Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2009, Page 20

Læknablaðið - 15.07.2009, Page 20
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Mynd 1. Áætlað nýgengi berkla eftir löndum árið 2006. Nýgengi berkla var hæst í Afríku sunnan Sahara og Mið- og Suðaustur-Asíu. (Birt með leyfi WHO). Fjöldi nýrra berkla- tilfella á 100.000 íbúa 0 Q Óþekkt | 0-24 ] 25-49 ] 50-99 0 | 100-299 | >300 © WHO 2006. All rights reserved Evrópulönd.5- 6 Læknar og heilbrigðisstarfsfólk eru almennt ekki mjög meðvituð um berkla og fjölónæmir berklar eru flestum okkar framandi. Til að meta vandamálið nánar ákváðu höfundar að taka saman þekkt tilfelli fjölónæmra berkla á íslandi undanfarin ár. Efniviður og aðferðir Rannsóknaraðilar fundu þau tilfelli fjölónæmra berkla á íslandi sem þeim var kunnugt um, eitt frá árinu 2003, annað frá 2007 og þriðja frá 2008. Fjölónæmi var skilgreint sem ónæmi fyrir ísóníazíði og rífampíni samkvæmt svipgerðar- prófi (phenotypic resistance testing). Árið 2004 var einn sjúklingur að auki greindur með berklasýkingu sem var ónæm fyrir báðum þessum lyfjum samkvæmt arfgerðarrannsókn (genotypic resistance testing), en reyndist hins vegar næm fyrir rífampíni samkvæmt svipgerðarprófi. Bakteríustofninn uppfyllti því ekki skilmerki fyrir fjölónæmi og var sjúkratilfellinu því sleppt. Ekki var að fyrra bragði leitað kerfisbundið, en eftir á var hugað að berklatilfellum með lyfjaónæmi í berklaskrá, sem er hluti smitsjúkdómaskrár sem sóttvarnalæknir heldur lögum samkvæmt yfir tilkynningaskylda sjúkdóma. Þar komu ekki fram önnur tilfelli fjölónæmra berkla á árunum 2003 til 2008. Eitt tilfelli hafði hins vegar greinst árið 1985 og annað 1992. Ekki var sótt um leyfi til Vísindasiðanefndar eða Persónuvemdar þar sem um var að ræða röð tilfella sem höfundar höfðu komið að starfa sinna vegna. Niðurstöður Sjúkratilfelli 1 23 ára karlmaður leitaði á bráðamóttöku vegna verkja neðan til í kvið sem höfðu farið vaxandi í eitt ár. Á sama tíma hafði hann fundið fyrir slappleika, hitatoppum, breytingum á hægðum og hafði lést um 15 kg. Hann var upprunninn Mynd 2. Hlutfall fjölónæmra berkla (MDR- TB) afnýjum berklatilfellum eftir löndum árin 1994- 2007. Tíðni fjölónæmra berkla var hlutfallslega hæst í Austur-Evrópu og Mið- Asíu en eykst nú hratt í Afríku sunnan Sahara. (Birt með leyfi WHO). | <3% []]] 3-6% ] >6% * ] Vantar upplýsingar © WHO 2006. All rights reserved 500 LÆKNAblaöiö 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.