Læknablaðið - 15.07.2009, Qupperneq 44
U M R Æ Ð
U N G U R
U R 0 G FRÉTTIR
VÍSINDAMAÐUR
Kæfisvefn veldur hjarta-
og æðasjúkdómum
- segir doktorsnemi í líffræði
„Rannsóknin tengist fyrst og fremst kæfisvefni þar sem við erum að leggja
áherslu á að skilja betur hvernig kæfisvefn veldur hjarta- og æðasjúkdómum
en við erum líka að skoða hvað gerist í svefnleysi; hvers vegna sumir þola
svefnleysi betur en aðrir og hvort hægt sé að finna á því beinar líkamlegar
skýringar," segir Erna Sif Arnardóttir, doktorsnemi í líffræði, sem útnefnd var
Ungur vísindamaður ársins á Vísindadögum Landspítala í byrjun maí.
Hávar
Sigurjónsson
„Þetta er doktorsverkefnið mitt við læknadeild
Háskóla íslands og leiðbeinendur mínir eru
Þórarinn Gíslason, yfirlæknir á lungnadeild
Landspítala, og Allan I. Pack, prófessor við
University of Pennsylvania," segir Erna
Sif. Hún bætir við til nánari skýringar að
rannsókn sín sé að miklu leyti byggð á íslensku
kæfisvefnsrannsókninni sem staðið hefur yfir
um nokkurra ára skeið undir stjórn Þórarins
Gíslasonar og er ein stærsta rannsókn í heiminum
á því sviði, að sögn Ernu Sifjar. „Sú rannsókn
beinist fyrst og fremst að því að rannsaka hvaða
gen valda kæfisvefni og er samstarfsverkefni
Landspítala og íslenskrar erfðagreiningar og
styrkt af NIH (National Institute of Health)
í Bandaríkjunum. Það segir reyndar talsvert
um alþjóðlegt mikilvægi rannsóknarinnar því
sjaldgæft er að NIH styrki rannsóknir sem fara
fram algerlega utan Bandaríkjanna."
Hvað er kæfisvefn?
„Kæfisvefn er sjúkdómsástand sem einkennist af
endurteknum öndunartruflunum í svefni og fylgir
yfirleitt hrotur og mikil dagsyfja," segir Erna Sif.
„Truflanirnar stafa af því að öndunarvegurinn
lokast endurtekið í svefni í 10 sekúndur eða
lengur, getur varað allt að tvær mínútur.
Öndunin stöðvast algerlega í þennan tíma,
eða grynnist verulega, og þessu fylgir verulegt
súrefnisfall í blóði sjúklingsins. Súrefnisfallið er
talið aðalorsökin fyrir flestum fylgikvillum og
slæmum afleiðingum kæfisvefns. Kæfisvefninn
veldur einnig verulegri truflun á svefni og dregur
úr svefngæðum, einstaklingurinn fær ekki jafn
mikinn djúpsvefn og ekki jafnmikla hvíld og
heilbrigðir einstaklingar. Kæfisvefnssjúklingar
þjást því gjarnan af dagssyfju, sofna undir stýri
eða við störf sín yfir daginn og eru með skert
lífsgæði. Kæfisvefn er um helmingi algengari hjá
körlum en konum, alþjóðlegar rannsóknartölur
segja 4% karla á miðjum aldri með kæfisvefn en
um 2% kvenna. Hér á íslandi meðhöndlum við nú
þegar þennan fjölda þannig að tölurnar eru eflaust
nokkuð hærri og stöðugt koma nýir sjúklingar
með alvarlegan kæfisvefn svo sjúkdómurinn er
raunverulegt vandamál hjá talsvert stórum hópi
fólks."
Umfangsmiklar mælingar
„Fjöldi kæfisvefnssjúklinga í þessari rannsókn er
um 2000 auk ættingja og ég nýti mér þennan mikla
efnivið í rannsóknina mína sem tekur til mun
afmarkaðri þátta kæfisvefns en stóra rannsóknin
gerir. Við mína rannsókn voru allir nýir sjúklingar
sem komu til kæfisvefnsrannsóknar teknir í
ítarlegri rannsókn. Tekið var blóðsýni og fita
var mæld yfir allan kviðinn með segulómun,
bæði iðrafita (visceral fat) og fita undir húð
(subcutaneous fat). Það er talið að iðrafita sé
hættulegri hvað varðar kæfisvefn en önnur
líkamsfita og við gerðum því nákvæmar mælingar
á fitudreifingu allra nýrra sjúklinga. Síðan bætast
við niðurstöður úr svefnmælingum, hversu
alvarlegan kæfisvefn hver og eirrn er með og
ítarlegur spurningalisti um heilsu, dagsyfju og
fleira."
Úr blóðsýninu eru mældir bólguþættir en
Erna Sif segir að vitað sé að bólga valdi aukinni
524 LÆKNAblaðið 2009/95