Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2009, Page 35

Læknablaðið - 15.07.2009, Page 35
Trausti Óskarsson læknir Björn Árdal barnalæknir og sérfræðingur i ofnæmis- og ónæmissjúkdómum barna Sigurður Kristjánsson barnalæknir og sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum barna T I _____FRÆÐIGREINAR LFELLI MÁNAÐARINS Tilfelli mánaðarins: Drengur með undarleg útbrot Tólf ára hraustur drengur leitaði á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins eftir að hafa verið með stækkandi útbrot á útlimum í rúmlega sólarhring. Tveimur dögum áður hafði hann verið í sumarbústað á sólríkum degi og leikið sér að því að skylmast við önnur börn með afhogginni risahvönn, klæddur í stuttermabol og stuttbuxur. Útbrotin byrjuðu sem roði og þeim fylgdi síðan blöðrumyndun, kláði og Mynd 1. verkir í útlimum. Á myndum 1 og 2 má sjá útbrotin en þau sáust á öllum útlimum, voru aum viðkomu með bjúg í kring. Hann var með eðlileg lífsmörk, hitalaus og slímhúðir eðlilegar. Drengurinn hafði hvorki fengið ofnæmi né útbrot áður og blóðrannsóknir voru allar eðlilegar. Hver er greiningin, helstu mismunagreiningar og meðferð? Mynd 2. Aðalfundur LÍ 2009 á Selfossi 17. og 18. september LÆKNAblaðið 2009/95 515

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.