Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2009, Side 37

Læknablaðið - 15.06.2009, Side 37
Ú R U M R Æ Ð U R PENNA STJÓRN 0 G FRÉTTIR ARMANNA LÍ r Frá tóbaksvörnum til húsnæðismála Ll Þórarinn Guðnason hjartalæknir thg@simnet.is Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir, formaður Þórarinn Guðnason, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, rítarí Elinborg Bárðardóttir Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir Kristján G. Guðmundsson Sigurður Böðvarsson Valgerður Rúnarsdóttir I pistlunum Úrpenna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Tóbaksvarnaþing Aðalfundur Læknafélags íslands árið 2008 fól stjóm félagsins að boða til Tóbaksvamaþings. Þingið verður haldið föstudaginn 11. september 2009. Efni fundarins verður að ræða leiðir til að gera Island tóbakslaust að mestu á næstu 15 árum. Ætlunin er að boða til fundarins fulltrúa allra aðila sem lagt geta þessu máli lið, til dæmis fulltrúa sveitarfélaga, frjálsra félagasamtaka, íþróttahreyf- ingarinnar, lækna, heilbrigðisstarfsmanna, við- skiptalífsins, menntakerfisins og svo framvegis. Hafi einhver samtök áhuga á að senda fulltrúa á þingið er það velkomið og hér með er auglýst eftir slíkum áhuga. Viðkomandi má hafa samband við skrifstofu Læknafélags íslands og tilkynna þátttöku. Verulegur árangur hefur náðst á umliðnum áratugum í baráttunni við tóbaksnotkun og tóbaks- fíkn. Reykingabann á opinberum stöðum sem sett var árið 2007 virðist hafa skilað vemlegum árangri og var síðasti landvinningurinn í þessari baráttu. Þrátt fyrir það er enn langt í land sem sést best á því að þorri landsmanna deyr úr hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum og lungnasjúkdómum, það er að segja reykinga- tengdum sjúkdómum. Einnig má nefna að 80% þeirra tæplega 2000 einstaklinga sem þurfa á hjartaþræðingu að halda árlega eru reykingamenn eða fyrmm reykingamenn. Slíkar tölur færa okkur heim sanninn um að tóbaksfíkn sé ertn verulegt heilsufarslegt vandamál og að kraftmikilla aðgerða sé áfram þörf í baráttunni við tóbakið. Börn og unglingar byrja því miður ennþá að reykja, ánetjast nikótínfíkninni sem mun fylgja þeim ævilangt. Eitt af því sem tímabært er að velta fyrir sér er hvort banna eigi alfarið sölu tóbaks á almennum markaði í áföngum og takmarka þannig aðgengi ungmennanna okkar að þessu fíkniefni. Jafnframt minnkandi aðgengi má veita þeim sem þegar em nikótínfíklar aðgang að tóbaki gegn lyfseðli undir eftirliti lækna. Þessi aðgerð beinist þannig að því að fækka þeim sem ánetjast nikótíninu. Mótrök eru auðvitað einhver. Einhverjir missa spón úr sínum aski. Smygl á tóbaki gæti aukist. Hvað sem því líður mun sá þröskuldur sem unglingur þarf að klífa yfir til að byrja reykingar verða hærri með slíku fyrirkomulagi. Það gæti minnkað reykingar meðal þjóðarinnar á einhverjum tíma úr um 20% í 5%. Fáar aðgerðir myndu spara meira í heilbrigðiskerfinu. Sá spamaður veldur hvorki þjónustuskerðingu né launalækkunum. Þá spamaðarleið ætti heilbrigðisráðherra að skoða í alvöru. Þetta og fleira þarf að ræða á tóbaksvamaþing- inu í haust. ísland gæti ertn á ný gengið á undan með góðu fordæmi á heimsvísu í tóbaksvamamálum. Til að gera það vel þurfum við hvorki að vera sterkust í heimi, fallegust né ríkust. Hlíðasmári - húsnæði lækna Nýting á ágætu húsnæði læknafélaganna í Hlíða- smára er frekar lítil og þörf er á að ræða stefnuna í húsnæðismálum félagsins. Ef vilji er til breytinga gæti það reynst erfitt í núverandi efnahagsástandi. Það er ekki auðvelt að selja húsnæði og sjóðir félagsins hafa minnkað í kreppunni sem takmarkar möguleikcina til að kaupa eða byggja nýtt húsnæði. Besta sóknarfærið á næstunni er því ef til vill að nýta aðstöðuna okkar betur. Nýlega var ráðist í endurbætur á aðstöðu til funda í Hlíðasmára. Þar er eldhús, þráðlaus nettenging, nýir skjávarpar og húsgögn voru endumýjuð að hluta. Hægt er að funda í fjórum sölum sem passa fyrir flestar stærðir funda og fyrirlestra. Á meðan þessi aðstaða er vannýtt eru læknar, félög þeirra, fyrirtæki og samtök að eyða tugum þúsunda í leigu fyrir svipaða sali. Fundaaðstöðuna í Hlíðasmára er hægt að fá fyrir mun lægri upphæðir og í vissum tilvikum án endurgjalds. Með vaxandi nýtingu má líka þróa starfsemina frekar, til dæmis með samningi við aðila sem gæti séð um veitingar. Læknafélag íslands hefur ákveðið að fundir á þeirra vegum verði allir haldnir í sölum félagsins nema sú aðstaða hentibeinlínis ekki. Það mun spara nokkrar fjárhæðir á hverju ári. Ég hvet öll félög og samtök lækna til að skoða hug sinn til þessa. Aðstaðan í Hlíðasmára þarf að verða sá kostur sem fyrst kemur upp í hugann þegar halda á fund eða samkomu þar sem læknar koma við sögu. Ef til vill ætti að auglýsa þessa aðstöðu betur í Læknablaðinu og á heimasíðu okkar og jafnvel víðar? Það mætti líka bjóða öðrum aðilum að- stöðuna til láns eða leigu, til dæmis aðilum sem funda með læknum eða heilbrigðisstarfsfólki. Læknar þurfa að minna hver annan á þennan möguleika. Ég held að oft sé það einfaldlega þannig að við gleymum þessum góða kosti þegar boðað er til fundar eða námsstefnu. LÆKNAblaðið 2009/95 449

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.