Læknablaðið - 15.07.2009, Síða 42
U M R Æ Ð U R
H E I L B R I G
O G
Ð I S
F R É T T I R
RÁÐHERRA
stöðugt er hægt að finna leiðir til að fara betur
með fjármuni og það á við heilbrigðiskerfið. Það
sem fyrir mér er alvarlegast er sú staðreynd að
góðærisfrjálshyggjan skilaði okkur heilbrigðis-
kerfi með nærri þrjá milljarða í skuld. Ég
held að þessi fjárhagsstaða sé til marks um
óvandaðar áætlanir, eða óábyrga fjármálastjórn
frjálshyggjunnar, fremur en að menn hafi verið að
undirbúa jarðveginn fyrir einkavæðingu.
Ég vil beina sjónum mínum að þeim kostnaðar-
þáttum sem skerða þjónustuna sem minnst. Þar
nefni ég lyfjakostnað en með breyttu skipulagi
og góðri samvinnu við lækna sem geta eflt með
sér kostnaðarvitund er eflaust hægt að ná þeim
kostnaði umtalsvert niður. Læknar þurfa að
vera sífellt meðvitaðir um að þeir eru ekki bara
að taka læknisfræðilegar ákvarðanir gagnvart
sjúklingi sínum heldur líka efnahagslegar, bæði
fyrir hann og samfélagið í heild sinni. Ef brota-
lamir eru til staðar í verðskráningu lyfja, sem ég
hef heyrt af er einfalt mál að lagfæra þær og gott
samstarf milli allra aðila er forsendan fyrir því
að hægt að sé að halda kostnaði í skefjum. Ég
hef verið að kalla eftir slíku samstarfi og fengið
afar góð viðbrögð frá læknum. Ég veit líka að við
ættum að fara í verulegar skipulagsbreytingar, og
endurskilgreiningar á stofnunum og þjónustu,
en þetta verður ekki gert með boðvaldi að ofan.
Raunveruleg hagræðing verður aldrei nema fólkið
sé þátttakandi í breytingum."
Læknar hafa bent á að nú sé svo komið að ekki verði
skorið meira niður án þess að það bitni á þjónustu við
sjúklinga.
„Því miður er þetta rétt. Það er ekki hægt
að skera niður um sjö milljarða án þess að það
bitni á þjónustunni. Stjómendur og starfsfólk
heilbrigðisstofnana í landinu eru í rauninni
að vinna kraftaverk á hverjum degi með þeim
takmörkuðu fjármunum sem til ráðstöfunar
eru. Það má ekki gerast að við göngum svo
nærri heilbrigðisþjónustunni í sparnaðarskyni
að fólk missi vinnu sína og síðan klórum
við okkur í höfðinu og reynum að finna
atvinnuskapandi tækifæri fyrir þetta sama fólk,
tækifæri sem sennilega eru ekki jafn hagkvæm
fyrir samfélagið og störfin sem það missti, því ég
er sannfærður um að í heilbrigðiskerfinu fer fram
mesta verðmætasköpunin í samfélaginu. Þetta er
grundvallaratriði sem aldrei má missa sjónar af.
Fyrir sjúklinginn, einstaklinginn, jafnast ekkert á
við lækninguna."
Bygging nýs Landspítala ekki stöðvuð
Ýmsir hafa bent á að í umræðum um niðurskurð innan
heilbrigðiskerfisins hafi samtímis sprottið upp nýjar
stofnanir eða eldri blásið út sem nær væri að þrengja
að áður en gengið er enn nær sjúkrahúsunum og
heilsugæslunni. Þar er verið að tala um Geislavarnir
ríkisins, Lyfjastofnun ríkisins, Lýðheilsustofnun og
Landlæknisembættið. Ertu að beina sjónum þínum að
þeim ?
„Já, við erum að gera það. Og það er alveg
rétt að þessar stofnanir þurfa að vera í stöðugri
sjálfskoðun og endurmótun. Innan skamms
ætla ég að boða starfsmenn þessara stofnana til
málþings þar sem ég mun kalla eftir hugmyndum
um endurskipulagningu. Þá vil ég horfa til þess
sem best gerist hjá grannríkjum okkar.
Ég vil einnig segja að þessar stofnanir hafa
unnið mjög gott starf og vandi þeirra hefur
oft verið sá að ekki er hlustað nægilega vel á
þær. Ráðleggingar Lýðheilsustöðvar hafa þannig
ítrekað verið hunsaðar og aðrir og þrengri
hagsmunir teknir fram yfir lýðheilsu þjóðarinnar.
Nefni ég þar ákvörðun fyrri ríkisstjórnar um að
fella niður skatt af sykruðum gosdrykkjum og
Lýðheilsustöð var beinlínis sagt að þegja þegar
hún benti á heilsufarsvandann sem af þessu
myndi hljótast."
Bygging nýs Landspítala hefur staðið fyrir dyrum
en nú eru blikurá lofti. Nýjar hugmyndir voru kynntar
í vor sem virðast ódýrari en fyrri áætlanir. Muntu
beita þér fyrir því að framkvæmdir hefjist við nýja
sjúkrahúsbyggingu ?
„Ég hef mjög mikinn áhuga á að keyra það
mál áfram og mér þykja rök forsvarsmanna
Landspítalans sannfærandi að þegar á heildina er
litið felist þjóðhagslegur spamaður í því að hefja
bygginguna fremur en fresta henni. Við þurfum að
láta geysilega fjármuni árlega í alls kyns rekstrar-
og skipulagsmál sem ný spítalabygging myndi
draga stórlega úr. Þó að núna þurfi að draga
saman seglin verða einhverjar framkvæmdir í
þjóðfélaginu og þetta er ein sú framkvæmd sem á
tvímælalaust rétt á sér við allar aðstæður."
Eru peningarnir fyrir sölu Símans tiltækir einhvers
staðar?
„Það var auðvitað stórfenglegur pólitískur
blekkingaleikur sem stjórnvöld léku gagnvart
almenningi til að gera mjög óvinsæla aðgerð
vinsæla. Það voru meira og minna staðlausir
stafir að segja að peningarnir væru sérstaklega
eyrnamerktir þessari framkvæmd. Eitthvað af
þessum peningum hefur nýst til uppbyggilegra
verkefna, sem betur fer, en í framhaldinu munum
við verða að tryggja aðra fjármuni til þessara
framkvæmda. Við þurfum hins vegar að fara mun
hægar í sakirnar en áður var áformað. Ég tel mjög
brýnt að þessu verkefni verið fram haldið og það
ekki stöðvað."
Þú hefur nú þegar kynnt áform um skatt á sykraða
522 LÆKNAblaðið 2009/95