Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2009, Side 40

Læknablaðið - 15.07.2009, Side 40
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Kraftaverk á hverjum degi „Stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisstofnana í landinu eru í rauninni að vinna kraftaverk á hverjum degi með þeim takmörkuðu fjármunum sem til ráðstöfunar eru," segir Ögmundur Jónasson í ítarlegu samtali við Læknablaðið uin stöðu heilbrigðiskerfisins. „Ég hef alla tíð litið svo á að heilbrigðiskerfið sé ein af meginundirstöðum velferðarsamfélagsins og í störfum mínum að verkalýðsmálum þá hafa heilbrigðismálin vegið mjög þungt í allri baráttu fyrir jöfnum og bættum kjörum. Nú þegar kreppir að er ekki síst mikilvægt að gæta þess að heilbrigðisþjónustan sé góð og aðgengileg fyrir alla þegna samfélagins, " segir Ögmundur í upphafi samtals okkar. Ekki veröur hjá því komist að rifja upp að gagnrýni VG á stefnu jyrri ríkisstjórna í heilbrigðismálum hefur verið hvöss og þá sérstaklega vegna þeirrar tilhneigingar til að færa rekstur úr opinberri umsjá í hendur einkaaðila. „íslenska heilbrigðiskerfið er mjög gott. Við erum með mjög gott starfsfólk og hvað lækna snertir þá eru þeir vel menntaðir hér heima og hafa síðan margir hverjir sótt sérmenntun sína til bestu háskóla og sjúkrastofnana í heiminum. í þessu felst mikill styrkur fyrir okkur. Við höfum búið við kokteil hvað rekstrarform heilbrigðisþjónustu snertir. Við erum með heilsugæslu, sjúkrahús og sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Um þennan kokteil hefur ríkt bærileg sátt og ég hef verið sáttur við hann. Hins vegar hafa verið til menn sem hafa viljað breyta uppskriftinni og blöndunni. Lítill minnihluti hefur talað um að markaðs- og einkavæða heilbrigðisþjónustuna að meira eða minna leyti. Færa sífellt fleiri verk frá stofnunum yfir á stofur sjálfstætt starfandi sérfræðinga og síðan þegar þessar stofur eru sameinaðar undir einu þaki er stutt í einkaspítalann. Þá þurfum við Hávar að staldra við og spyrja hvert við viljum fara. Sigurjónsson Hvort vilja menn fara í átt að bandaríska heilbrigðiskerfinu eða viljum við halda okkur við íslensku útgáfuna af norræna módelinu? Ég kýs íslensku leiðina, að sumu leyti besta afbrigði af norræna velferðarkerfinu. Þangað vil ég beina sjónum, ekki bara vegna þess að ég telji það betra og feli í sér félagslegan jöfnuð, heldur einnig vegna þess að þegar allt er reiknað til enda þá er einkavædda markaðskerfið dýrara fyrir þann sem greiðir, hvort heldur er skattborgarinn eða sjúklingurinn sjálfur. í hinu einkavædda kerfi felst líka það sem fyrir okkur hér á þessu landi er alls ekki viðunandi, en það er hættan á mismunun eftir efnahag. Hér hefur fólk alltaf gert kröfur um aðgengi að læknishjálp, alveg burtséð frá því hvort um er að ræða heilsugæsluna, sérfræðilækna eða sjúkrahús, sem er óþekkt í öðrum löndum. Niðurstaðan er sú að aðgengi og biðtími eru hér hverfandi, eins og forstjóri Landspítala hefur bent á og þekkir hún þau mál af eigin raun. Sá sem ekki áttar sig á að mismunun eftir efnahag gengur ekki hér er ekki vel læs á samfélag sitt. En þetta skilur yfirgnæfandi hluti lækna vitaskuld. Þeir eru með sjúklingana milli handanna dag hvern." Læknisþjónusta er ekki vara Kostnaður sjúklinga hefur aukist á undanförnum árum og hægt að segja að í vissum skilningi hafi ójöfnuður vaxið íheilbrigðisþjónustunni. Hefurðu áætlanir um að snúa þessari þróun við? „í vissum skilningi er þetta rétt fullyrðing, en það má þó ekki gleyma því að oftast hafa menn reynt að hlífa þeim sem verr standa, bæði beint og einnig með tilteknum aðgerðum, en ég myndi vilja 520 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.