Læknablaðið - 15.07.2009, Qupperneq 60
Donepezil Actavis -5og lOmg
Donepezil Actavis filmuhúðaðar töflur.
Virk innihaldsefni og styrkleikar: Hvertafla
inniheldur 5 eða 10 mg af dónepezilhýdró-
klóríði. Ábendingar: Vægur til meðalsvæsinn
Alzheimerssjúkdómur. Skammtarog lyfjagjöf:
Fullorðnir/aldraðir: Upphafsskammtur er 5 mg
einu sinni á dag. Donepezil Actavis á að taka inn
að kvöldi rétt fyrir svefn. Halda skal 5 mg
skammti á dag óbreyttum í a.m.k. einn mánuð
til að unnt sé að meta fyrstu klínísku áhrif
meðferðarinnar svo og til að ná stöðugri þéttni
dónepezílhýdróklóríðs. Þegar klínískt mat hefur
verið lagt á meðferð fyrsta mánuðinn með
5 mg/dag má auka skammtinn af Donepezil
Actavis í 10 mg einu sinni á dag. Hæsti ráðlagði
dagskammtur er 10 mg. Ekki hafa verið gerðar
klínískar rannsóknir með stærri skammta en 10
mg/dag. Meðferð skal hafin og með henni fylgst
af lækni sem hefur reynslu í greiningu og
meðferð við Alzheimerssjúkdómi. Greining
sjúkdómsins skal gerð samkvæmt viður-
kenndum leiðbeiningum (t.d. DSM IV, ICD 10).
Meðferð með dónepezíli skal aðeins hafin ef
umönnunaraðili er til staðar til þess að fylgjast
reglulega með töku lyfsins fyrir sjúklinginn.
Viðhaldsmeðferð má halda áfram eins lengi og
ávinningur er af henni fyrir sjúklinginn. Því skal
endurmeta klínískan ávinning dónepezíls
reglulega. Ihuga ætti að hætta meðferðinni ef
ekki sjást lengur merki þess að hún hafi klínísk
áhrif. Ekki er hægt að sjá fyrir svörun hvers
einstaklings við dónepezíli. Þegar lyfjameðferð
er hætt dregur smám saman úr þeim gagnlegu
áhrifum sem komu fram við notkun dónepezíls.
Skert nýrna-og lifrarstarfsemi: Fylgja má svip-
uðum skammtaleiðbeiningum fyrir sjúklinga
með skerta nýrnastarfsemi þar sem slík skerðing
hefur ekki áhrif á úthreinsun dónepezílhýdró-
klóríðs. Væg til miðlungs alvarleg skerðing á
lifrarstarfsemi getur hugsanlega aukið
útsetningu því ætti að breyta skömmtum með
tilliti til einstaklingsbundins þols. Ekki liggja fyrir
neinar upplýsingar um sjúklinga með alvarlega
lifrarbilun. Börn og unglingar: Ekki er mælt með
notkun Donepezil Actavis fyrir börn og
unglinga. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka
efninu dónepezílhýdróklóríði, píperidín-
afleiðum eða hjálparefnum. Þungun. Varúð:
Notkun dónepezíls hjá sjúklingum með vitglöp
af völdum Alzheimerssjúkdóms á háu stigi,
vitglöp af öðrum orsökum eða skert minni af
öðrum orsökum hefur ekki verið rannsökuð.
Svæfingar: Þar sem Donepezil Actavis er
kólínesterasahemill mun það að öllum líkindum
auka vöðvaslakandi verkun súxametón-lyfia
meðan á svæfingu stendur. Hjarta-og æðakerfr.
Lyfjafræðileg verkun kólínesterasahemla getur
valdið ofspennuáhrifum skreyjutaugar á
hjartaslátt. Líkur á þessari verkun skipta einkum
máli fyrir sjúklinga með starfstruflun í sinushnút
eða aðrar ofanslegilsleiðslutruflanir í hjarta eins
og t.d. gúls- og gáttarrof og gáttasleglarof.
Greint hefur verið frá tilvikum um yfirlið og flog.
Við rannsókn á slíkum sjúklingum er mælt með
því að hugað sé að leiðnitruflun í hjarta og
löngum gúlshléum. Meltingarfæri: Hjá
sjúklingum, sem auknar líkur eru á að fái
magasár, skal fylgjast með einkennum þar um,
t.d. hjá þeim, sem hafa sögu um magasár eða
sjúklingum, sem samtímis taka inn bólgueyðandi
gigtarlyf. I klínískum rannsóknum með dónepezíl
kom hins vegar ekki fram aukin tíðni hvorki
magasára né blæðinga í meltingarvegi, í saman-
burði við lyfleysu. Þvag- og kynfæri: Þótt það hafi
ekki komið fram í klínískum rannsóknum með
dónepezíl geta kólínlík efni valdið þvaglátsteppu.
Taugakerfi: Flog. Kólínlík efni eru talin geta valdið
almennum flogum. Flog geta hinsvegar einnig verið
afleiðing Alzheimerssjúkdómsins. Kólínlík efni geta
hugsanlega orsakað eða aukið utanstrýtueinkenni.
Lungu-.Megna kólínvirkni kólínesterasahemla skal
gæta varúðar við notkun þeirra hjá sjúklingum með
sögu um astma eða lungnateppu. Forðast skal
notkun dónepezíls samtímis öðrum asetýlkólín-
esterasahemlum eða efnum sem örva eða hemla
kólínvirka kerfið. Alvarleg lifrarbilun: Ekki eru
fyrirliggjandi neinar upplýsingar um sjúklinga með
alvarlega lifrarbilun. Laktósa óþol: Lyfið inniheldur
laktósa. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaþurrð
eða glúkósa-galaktósa vanfrásog, sem eru
sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki taka lyfið.
Dánartíðni I klinískum rannsóknum á æðavitglöpum:
Þrjár klínískar rannsóknir sem stóðu yfir í 6 mánuði
voru framkvæmdar hjá sjúklingum sem uppfylltu
NINDS-AIREN skilyrðin fyrir sennileg eða hugsanleg
æðavitglöp (VaD). í fyrstu rannsókninni var
dánartíðnin 2/198 (1,0%) við meðferð með 5 mg
dónepezílhýdróklóríði, 5/206 (2,4%) við meðferð
með 10 mg dónepezílhýdróklóríði og 7/199 (3,5%)
við lyfleysumeðferð. i annarri rannsókninni var
dánartíðnin 4/208 (1,9%) við meðferð með 5 mg
dónepezílhýdróklóríði, 3/215 (1,4%) við meðferð
með 10 mg dónepezílhýdróklóríði og 1/193 (0,5%)
lyfleysumeðferð. (þriðju rannsókninni vardánar-
tíðnin 11/648 (1,7%) við meðferð með 5 mg
dónepezílhýdróklóríði og 0/326 (0%) við lyfleysu-
meðferð. Dánartíðni samtals fyrir dónepezíl-
hýdróklóríð-hópinn í rannsóknunum þremur (1,7%)
ertölulega hærrien ílyfleysuhópnum (1,1%), en
munurinn er þó ekki klínískt marktækur. Meirihluti
dauðsfallanna hjá sjúklingum sem fengu meðferð
með annaðhvort dónepezílhýdróklóríð eða lyfleysu
er sennilega vegna allmargra æðatengdra orsaka,
sem búast má við hjá þessum aldraða sjúklingahópi
með undirliggjandi æðasjúkdóma. Greining á
alvarlegum ekki banvænum og banvænum
æðatilfellum sýna engan mun í tíðni á milli hópa
sem fengu meðferð með dónepezílhýdróklóríði og
lyfleysu. í sameiginlegum rannsóknum á
Alzheimerssjúdómi (n=4146) ásamt því þegar
niðurstöður rannsóknanna voru sameinaðar öðrum
rannsóknum á vitglöpum, þ.m.t. æðavitglapa-
rannsóknunum (samtals n=6888), vardánartíðnin í
lyfleysuhópnum hærri en töluleg dánartíðni í
dónepezílhýdróklóríð-hópnum. Milliverkanir:
Dónepezílhýdróklóríðog/eða umbrotsefni þess
hindra ekki umbrot teófýllíns, warfaríns, címetidíns
og dígoxíns hjá mönnum. Samtímis notkun
dígoxíns eða címetidíns hefur ekki áhrif á umbrot
dónepezílhýdróklóríðs. Rannsóknir in vitro hafa
sýnt, að cýtókróm P450 ísóensímin 3A4 og í minna
mæli 2D6, taka þátt í umbrotum dónepezíls.
Rannsóknir á milliverkunum, sem gerðar hafa verið
in vitro sýna, að ketókónazól, sem hamlar CYP3A4
og kínidín, sem hamlar CYP2D6, hindra umbrot
dónepezíls. Þau eins og aðrir CYP3A4 hemlar svo
sem ítrakónazól og erýtrómýcín og CYP2D6 hemlar
svo sem flúoxetín geta því hindrað umbrot
dónepezíls. (rannsókn á heilbrigðum sjálfboða-
liðum jók ketókónazól þéttni dónepezíls um
30%. Ensímhvetjandi efni, eins og rífampicín,
fenýtóín, karbamazepín og alkóhól, geta
lækkað blóðþéttni dónepezíls. Þar sem ekki
er vitað hversu mikil hamlandi eða hvetjandi
verkunin er, skal fara varlega við samhliða
notkun þessara lyfja. Dónepezílhýdróklóríð
getur haft áhrif á verkun andkólínvirkra lyfja.
Jafnframt eru samverkandi áhrif hugsanleg
við samtímis meðhöndlun með efnum eins
og t.d. súxametóni, öðrum vöðvaslakandi/
-lamandi efnum, kólínvirkum lyfjum eða
beta-blokkum, sem hafa áhrif á leiðni
hjartans. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki eru
fyrirliggjandi neinar klínískar upplýsingar um
áhrif dónepezíls á meðgöngu kvenna. Dýra-
rannsóknir hafa ekki sýnt fram á vanskapandi
áhrif en hafa sýnt fram á eiturverkanir á
fóstur og afkvæmi. Hugsanleg áhætta fyrir
menn er ekki þekkt. Donepezil Actavis á því
ekki að nota á meðgöngutíma. Dónepezíl
skilst út i mjólk hjá rottum. Ekki er vitað hvort
dónepezílhýdróklóríð skilst út í brjóstamjólk
kvenna og engar rannsóknir hafa verið
gerðar á konum með barn á brjósti. Konur
sem nota dónepezíl eiga því ekki að hafa
barn á brjósti. Akstur og notkun véla:
Donepezil Actavis hefur væg til miðlungs
mikil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar
véla. Vitglöp geta dregið úr hæfni manna til
aksturs eða stjórnunar véla. Dónepezíl getur
auk þess valdið þreytu, svima og vöðva-
krömpum, einkum í upphafi meðferðareða
við skammtahækkun. Hæfni sjúklinga sem
nota dónepezíl til að halda áfram að aka og
stjórna flóknum vélum skal metin reglulega
af þeim lækni sem stjórnar meðferðinni.
Aukaverkanir: Mjög algengar (> 1/10):
Niðurgangur, ógleði og höfuðverkur.
Algengar (> 1/100, < 1/10): Kvef, lystarleysi,
ofskynjanir, æsingur, árásarhneigð, yfirlið,
sundl, svefntruflanir, uppköst, óþægindi í
kviðarholi,útbrot, kláði, vöðvakrampar,
þvagleki, þreyta, verkir, slys. Sjaldgæfar
(>1/1.000, <1/100):F\og, hægsláttur,
blæðingar frá meltingarvegi, maga og
skeifugarnarsár, smávægileg aukning á
sermisþéttni vöðvakreatinkinasa.
Mjög sjatdgæfar (> 1/10.000, < 1/1.000):
Utanstrýtueinkenni, gúls-og gáttarleiðslurof
og gáttasleglarof.
Pakkningar og hámarksverð í smásölu
(samþykkt verð Lyljagreiðslunefndar mars
2009): Filmuhúðaðar töflur; 5 mg, 100 stk:
41.776 kr„ 10 mg, 100 stk: 46.617 kr.
Afgreiðslutilhögun: R Greiðsluþátttaka: E
Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf.
Reykjavíkurvegi 76-78, 220 Hafnarfjörður.
2. mars 2009
hagur i heilsu
540 LÆKNAblaðið 2009/95