Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2010, Síða 55

Læknablaðið - 15.03.2010, Síða 55
U M R Æ Ð A 0 G F R É T T I R A K R A N E S árum. Það má gjaman benda á að í umræðunni um spamað og tilfærslu verkefna þá er í rauninni alltaf verið að tala um tilfærslu verkefna frá landsbyggðinni til Reykjavíkur. Ástæðan fyrir því að speglunaraðgerðum fjölgar hér er að hingað vísa sífellt fleiri heimilislæknar sjúklingum sínuin," segir Rún. „Gott orðspor byggir á því að hafa gott og hæft starfsfólk. Fyrir nokkrum árum var reiknaður út kostnaður við liðskiptiaðgerðir á þeim sjúkrahúsum sem framkvæmdu þær. I ljós kom að að mjög hagkvæmt er að gera liðskiptiaðgerðir á SHA en þær niðurstöður hefur ekki mátt nota til að fjölga slíkum aðgerðum hér. I stað þess að leggja alla áherslu á að færa þessar aðgerðir inn á Landspítala ættu menn að finna skýringu á þvi hvers vegna aðgerðin er svona miklu dýrari þar og spyrja síðan í framhaldinu hvort ekki væri hagkvæmara að úthýsa slíkum aðgerðum af Landspítala og framkvæma þær á ódýrari hátt annars staðar," segir Þórir. „I skýrslu ráðuneytisins er lagt til að „sjúklingar sem jyrst þnrfa að leggjast inn á Landspítala flytjist á sitt umdæmissjúkrahús eins fljótt og unnt er." Okkur er ekki ljóst hvemig mönnun deilda er hugsuð en við spyrjum hvaða læknar muni fást til að sinna þessum sjúklingum þar sem ólíklegt er að sérfræðimenntaðir læknar sitji hér og bíði eftir sjúklingum úr aðgerð af Landspítala. Hér er í rauninni verið að leggja til að sjúkrahúsin utan Reykjavíkur verði fyrst og fremst hjúkrunarstofnanir fyrir langlegusjúklinga," segir Björn. Hálfklárað plagg „Því miður verður að segjast að kragaskýrslan svokallaða er hálfklárað plagg og slys að hún komst í umferð. Heilbrigðisráðherrann hefur sagt að skýrslan sé vinnutæki sem eigi eftir að bæta í og lagfæra. í skýrslunni eru meðal annars getið um fjárhæðir úr rekstrarbókhaldi kragasjúkrahúsanna frá 2008 og síðan þá hefur verið skorið niður um milljarð í rekstri þeirra. Samt sáu formenn læknaráðs og hjúkrunarráðs Landspítala ástæðu til að hlaupa í blöðin í lok síðasta árs með tölulegar upplýsingar, sem þá þegar voru úreltar. Það er svo mál út af fyrir sig að spítalinn geti tekið við starfsemi kragasjúkrahúsanna án þess að kostnaður skapist á móti. Forstjórinn hefur raunar lýst yfir að hann sé vel í stakk búinn til þess. Ekki trúi ég að Landspítali búi yfir vannýttum mannafla og aðstöðu til að taka við auknum verkefnum. í rauninni er fráleitt að fullyrða, eins og gert er í kragaskýrslunni svokölluðu, að ódýrara sé að færa algeng læknisverk yfir á dýrasta þjónustustigið. Með því er verið að snúa einfaldri heilsuhagfræði á haus. Spítalinn er ekki samkeppnishæfur í verði fyrir ýmsar minni aðgerðir og önnur læknisverk sem framkvæmd eru á göngudeildum og einkastofum lækna. Þróun síðustu ár hefur enda orðið sú að slík verk hafa flust í stórum stíl frá Landspítala til einkarekinna læknastofa. Samanburður á DRG kostnaðargreiningu spítalans annars vegar og verðskrá Sjúkratrygginga íslands hins vegar bendir heldur ekki til góðrar samkeppnisstöðu spítalans," segir Þórir. „Það er eðlilegt við þær aðstæður sem nú eru uppi í þjóðfélaginu að leitað sé allra leiða til að fara sem best með skattfé þjóðarinnar. Því má hins vegar ekki gleyma að íbúar á landsbyggðinni eru jafnmikilvægir skattborgarar og eiga sama rétt til góðrar heilbrigðis- og læknisþjónustu og íbúar höfuðborgarsvæðisins. Umræðan um hagræðingu á ekki öll að snúast um skerðingu þjónustunnar úti á landi og færa hana til Reykjvíkur. Það er hollt að hafa í huga að það er nákvæmlega jafnlangt báðar leiðir milli Reykjavíkur og Akraness þegar verið er að velta fyrir sér flutningi á sjúklingum og þjónustu," segir Þórir Bergmundsson að lokum. Kristjana Kristjánsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur (sitjandi) og Guðrún Hróðmarsdóttir hjúkrunarfræðingur. LÆKNAblaðið 2010/96 203
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.