Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2010, Page 46

Læknablaðið - 15.03.2010, Page 46
„Þetta var miklu umfangsmeira en nokkur okkar haföi séð annars staðar. Heil borg í rúst og manntjónið óskaplegt" segir Hlynur. hann hefur komið fram og spilað fyrir áhorfendur. Hann segist kunna betur við sig í upptökuherbergi með hljóðfærin og hljóðupptökugræjumar við höndina. „Diskaútgáfan hefur aldrei verið mjög áberandi en þeir eru nú orðnir ansi margir diskarnir sem ég hef gefið út. Líklega eitthvað á þriðja tuginn. Eg hef lítið gert af því að markaðssetja tónlistina, fyrir mér er hún búin að gegna hlutverki sínu þegar hún er komin á disk. Þá er ég hreinlega orðinn hundleiður á henni, búinn að semja hana, spila hana inn og hljóðblanda; hlusta á hvert lag svo oft að ég get varla hugsað mér að koma nálægt því meira. Þá vil ég bara fara að semja nýja texta og nýja tónlist en ekki eyða tímanum í sölumennsku." Tónlist Hlyns og félaga hefur þó notið þeirra náðar að vera vegin og metin af sérfræðingum stórblaða á borð við Morgunblaðið og þar hefur álitið sveiflast úr ökkla í eyra. Tónlistin er sérstök svo ekki sé meira sagt en hrifning Arnar Eggerts Thoroddsen var fölskvalaus þegar hann skrifaði: „Undirritaður er kominn á þá skoðun að Hlynur þessi sé snillingur á tónlistarsviðinu - lög hans eru engu lík, einkar frumleg og skemmtileg og textagerðin lýtur þá svipuðum lögmálum. Líklega var það þó rétt hjá Hlyni að gerast læknir að fullu starfi og hafa tón- listina til hliðar. Tónlist Hhjns hefði líkast til aldrei brauðfætt hann betur en læknislistin, svo snúin og furðuleg sem hún er. Það er því mikil gæfa að Hlynur hafi ákveðið að leyfa fleirum að njóta þessa áhugamáls síns því að þetta er efni sem krefst þess að vera gefið út, slíkur er gæðastaðaltinn. í Sigurboganum eru ásamt Hhyni guðfræðingurinn Gunnar Steingrímsson og sálfræðiprófessorinn Sigurður J. Grétarsson. Fulltrúar andans, sálar og líkama saman í tríói! Lög Hlyns eru í sama stíl og þau sem heyra má á plötum Pósthússins; óskilgreinanlegt popprokk með undarlegum takt- og hljómaskiptingum, leitt af sérstæðri rödd Hlyns sem eins og hljómagangurinn fer sína eigin áður ókönnuðu leið." Atli Bollason klóraði sér enn frekar í kollinum yfir tvöföldum diski Pósthússins í Tuva en um hann sagði Atli: „Á báðum þeirra er aðfinna undarlega popp-tónlist með undarlegum textum í enn undarlegri flutningi. Það eru undarlegheitin sem gera diskinn áhugaverðan en þau hrinda hlustandanum að sama skapi nokkuð frá tónlistinni. Hlynur Þorsteinsson, sem leiðir sveitina, er afleitur söngvari en ef tnaður er í rétta skapitm (og afstaða reikistjarnanna er rétt) þá er söngröddin skemmtilega klikkuð. Satna gildir um lög og texta, þetta er allt sainan skemmtilega klikkað." Einhvern veginn virðist Hhynur þeirrar gerðar að honum sé slétt sama á hvern veginn umsagnir um tón- list hatts eru. „Ætli það væri ekki bara til bölvunar að verða vinsæll, byrja að seljast. Þáfæri maður kannski aðfestast í samafarinu og endurtaka sig." Rústabjörgun á Haiti Við víkjum talinu að starfi rústabjörgunar- sveitarinnar sem komst í fréttir á dögunum fyrir snöfurmannleg viðbrögð eftir að jarðskjálftinn reið yfir á Haiti. „Starf sveitarinnar hafði legið niðri um nokkra hríð, ég var kominn á fremsta hlunn með að draga mig út úr þessu þegar atburðurinn varð og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra brást svona röggsamlega við að kosta ferð sveitar- innar til Haiti. Þetta var enginn fyrirvari, hringt um nóttina og ég fékk yfirlækninn til að manna vakt- irnar mínar á slysadeildinni og svo vorum við bara lagðir af stað nokkrum klukkutímum síðar. Allir í sveitinni eru bólusettir reglulega svo þeir eru tilbúnir fyrirvaralaust að fara hvert sem er." Hlynur segir að fyrir meðlimi sveitarinnar sé svona björgunarstarf bæði andlega og líkam- lega mjög erfitt. „Það tók auðvitað á að sjá hauga af líkum og aðstæðumar voru mjög slæmar. Líkamlega er þetta mjög erfitt því þarna var mjög heitt og menn vilja helst vinna sleitulaust meðan einhver von er um að finna fólk á lífi í rústunum. Mitt hlutverk er að fylgjast með þeim, sjá um að þeir þorni ekki upp og að þeir næri sig og einnig að sinna þeim slösuðu sem sveitin finnur eftir því sem hægt er. Þarna var unnið meðan nokkurrar dagsbirtu naut, 14 klukkutíma á sólarhring og jafnvel lengur. Dagurinn var því mjög langur og ekki bætti úr skák að við urðum að setja upp tjald- búðir á flugvellinum og menn sofnuðu úrvinda þó 194 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.