Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T meðferð. Aðrir útgjaldaliðir eru vegna rannsókna, læknisheimsókna og vitjana heimahjúkrunar en þar að auki þarf að huga að framleiðslu- og vinnutapi. Mikilvægustu leiðirnar til að draga úr þessum mikla kostnaði eru skjót greining, rétt meðferð og að koma í veg fyrir að fólk smitist og veikist. Reynt er að rekja berklasmit þar sem svigrúm er til að bjóða og veita fyrirbyggjandi meðferð.5, 35 Þeir sem hafa verið í nánu samneyti við berklasjúkan einstakling eru rannsakaðir.35 Hér á landi er rakning berklasmits og aðrar aðgerðir til að hefta útbreiðslu berkla í höndum göngudeildar sóttvarna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á þann hátt greindist tilfelli 3 og því var unnt að meðhöndla sjúkdóminn á snemmstigi. Hin fimm sem reyndust með jákvæð berklapróf voru ekki komin með merki um sjúkdóm heldur einungis smit eða leynda berklasýkingu (latent tuberculosis infection). Talið er að um 10% þeirra sem smitast af berklum fái berklaveiki síðar. Gerist það oft á fyrstu tveimur árunum eftir smit. Líkurnar á sjúkdómi eru meðal annars háðar aldri og öðrum þáttum og eru margfalt meiri hjá HIV smituðum.2- 36 Lyfjagjöf í fyrirbyggjandi tilgangi er talin geta minnkað áhættu á sjúkdómi niður í innan við 4% hjá einstaklingum sem ekki hafa HIV.37 Oftast er ísóníazíð gefið í níu mánuði en aðrir möguleikar eru einnig fyrir hendi.25 Þessi meðferð hjálpar hins vegar ekki sé um að ræða fjölónæma berkla eins og sást í tilfelli mannsins með kviðarholsberklana. Rannsóknir á mögulegri gagnsemi lyfjameðferðar við leyndri berklasýkingu með fjölónæmum bakteríum eru fáar og enn skortir úrræði um meðferð slíkra tilfella.38-41 Oft er því talið skást að fylgjast reglulega með einstaklingnum og meðhöndla ef sjúkdómurinn kemur upp eins og ákveðið var að gera hér. Af 62 berklatilfellum sem greinst hafa á íslandi 2003-2008 eru þessi þrjú tilfelli fjölónæmra berkla eða 4,8%.5 Á sex árum þar á undan komu engin tilfelli upp og á sex árum þar á undan eitt tilfelli. Þetta er vísbending um að tilfellum fjölónæmra berkla sé að fjölga hér á landi líkt og gerst hefur annars staðar. Öll tilfellin voru innflytjendur. Ferðalög og fólksflutningar stuðla að aukinni útbreiðslu berkla, þar á meðal fjölónæmra berkla, og flyst þá sjúkdómsáhættan eins og hún var í upprunalandinu með til nýja landsins. Reglur um berklavarnir og þar með talið skimun innflytjenda eru mjög mismunandi milli Evrópulanda en áætlanir eru um að samhæfa aðgerðir meira en nú er.42 Ferðamenn geta dvalið hér á landi í allt að þrjá mánuði án afskipta yfirvalda og eru ekki skimaðir fyrir berklum. Hérlendis er berklaskimun í höndum heilsugæslunnar og gerð sem hluti heilbrigðisskoðunar vegna dvalar- og atvinnuleyfisumsókna. Þeir sem koma frá öðrum löndum en löndum Evrópska efnahagssvæðisins (EES), Sviss, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi, þurfa að undirgangast læknis- skoðun. Gert er húðpróf hjá þeim sem eru yngri en 35 ára en röntgenmynd af lungum fengin hjá öllum sem eru 35 ára og eldri eða hafa jákvæð húðpróf.43 Einstaklingurinn í fyrsta tilfellinu var upprunninn í Asíu og hafði verið skimaður fyrir berklum við komuna til landsins og var réttilega greindur en ísóníazíðmeðferð hjálpaði ekki vegna ónæmis. Tilfelli 2 og 3 höfðu ekki verið skoðuð þegar þau fluttust til landsins þar sem ekki er lengur gert ráð fyrir skimun umsækjenda um dvalarleyfi frá löndum A-Evrópu séu þau innan EES, þrátt fyrir hátt nýgengi berkla á svæðinu.4 Vegna frjáls flæðis fólks til dvalar- og atvinnuleyfis innan EES er erfitt um vik að beita komuskimun fyrir sjúkdómum þótt slíkar heimildir séu reyndar í sóttvarnalögum. Spyrja má hvort eðlilegt sé að stjórnmálaleg samskipti milli þjóða komi niður á forvarnarstarfi gegn smitsjúkdómum og hvort ekki væri heppilegra að byggja verklagsreglur um skimun að mestu leyti á tíðni berkla í einstaka löndum frekar en að miða að svo miklu leyti við stjórnmálalega skiptingu landsvæða. Ef það þykir ekki fýsilegt er þó möguleiki að koma eftirlitinu við síðar, til dæmis við nýráðningar hjá fyrirtækjum í landinu. I ljósi aukinna fólksflutninga og vaxandi lyfjaónæmis í heiminum er líklegt að tilfellum fjölónæmra berkla eigi eftir að fjölga á íslandi með tilheyrandi sjúkdómsbyrði sjúklinga og kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. íslenskir læknar þurfa að vera meðvitaðir um berkla og nota greiningartækin eins og við á. Mikilvægt er að standa vörð um og efla skipulag berklavama hér á landi eins og annars staðar. Þakkir Höfundar þakka Einari Jónmundssyni og Adolf Þráinssyni röntgenlæknum fyrir aðstoð við vinnslu röntgenmynda. Heimildir 1. Fauci AS, NIAID Tuberculosis Working Group. Multidrug- resistant and extensively drug-resistant tuberculosis: the National Institute of Allergy and Infectious Diseases Research agenda and recommendations for priority research. J Infect Dis 2008;197:1493-8. 2. World Health Organisation. Tuberculosis fact sheet. Geneva: World Health Organisation, 2008. Sjá www.who.int/ mediacentre/factsheets/fsl04/en/index.html. 3. Dye C. Global epidemiology of tuberculosis. Lancet 2006; 367: 938-40. 4. World Health Organisation. Global tuberculosis control - surveillance, planning, financing. WHO Report 2008. WHO/ HTM/TB/2008.393. Geneva: World Health Oragnisation, 2008. LÆKNAblaðið 2009/95 505
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.