Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2010, Page 68

Læknablaðið - 15.03.2010, Page 68
UMRÆÐA O G LANDLÆKNIR F R É T T I R Landlæknis- embættið 250 ára Landlæknisembættið fagnar 250 ára afmæli sínu í ár en það var stofnað 18. mars 1760 og mun því vera með elstu embættum landsins af veraldlegum toga. í tilefni þessara tímamóta er ráðgert að efna til ýmissa viðburða og verkefna á vegum landlæknisembættisins. Efnt verður til hátíðardagskrár á afmælisdaginn 18. mars sem fram fer í hátíðasal Háskóla íslands og verða þar flutt erindi um ýmsa þætti í sögu embættisins frá öndverðu og litið yfir þróunina til þessa dags. Heilbrigðisráðherra ávarpar samkomuna, en fundarstjórar verða Örn Bjamason læknir og Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir. Á afmælisárinu er ráðgert að gefa út röð greina á vef landlæknisembættisins sem sérfræð- ingar embættisins skrifa og munu fjalla um margvíslegan fróðleik úr sögu landlæknis og heilbrigðismála á Islandi. Samvinna hefur tekist með landlæknis- embættinu, Garðyrkjufélagi íslands, Lækna- félagi íslands, Lyfjafræðingafélagi íslands, Lyfja- fræðisafninu, Lækningaminjasafni íslands og Seltjamarnesbæ um stofnun urtagarðs í Nesi við Lækningaminjasafnið á Seltjörn og er ráðgert að opna hann næsta sumar. leiðinni til byggða, myndin Garðurinn verður hluti Lækningaminjasafnsins tekin í oktáber 2009. Mynd í Nesi og er stofnaður til að minnast 250 ára VLC^lb- afmælis landlæknisembættisins, 125 ára afmælis Garðyrkjufélags íslands og til minningar um fyrsta íslenska lyfsalann, Björn Jónsson, sem mun hafa stofnað og annast lækningaurtagarð í Nesi. Nánar má lesa um hátíðardagskrána og viðburði afmælisársins á vefsíðunni www. landlaeknir.is Af heimasíðu landlæknis Vísindaþing Geðlæknafélags íslands Þriðja vísindaþing Geðlæknafélags íslands verður haldið á Grand Hótel Reykjavík dagana 23. og 24. apríl 2010. Þingið er haldið í tengslum við 50 ára afmæli Geðlæknafélagsins. Dagskrá hefst kl. 13 föstudaginn 23. apríl og stendur til kl. 17 laugardaginn 24. apríl. Aðalfundur kl. 9-11 á laugardeginum. Á þinginu munu geðlæknar og annað fagfólk á geðheilbrigðissviði kynna afrakstur vísindastarfs síns í stuttum erindum og á veggspjöldum. Frestur til að skila ágripum erinda (hámark 250 orð) er til 20. mars 2010 og skal senda með tölvupósti til Magnúsar Haraldssonar, hmagnus@landspitali.is Á þinginu mun forseti samtaka evrópskra geðlækna (European Psychiatric Association), prófessor Hans-Jurgen Möller, halda erindi um stöðu og framtíð geðlækninga. Laugardagskvöldið 24. apríl verður hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá. í undirbúningsnefnd eru geðlæknarnir Kristinn Tómasson, Magnús Haraldsson og Sigurður Páll Pálsson. Geðlæknafélag íslands 216 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.