Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2009, Síða 13

Læknablaðið - 15.07.2009, Síða 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN sólarhringinn. Einnig voru skráðar aðrar lausnir sem innihéldu næringu svo sem glúkósalausnir og LGG. Hugtakið orkujafnvægi (energy balance) sem notað er til að lýsa mismun á næringarmark- miðum og næringarinntöku er reiknað með eftir- farandi jöfnu: Orkujafnvægi = næringargjöf (kcal/dag) - næringarmarkmið (kcal/dag) Óbein efnaskiptamæling var framkvæmd með Deltatrac™ IIMBM-200 (Datex-Engström, Division Instrumentarium Corp., Helsinki, Finland) efnaskiptamæli en áreiðanleiki og réttmæti tækisins hefur verið staðfest.16 Efnaskiptamælirinn er tengdur við öndunarvél sjúklings og mælir hversu mikið súrefni sjúklingur notar og hversu mikið koldíoxíð hann myndar. Þessar mælingar eru síðan notaðar til að reikna bruna næringarefna (kolvetna, próteina, fitu) í líkamanum.10 Út frá þessum forsendum hefur verið leidd út jafna sem liggur að baki óbeinni efnaskiptamælingu10 og þannig fengin orkunotkun sjúklings í hvíld (resting energy expenditure, REE) í einingunni kcal/ sólarhring. Einnig gefur mælingin svokallaðan öndunarstuðul (respiratory quotient, RQ = VC02 / V02) en hann gefur hugmynd um hvaða næringarefni sjúklingur notar aðallega sem orkugjafa, það er prótein, fitu eða sykur.10 Öndunarstuðull er yfirleitt á bilinu 0,7-l,0 en getur þó farið undir 0,7 við bruna ketóna og yfir 1,0 við brennslu fitusýra. Mælingar utan lífeðlisfræðilegs bils voru ekki notaðar þar sem slík gildi gætu bent til villu í mælingu, til dæmis vegna leka í slöngum eða of hárrar súrefnisþéttni í innöndunarlofti.17 í þessari rannsókn voru því einungis notaðar mælingar með RQ á bilinu 0,6-1,2. Kannað var samræmi milli mældrar orku- notkunar og áætlaðrar með jöfnum. Niðurstöður eru sýndar sem meðaltal ± staðalfrávik, miðgildi með lægsta (mín) og hæsta (max) gildi. Tölfræðileg marktækni var miðuð við p<0,05. Mynd 1. Myndin sýnir allar mælingar á orkunotkun fyrstu þrjár vikur meðferðar á gjörgæslu. Samhangandi línur sýna samfelldar mælingar hjá sama sjúklingi milli daga, punktar stakar mælingar. Sami sjúklingur getur átt stakan mælipunkt fyrir framan eða aftan hina samfelidu línu. Rauða línan sýnir meðaltal allra mæiinga. Eins og sjá má er talsverður munur milli einstakra mælinga og nokkur breytileiki hjá hverjum sjúklingi. Orkunotkun Fjöldi mælinga hjá hverjum sjúklingi var breytilegur (1-16) en miðgildi var þrjár mælingar. í töflu II sést að meðalorkunotkun var 1820 ± 419 kcal/dag, en þegar leiðrétt er fyrir þyngd er meðalorkunotkun 22,9 ± 5,5 kcal/kg/dag. Á mynd 1 má sjá þær mælingar hjá sjúklingum sem gerðar fyrstu þrjár vikur gjörgæslulegu og hvernig meðaltal mælinga breytist með tíma. Karlar eru með meiri orkunotkun en konur að meðaltali en sá munur jafnast út þegar tekið er tillit til þyngdar. Fylgni orkunotkunar við líkamsþyngd án fituvefs (lean body mass) var í meðallagi (r = 0,6) og var hærri en við líkamsþyngd (r = 0,49) og líkamsþyngdarstuðul (BMI) (r = 0,35). Könnuð var orkunotkun mismunandi sjúkl- ingahópa (tafla III). Hæst meðaltalsorkunotkun mældist hjá sjúklingum með brunaáverka (2176 ± 219) og hjá sjúklingum með fjöláverka (2084 ± 539). Sjúklingar sem lágu inni vegna hjarta- og æðasjúkdóma voru með lægstu orkunotkunina (1615 ± 260). Niðurstöður Grunnupplýsingar utn sjúklinga Alls voru framkvæmdar 240 óbeinar efna- skiptamælingar hjá 59 sjúklingum. Mælingar utan RQ gildis voru felldar út og þá varð rannsóknarhópurinn 56 sjúklingar og 217 mælingar. Fjöldi kvenna og karla var sá sami. Grunnupplýsingar um sjúklingahópinn koma fram í töflu I. í flestum tilfellum er um að ræða mikið veika sjúklinga (með hátt APACHE II gildi) sem lágu lengi á gjörgæsludeild. Tafla III. Undirhópar sjúklinga. Hérersjúklingum skiptíhópa eftir sjúkdómsgreiningum og sýnd meðaltalsorkunotkun sjúklingahópanna (BAH = brátt andnauðarheilkenni). Fjöldi sjúklinga Meðalorkunotkun (kcal/d) Sýklasótt/BAH 45% (25) 1787 ±416 Öndunarbilun 16% (9) 1686 ±336 Hjarta- og æðasjúkdómar 13% (7) 1615 ±260 Fjöláverkar 14% (8) 2084 ± 539 Bruni 5% (3) 2176 ±219 Annað 7% (4) 1730 ±505 LÆKNAblaðið 2009/95 493

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.