Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2009, Page 51

Læknablaðið - 15.06.2009, Page 51
U M R Æ Ð U R LÆKNISLIST OG OG FRÉTTIR FAGMENNSKA Þegar um svona algengt vandamál er að ræða er samt æskilegra að beita fyrirbyggjandi aðgerðum. Um er að ræða vanda sem snertir stóran hóp lækna; hóp sem að mestu leyti er án undirliggjandi veikinda/röskunar, þótt ákveðin persónueinkenni geti ýtt undir líkur á kulnun. Líta má til nokkurra atriða í þessu sambandi. I fyrsta lagi mætti líta til þess hvernig valið er inn í læknaskóla. Getum við valið fólk einhvern veginn öðru vísi, lagt minni áherslu á námsgetu, meiri áherslu á persónuþætti? Þetta hefur verið reynt með ýmsum hætti víða um lönd og lítur að spurningunni, hvernig lækna við viljum fá. Það er ekki svigrúm til að fara út í það hér, en allar leiðir til að velja læknanema hafa vissa galla. Skortur á gagnreyndum heimildum á þessu sviði valda því að erfitt er að spá fyrir um áhrif breytinga. í öðru lagi - og þar held ég að hægara sé um vik, þá er mikilvægt að leggja áherslu á fræðslu og menningarbreytingu strax í læknaskóla. Það þarf að hvetja lækna framtíðarinnar til að sýna sjúklingum virðingu og faglega framkomu, því það dregur úr árekstrum og erfiðleikum seinna meir í starfi. Jafnframt þarf að kenna þeim að setja mörk og virða þau, að kenna þeim og hvetja til sjálfsumhirðu og að fræða þá um kulnun. Þetta á við jafnt í læknaskóla sem í framhaldsnámi. Á okkur öllum hvílir síðan sú ævilanga ábyrgð að gera eins og við boðum og gæta hvors annars og okkar sjálfra. I þriðja lagi þá er mikilvægt að huga að starfsumhverfi okkar. Tíðni kulnunar á meðal lækna er mjög mismunandi eftir stöðum og stafar það meðal annars af því að tiltölulega einfaldir þættir í starfsumhverfi okkar hafa mikil áhrif á vellíðan okkar (box 2 ).n Kanadísk rannsókn athugaði hvaða þættir tengdust vellíðan og lítilli kulnun í heimilis- læknaprógrammi. Þeir þættir sem skiptu mestu máli voru; jafnvægi í lífsstíl, markmiðasetning í lífinu, náin tengsl við fjölskylduna, trúarlíf, regluleg speglun (feedback) á frammistöðu og heilbrigðan lífsstíl og tilfinning um að hafa stjórn og val varðandi vinnutilhögun.20 Þetta eru þættir sem koma ekki á óvart en sem við þurfum öll að huga að, bæði sjálf, í okkar eigin lífi, þegar við handleiðum okkar yngri kollega, en einnig þegar við setjum upp kennsluprógrömm og skipuleggjum vinnu okkar. Það hversu algeng kulnun er á meðal lækna er vísbending um það að það hvernig við höfum gert hlutina sé ekki endilega besta leiðin lengur. Ég hef rakið hér að framan að kulnun í starfi er mjög algeng á meðal lækna. Það tengist bæði persónuleika þeirra sem veljast í starfið sem og ákveðnum þáttum í starfsþjálfun lækna og vinnuumhverfi. Langvarandi kulnun í starfi getur haft slæmar afleiðingar, bæði fyrir einkalíf lækna, heilsufar og þjónustu við sjúklinga. Það eru hins vegar til einfaldar og áhrifamiklar leiðir til hjálpar þeim sem þjást af kulnun. Jafnframt er hægt að beita fyrirbyggjandi aðgerðum af ýmsu tagi bæði í starfsumhverfi en ekki síður hjá okkur sjálfum, með því að innprenta okkur að gæta jafnvægis á milli vinnu og einkalífs. Minnumst þess að á dánarbeði iðrast þess enginn að hafa ekki eytt meiri tíma í vinnunni. Heimildir 1. Maslach, Jackson. Maslach Bumout Inventory. (2nd ed.), Consulting Psychologists Press, Palo Alto 1981. 2. Golub JS, Weiss PS, Ramesh AK, Ossoff RH, Johns MM 3rd. Burnout in residents of otolaryngology-head and neck surgery: a national inquiry into the health of residency training. Acad Med 2007; 82: 596-601. 3. Soler JK, Yaman H, Esteva M, et al. Burnout in European family doctors: the EGPRN study. Fam Pract 2008; 25: 245- 65. 4. Gil-Monte PR. Magnitude of relationship between burnout and absenteeism: a preliminary study. Psychol Rep 2008; 102: 465-8. 5. McPhillips HA, Stanton B, Zuckerman B, Stapleton FB. Role of a pediatric department chair: factors leading to satisfaction and burnout. J Pediatr 2007; 151: 425-30. 6. Freebom DK. Satisfaction, commitment, and psychological well-being among HMO physicians. West J Med 2001; 174: 13-8. 7. Gabbard GO. The role of compulsiveness in the normal physician. JAMA1985; 254: 2926-9. 8. Beevers CG, Miller IW. Perfectionism, cognitive bias, and hopelessness as prospective predictors of suicidal ideation. Suicide Life Threat Behav 2004; 34:126-37. 9. Hewitt PL, Flett GL, Sherry SB, et al. The interpersonal expression of perfection: perfectionistic self-presentation and psychological distress. J Pers Soc Psychol 2003; 84:1303-25. 10. Hamilton TK, Schweitzer RD. The cost of being perfect: perfectionism and suicide ideation in university students. Aust N Z J Psychiatry 2000; 34: 829-35. 11. Myers MF, Gabbard GO. The Physician as Patient: A clinical handbook for mental health professionals. American Psychiatric Publishing Inc. 2008. 12. West CP, Huscha MM, Novotny PJ, et al. Association of perceived medical errors with resident distress and empathy: a prospective longitudinal study. JAMA 2006; 296:1071-8. 13. Vaillant GE, Sobowale NC, McArthur C. Some psychologic vulnerabilities of physicians. N Engl J Med 1972; 287: 372-5. 14. Krakowski AJ. Stress and the practice of medicine. II. Stressors, stresses, and strains. Psychother Psychosom 1982; 38:11-23. 15. Rothman DJ. Medical professionalism - focusing on the real issues. N Engl J Med 2000; 342:1284-6. 16. McMurray JE, Linzer M, Konrad TR, Douglas J, Shugerman R, Nelson K. The work lives of women physicians results from the physician work life study. The SGIM Career Satisfaction Study Group. J Gen Intern Med 2000; 15: 372-80. 17. Petersen MR, Burnett CA. The suicide mortality of working physicians and dentists. Occup Med 2008; 58: 25-9. 18. Halbesleben JL, Rathert C. Linking physician bumout and patient outcomes: exploring the dyadic relationship between physicans and patients. Health Care Manage Rev 2008; 33: 29-39. 19. Ro KE, Gude T, Tyssen R, Aasland OG. Councelling for bumout in Norwegian doctors: one year cohort study. BMJ 2008: 337: 2004. 20. Manusov EG, Carr RJ, Rowane M, Beatty LA, Nadeau MT. Dimensions of happiness: a qualitative study of family practice residents. J Am Board Fam Pract 1995; 8: 367-75. LÆKNAblaðið 2009/95 463

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.