þegar lítil aðlögun hefur átt sér stað. en þá skiptast á öndunarhlé og tímabil með hraðri öndun þannig að öndunin er óregluleg.7 Breytingar á starfsemi hjarta og lungna: Rannsóknir sem gerðar voru á Gnifetti-tindi Monte Rosa (4559 m) hafa sýnt að öndunarrýmd (vital capacity) minnkar í mikilli hæð, aðallega vegna minnkaðs styrks í öndunarvöðvum.8 Einnig minnkar viðnám í loftvegum vegna lægri loftþrýstings og skerðing verður á súr- efnisupptöku í lungum vegna lækkaðs hlut- þrýstings í háræðum lungnablaðra. Loks styttist flutningstími súrefnis í háræðum vegna aukins útstreymisbrots (cardiac output) hjarta. Við súrefnisskort herpast lungnaslagæðar saman og getur þetta ástand valdið lungnaháþrýstingi. Þetta ásamt aukinni hjartsláttartíðni og auknu útstreymishlutfalli frá hjarta vegur upp á móti lækkuðum súrefnisþrýstingi í vefjum.1'3'4-6'9 Breytingar á starfsemi annarra líffæra: Hæðaraðlögun á sér stað í nánast öllum líffærum á fyrstu vikum eftir að komið er í mikla hæð. I blóði verður fjölgun á rauðum blóðkornum vegna aukinnar myndunar erythropoetíns og nær fjölgunin hámarki eftir 2-3 vikur.1-4 Þessi fjölgun á rauðum blóðkornum ásamt vökvaskorti eykur seigju blóðs sem aftur getur skert háræðablóðflæði út í fingur og tær og aukið hættu á kali. Segul- ómrannsóknir af heila hafa sýnt óafturkræfar breytingar eftir fjallgöngur í mikilli hæð auk þess sem taugasálfræðileg próf geta verið afbrigðileg.10 Algengast er að sjáist rýrnun á heilaberki og stækkun á Wirchow-Robin bilum.10 Breytingar í augnbotnum eru algengar í mikilli hæð (>6000 m) og sjást hjá allt að 80% þeirra sem fara upp í svo mikla hæð. Þessar breytingar eru þó afturkræfar og valda sjaldan viðvarandi sjónskerðingu.1'5 Breytingar í vefjum: Við súrefnisskort í vefjum verður aukning á „hypoxia-inducible factor-la" sem hvetur aukna nýmyndun æða. Þannig eykst blóðflæði og meira súrefni berst til vefja. í hvatberum eykst súrefnisháð öndun og loftskipti í vefjum aukast.11 Truflanir á nætursvefni og bilkvætn öndun: Algengt vandamál á háfjöllum er að menn hrökkva upp á nóttunni og því fylgir oft köfn- unartilfinning sem léttir við djúpa innöndun.4'6 Þetta getur tengst bilkvæmri öndun (e. periodic breathing, áður kallað Cheynes Stokes öndun) en einnig öðrum einkennum sem fylgja hæðarveiki eins og höfuðverk og auknum þvaglátum að næturlagi. Bilkvæm öndun stafar af súrefnisskorti Skilgreining á hæðarveiki Hæðarveiki (high-altitude sickness) er samheiti yfir sjúkdóma sem greinast í fólki í mikilli hæð og má rekja með beinum hætti til súrefnisskorts. Algengast er að einkenni geri vart við sig þegar komið er yfir 3000 m en næmir einstaklingar geta fundið fyrir einkennum allt niður í 2000 m.1'4 Hæðarveiki birtist aðallega með þrennum hætti*4; bráð háfjallaveiki (acute mountain sickness), 442 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.