Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2009, Page 30

Læknablaðið - 15.07.2009, Page 30
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla I Grunnupplýsingar. Aldur (ár) miðgildi (n=76) 74(21-92) Karlar 48/77 (62%) Miðgildi lengdar endurlifgunar (mín) (n=74) 15(1-120) Tími hjartastopps (n=80) - Dagvinna (8:00-16:00) 25 (31 %) - Utan dagvinnu (16:01-07:59) 55 (69%) Staðsetning (n=67) - Aðrar deildir 41 (58%) - Hjartadeildir 26 (42%) Grunnendurlífgun fyrir komu teymis (n=61) 44 (72%) Heildarfjöldi: 80 sjúklingar. rannsókn, þar með talið þegar sjúkrabifreið kom með sjúkling utan úr bæ í hjartastoppi á bráðamóttöku. Þetta var gert til að geta metið umfang starfsemi endurlífgunarteymanna. Við mat á árangri endurlífgunartilrauna á sjúkrahús- inu voru hins vegar aðeins talin með tilfelli þar sem inniliggjandi sjúklingar fóru í hjartastopp. Hjartastopp á barnadeildum voru þó ekki talin með. Við tölfræðilegan samanburð á hópum var notað Pearson kí-kvaðrat próf og Wilcoxon- Mann Whitney-próf þegar við átti. Munur var talin marktækur ef p<0,05. Vísindasiðanefnd Landspítala og Persónuvernd veittu leyfi fyrir þessari rannsókn. voru jafnóðum, en viðbótarupplýsingar sóttar í sjúkraskýrslur ef þörf var. Skráning á endur- lífgunartilraunum hófst með skipulögðum hætti í upphafi árs 2006. Vissan aðlögunartíma þurfti á þessu fyrirkomulagi, að fylla út staðlaðar skýrslur um endurlífgun jafnharðan þar til fullar heimtur fóru að verða á þeim. Þetta varð til þess að í sumum tilfellum vantaði upplýsingar að einhverju eða jafnvel öllu leyti. Ef ekki voru skráðar upplýsingar um nafn eða kennitölu sjúklings var ekki hægt að skoða þau tilvik nánar. Símavakt Landspítala skráir öll útköll og þannig er hægt að fylgjast með fjölda útkalla og heimtum á endurlífgunarskýrslum. Öll útköll teymanna voru tekin með í upphafsskoðun gagna í þessari Tafla II. Endurlífgunartilraunir á Landspítala. Lifðu Létust p-gildi Heildarfjöldi (n=80) 55 (69%) 25 (31 %) Staðsetning (n=80) - Hjartadeild 25 8 0,26 - Almenn deild 30 17 Kyn (n=77) - Karlar 33 15 - Konur 20 9 Upphafstaktur (n=80) - Sleglatakttruflanir 21 1 - Rafleysa eða rafvirkni án dæluvirkni 18 19 0,002* - Annað/óþekkt 16 8 Grunnendurlífgun fyrir komu teymis (n=61) - Ekki beitt 11 5 - Beitt 32 13 Tími hjartastopps (n=80) - Dagvinna (8-16) 16 9 0,54 - Utan dagvinnu (16:01-7:59) 39 16 Aldur (ár) (n=76) miðgildi 73(21-88) 80.5 (43-92) 0,03 Lengd endurlifgunar (mín) (n=74)-miðgildi 15(1-70) 14(1-120) 0,69 Aðeins borin saman lifun þeirra sem höfðu sleglahraðtakt á móti rafleysu eða rafvirkni án dælivirkni. Niðurstöður Heildarútköll endurlífgunarteyma Endurlífgunarteymi Landspítala voru kölluð út alls 311 sinnum á þessum tveimur árum, þar af voru 113 útköll í Fossvogi og 198 við Hringbraut. Útkallsástæðum var skipt eftir á í fjóra flokka. Fullnægjandi gögn til slíkrar flokkunar reyndust vera til fyrir 264 af þessum 311 tilfellum (84,9%). Það takmarkaði þessa rannsókn að ekki reyndust fullnægjandi gögn fyrir alla sjúklinga. í gögnum þeirra 80 sjúklinga sem voru skoðaðir nánar vegna þess að þeir höfðu farið í hjartastopp inni á sjúkrahúsinu og þurft endurlífgun vantaði stundum vissar upplýsingar. Gerð er skilmerkilega grein fyrir því hvað margir hafa fullnægjandi upplýsingar skráðar þar sem við á í töflum og í niðurstöðukafla. í fyrsta flokk fóru útköll þar sem sjúklingar höfðu farið í hjartastopp inni á sjúkrahúsinu og endurlífgunarteymi verið kallað til og gerð tilraun til endurlífgunar. Þetta voru alls 80 (30%) af þessum 264 útköllum. í öðrum flokki voru þau útköll þar sem sjúklingur hafði farið í hjartastopp en þegar verið endurlífgaður (til dæmis gefið rafstuð af starfsfólki á þræðingastofu, hjartadeild eða bráðamóttöku) áður en teymið kom á útkallsstað og því ekki þörf á endurlífgunartilraun af hálfu teymisins. í þessum hópi voru 40 (15%) sjúklingar, og þessum flokki tilheyrðu jafnframt sjúklingar sem komu í hjartastoppi utan úr bæ og teymin tóku við og héldu áfram með endurlífgunartilraunum. Þannig voru alls 45% allra útkalla (flokkur 1 og 2) vegna hjartastopps. Þriðji flokkurinn, 94 (36%) sjúklingar, voru þeir sem ekki þurfti að endurlífga en veikindi þeirra eigi að síður þess eðlis að sérhæfðar aðstoðar endurlífgunarteymis þurfti við. í flokki fjögur voru þau 50 tilfelli (19%) þar sem metið var eftir á að sennilega hefði ekki verið þörf fyrir aðkomu endurlífgunarteymanna. 510 LÆKNAblaöið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.