Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2010, Page 79

Læknablaðið - 15.03.2010, Page 79
Atacor - Atorvastatin 10,20 og 40 mg Atacor 10 mg, 20 mg og 40 mg filmuhúðaðar töflur. Virk innihaldsefni og styrkleikar: Hver tafla inniheldur: 10, 20 eða 40 mg atorvastatín (sem atorvastatín kalsíum). Ábendingar: Atacor er notað sem viðbót við mataræðisbreytingu til að lækka of hátt heildarkólesteról, LDL-kólesteról, apólípóprótein B og þríglýseríð hjá sjúklingum með kólesterólhækkun af ókunnri orsök, ættgenga kólesterólhækkun, blandaða blóðfltuhækkun (svo sem lla- og llb-gerð skv. flokkun Fredericksons), þegar viðunandi árangur hefur ekki náðst með sérstöku mataræði eða öðrum ráðstöfunum en lyfjagjöf. Til viðbótar annarri blóðfitulækkandi meðferð, t.d. með öðrum LDL-kólesteról lækkandi lyfjum eða ef aðrar ráðstafanir hafa ekki reynst árangursríkar til lækkunar á heildarkólesteróli og LDL-kólesteróli hjá sjúklingum með arfhreina (homozygot), ættgenga kólesterólhækkun. Skammtar og lyfjagjöf: Sjúklingur á að byrja á stöðluðu kólesteróllækkandi mataræði áður en honum er geflð Atacor og ætti að halda því áfram meðan á meðferð með Atacor stendur. Skammta á að ákveða fyrir hvern einstakling með tilliti til upphaflegs LDL-kólesterólgildis, markmiði meðferðarinnarog svörunarsjúklings. Venjulegur upphafsskammtur er 10 mg einu sinni á sólarhring. Skammta skal aðlaga með 4 vikna millibili eða sjaldnar. Hámarksskammtur er 80 mg einu sinni á sólarhring. Sólarhringsskammt á að taka í einu lagi en hann má taka hvenær sem er sólarhringsins með eða án fæðu. Meðferðartakmark sjúklinga með staðfestan kransæðasjúkdóm eða annarra sjúklinga í aukinni hættu á blóðþurrð er LDL-kólesteról <3 mmól/l (eða <115 mg/ dl) og heildarkólesteról < 5 mmól/l (eða <190 mg/dl). Kólesterólhækkun eingöngu og blönduð (samsett) btóðfituhækkun: Hæfilegur skammtur handa flestum sjúklingum er 10 mg Atacor á sólarhring. Árangur kemur greinilega I Ijós innan 2 vikna og hámarkssvörun næst venjulega innan 4 vikna. Svörunin helst í horfinu við langtímameðferð. Arfblendin ættgeng kólesterólhækkun: Upphafsskammtur er 10 mg Atacor á sólarhring. Skammta skal ákveða fyrir hvern einstakling og aðlaga með 4 vikna millibili í allt að 40 mg á sólarhring. Síðan má auka skammt annað hvort í 80 mg hámarksskammt á sólarhring eða gefa 40 mg af atorvastatín einu sinni á sólarhring og gallsýrubindandi lyf samtímis .Arfhrein ættgeng kólesterólhækkun: 10-80 mg skammtur á sólarhring, til viðbótar annarri blóðfitulækkandi meðferð (t.d. öðrum LDL-kólesteróllækkandi lyfjum), þegar viðunandi árangur hefur ekki náðst með annarri meðferð. Sjúklingarmeð skerta nýrnastarfsemi: Nýrnasjúkdómar hafa hvorki áhrif á plasmaþéttni né áhrif atorvastatíns á blóðfltu og þarf því ekki að breyta skömmtum. Aldraðir: Verkun og öryggi af notkun ráðlagðra skammta hjá sjúklingum eldri en 70 ára er svipuð og hjá öðrum fullorðnum. Börn og unglingar. Notkun hjá börnum á að vera undir eftirliti sérfræðings. Reynsla af notkun lyfsins hjá börnum er takmörkuð og bundin við lítinn hóp sjúklinga (á aldrinum 4-17 ára) með alvarlega afbrigðilega blóðfituhækkun eins og arfhreina ættgenga kólesterólhækkun. Ráðlagður upphafsskammtur fyrir þennan hóp er 10 mg atorvastatín á sólarhring. Eftir svörun og þoli má auka skammtinn í 80 mg á sólarhring. Ekki er búið að meta upplýsingar um öryggi varðandi þroska hjá þessum hópi. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Virkur lifrarsjúkdómur eða óskýrð viðvarandi hækkun á transamínösum í sermi þar sem hækkunin er meiri en þreföld efri mörk meðalgilda. Vöðvakvilli (myopathia). Meðganga og brjóstagjöf. Konur á barneignaraldri, sem nota ekki getnaðarvarnir. Varnaðarorð og varúðarreglur: Áhrif á liíur: ílannsaka skal lifrarstarfsemi áður en meðferð hefst og síðan reglulega meðan á meðferð stendur. Gera skal prófanir á lifrarstarfsemi sjúklinga ef merki eða einkenni um hugsanlegar lifrarskemmdir koma fram. Hækki transamínasagildi skal fylgjast með sjúklingum þar til gildi verða eðlileg. Hækki transamínasar meira en þrefalt miðað við efri mörk meðalgilda er mælt með því að minnka skammta eða stöðva Atacor gjöf. Nota skal Atacor með varúð hjá sjúklingum sem neyta mikils magns áfengis og/eða hafa fengið lifrarsjúkdóm. Áhrifá beinagrindarvöðva: Atorvastatín, eins og aðrir HMG CoA redúktasa hemlar, getur í einstaka tilvikum haft áhrif á beinagrindarvöðva og valdið vöðvaþrautum (myalgia), vöðvaþrota (myofibrositis) og vöðvakvillum (myopathia) sem geta leitt til rákvöðvalýsu (rhabdomyolysis), sem er lifshættulegt ástand og einkennist af hækkuðu CK-gildi (meiri en tiföld efri mörk mæligilda), vöðvarauða í blóði (myoglobinaemia) og þvagi (myoglobinuria) sem getur valdið nýrnabilun. Atorvastatín á að nota með varúð hjá sjúklingum sem eru útsettir fyrir rákvöðvalýsu. Mæla á kreatínfosfókinasa (CK-gildi) áður en meðferð með statínum hefst þegar um er að ræða: Skerta nýrnastarfsemi, skjaldvakabrest (hypothyrosis), sögu um arfgenga vöðvakvilla, sögu um vöðvakvilla eftirfýrri notkun statína eða fíbrata, lifrarbilun og/eða þegar um mikla alkóhólneyslu er að ræða, aldraða (70 ára og eldri). Meta á þörf fyrir slíka mælingu út frá fyrrgreindum þáttum. I þessum tilvikum þarf að íhuga vandlega hugsanlegt gagn umfram áhættu meðferðarinnar og mælt er með nákvæmu kiinisku eftirliti. Ef CK gildi er marktækt hátt (meira en fimmföld efri mörk mæligilda) á ekki að hefja meðferð. Mælingar kreatínfosfókínasa (CK): Ekki á að mæla CK í kjölfar erfiðra æflnga eða ef einhver þáttur er til staðar sem líklegur er til að hækka CK-gildið, þar sem það gerir túlkun erfiða. Ef CK gildi er marktækt hátt (meira en fimmföld efri mörk mæligilda) á að endurtaka mælingu eftir 5-7 daga til staðfestingar. Gera þarf sjúklingum grein fyrir mikilvægi þess að tilkynna strax ef þeirfinna fyrir vöðvaverkjum, krömpum eða máttleysi sérstaklega ef lasleiki eða hiti fýlgir. Ef þessi einkenni koma fram meðan á atorvastatín meðferð stendur á að mæla CK-gildi og ef það reynist marktækt hækkað (meira en fimmföld efri mörk mæligilda) á að hætta meðferð. Ef einkenni frá vöðvum eru alvarleg eða valda daglegum óþægindum á að hugleiða að hætta meðferð, jafnvel þótt CK-gildi reynist ekki vera hærri en fimmföld efri mörk mæligilda. Ef einkenni hverfa og CK- gildi verður eðlilegt má hugleiða að hefja meðferð atorvastatíns eða annars statíns, þá með lægsta skammti og undir nákvæmu eftirliti. Ef klínísk merki um hækkað CK-gildi (meira en tíföld efri mörk mæligilda) eða rákvöðvalýsu eða grunur um rákvöðvalýsu koma fram á að hætta meðferð atorvastatíns. Líkur á rákvöðvalýsu aukast þegar atorvastatín er gefið samtímis lyfjum eins og ciklósporíni, erýtrómýsíni, klaritrómýsíni, ítrakónazóli, ketókónazóli, nefasódóni, níasíni, gemfíbrózil, öðrum fíbrötum og HlV-próteasa hemlum. Milliverkanir: Hætta á vöðvakvilla við notkun HMG CoA redúktasa hemla eykst ef ciklósporín, fíbröt, makrólíðsýklalyf þ.m.t. erytrómýsin, azól-sveppalyf eða níasín eru tekin inn samtimis og hefur í örfáum tilvikum leitt til rákvöðvalýsu auk skertrar nýrnastarfsemi af völdum vöðvarauðamigu (myoglobinuria). (huga þarf vandlega hugsanlegan ávinning umfram áhættu við samtímis notkun. Cýtokróm P4S03A4 hemlar: Atorvastatín umbrotnar fyrir áhrif cýtókróm P450 3A4. Milliverkanir geta átt sér stað þegar Atacor er gefið samtímis cýtókróm P450 3A4 hemli (t.d. ciklósporini, makrólíðsýklalyfjum, þ.m.t. erýtrómýsín og klaritrómýsin, nefasódóni, azól-sveppalyfjum, þ.m.t. ítrakónazól og HlV-próteasa hemlum). Gæta skal varúðar þegar atorvastatín er geflð samtímis þessum lyfjum því það getur leitt til aukinnar plasmaþéttni atorvastatíns. Erýtrómýsin, klaritrómýsín: Víð samtímis gjöf atorvastatíns 10 mg einu sinni á sólarhring og erytrómýsíns (500 mg Ijórum sinnum á sólarhring) eða klarítrómýsíns (500 mg tvisvar sinnum á sólarhring) kom fram hækkun á plasmaþéttni atorvastatíns. Klaritrómýsín jók Cmax atorvastatíns um 56% og AUC um 80%. P-glýkóprótein hemlar: Atorvastatín og niðurbrotsefni þess eru hvarfefni P-glýkópróteins. Hemlar P-glýkópróteins (t.d. ciklósporín) geta aukið aðgengi atorvastatíns. Itrakónazól: Samtímis gjöf atorvastatíns 40 mg og itrakónazóls 200 mg á sólarhring leiddi til þrefaldrar hækkunar á AUC atorvastatíns. Próteasa hemlar: Samtímis notkun atorvastatíns og próteasa hemla sem eru þekktir CYP3A4 hemlar leiddu til aukinnar plasmaþéttni atorvastatíns. G reipaldinsafi: Inniheldur eitt eða fleiri efni sem hamla CYP3A4 og geta leitt til aukinnar plasmaþéttni lyfja sem eru umbrotin fýrir tilstilli CYP3A4. AUC atorvastatíns jókst um 37% og AUC hins virka orthohýdroxý-umbrotsefnis minnkaði um 20,4% eftir inntöku 240 ml af greipaldinsafa. Hinsvegar veldur mikið magn greipaldinsafa (meira en 1,21 á dag í fimm daga) 2,5 faldri aukningu á AUC atorvastatíns og 1,3 faldri aukningu á AUC virkra HMG- CoA redúktasa hemla (atorvastatín og virk umbrotsefni). Þess vegna er ekki ráðlagt að drekka mikið magn af greipaldinsafa meðan á atorvastatín meðferð stendur. Cýtókróm P450 3A4 örvar: Áhrif efna, sem örva cýtókróm P450 3A4 (t.d. rífampisín eða fenýtóín), á Atacor eru ekki þekkt. Hugsanlegar milliverkanir annarra hvarfefna þessa ísóensíms eru óþekktar, en þær ætti að hafa í huga þegar um lyf með þröngan lækningafræðilegan stuðul er að ræða, t.d. lyf við hjartsláttartruflunum af flokki III, þ.m.t. amíódarón. Gemflbrózil/Fibröt: Hætta á atorvastatín hvötuðum vöðvakvilla getur aukist við samtímis gjöf fíbrata. Niðurstöður in vitro rannsókna benda til þess að gemfíbrózíl hindri glúkúróneringu atorvastatins og getur þannig hugsanlega valdið aukinni plasmaþéttni atorvastatíns. Dlgoxin: Endurteknir skammtar dígoxins og atorvastatíns 10 mg samtímis höfðu ekki áhrif á stöðuga plasmaþéttni dígoxins. Hinsvegar jókst þéttni dígoxíns um 20% við samtímis notkun dígoxins og atorvastatíns 80 mg daglega. Þessa milliverkun má skýra með hindrun á himnuflutningspróteininu P-glykóprótein. Fylgjast skal náið með sjúklingum á dígoxín meðferð. Getnaðarvarnalyftilinntöku:Vtó samtímis notkun atorvastatíns og getnaðarvarnalyfja til inntöku jókst þéttni noretíndróns og etinýlestradióls. Hafa skal þessar hækkanir á þéttni í huga þegar skammtar getnaðarvarnalyfja til inntöku eru ákveðnir. Kólestípól: Plasmaþéttni atorvastatíns og virkra umbrotsefna þess lækkaði (u.þ.b. 25%) þegar kólestípól var geflð með atorvastatíni. Verkun á blóðfítu varð hins vegar meiri þegar atorvastatín og kólestípól voru gefin saman en þegar efnin voru gefin hvort fyrir sig. Sýrubindandi lyf: Við samtímis gjöf atorvastatín og sýrubindandi mixtúra, sem innihalda magnesíum og álhýdroxíð, lækkaði plasmaþéttni atorvastatíns og virkra umbrotsefna þess u.þ.b. 35%; lækkun á LDL-kólesteróli breyttist hins vegar ekki. Warfarin:\l\ó samtímis notkun atorvastatíns og warfaríns styttist prótrombintími lítillega fyrstu daga meðferðarinnar en varð aftur eðlilegur innan 15 daga. Engu að síður skal fýlgjast náið með sjúklingum á warfarín meðferð þegar atorvastatini er bætt við. Fenazón-.V ið samtímis notkun atorvastatíns og fenazóns um nokkurt skeið komu aðeins lítil eða engin sýnileg áhrif á úthreinsun fenazóns í Ijós. Cimetidin: (einni rannsókn á cimetidini og atorvastatín m.t.t. milliverkana komu engar slíkar í Ijós. Amtódipin: Samtímis notkun atorvastatíns 80 mg og amlódipíns 10 mg hafði ekki áhrif á lyfjahvörf atorvastatins við stöðuga blóðþéttni. Önnurlyf: ( klínískum rannsóknum sáust engar klínískt marktækar milliverkanir þegar atorvastatín var gefið samtímis blóðþrýstingslækkandi lyfjum eða blóðsykurslækkandi lyfjum. Meðganga og brjóstagjöf: Meðganga og brjóstagjöf eru frábendingar við notkun Atacor. Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferðinni stendur. Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi atorvastatíns á meðgöngu og við brjóstagjöf. Rannsóknir á dýrum benda til þess að HMG-CoA redúktasa hemlar geti haft áhrif á þroska fósturvísa og fóstra. Þroska rottuunga seinkaði og lífslikur eftir fæðingu minnkuðu eftir að móðurinni hafði verið geflð atorvastatín í hærri skömmtum en 20 mg/kg á sólarhring. (rottum er þéttni atorvastatíns og virkra umbrotsefna þess álíka mikil í plasma og í mjólk. Ekki er vitað hvort atorvastatín eða umbrotsefni þess skiljast út ( brjóstamjólk hjá mönnum. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Atacor hefur engin áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla svo vitað sé. Aukaverkanir: Algengustu aukaverkanir sem búast má við eru einkenni frá meltingarfærum þar á meðal hægðatregða, vindgangur, meltingartruflanir, kviðverkir sem venjulega lagast við áframhaldandi meðferð. Innan við 2% sjúklinga hættu þátttöku í klínískum rannsóknum vegna aukaverkana, sem tengdust atorvastatíni. Eftirfarandi listi yfir aukaverkanir er byggður á niðurstöðum klínískra rannsókna og aukaverkunum sem skráðar hafa verið eftir markaðssetningu lyfsins.Algengar (>1/100, <1/10); Hægðatregða, vindgangur, meltingartruflun, ógleði, niðurgangur. Ofnæmi. Svefnleysi. Höfuðverkur, sundl, breytt húðskyn, snertiskynsminnkun. Húðútbrot, kláði. Vöðvaþrautir (myalgia), liðverkir. Þróttleysi, brjóstverkur, bakverkur, bjúgur á útlimum. Sjatdgæfar (> 1/1.000, < 1/100): Lystarleysi, uppköst. Blóðflagnafæð. Hárlos, of hár eða of lágur blóðsykur, brisbólga. Minnisleysi. Úttaugakvilli. Eyrnasuð. Ofsakláði. Vöðvakvilli (myopathia). Getuleysi. Slappleiki, þyngdaraukning. Mjög sjaldgæfar (>1/10.000,<1/1.000); Lifrarbólga, stíflugula. Vöðvaþroti (myofibrositis), rákvöðvalýsa (rhabdomyolysis). Koma örsjaldan fyrir (<1/10.000). Bráðaofnæmi. Ofsabjúgur, útbrot með blöðrum (þ.m.t. regnbogaroðasótt, Steven-Johnsons heilkenni og drep ( húðþekju). Rannsóknir: Hækkun á transamínösum í sermi hefurverið skráð hjá sjúklingum sem fá atorvastatín líkt og af völdum annarra HMG-CoA redúktasa hemla. Þessar breytingar voru oftast vægar og tímabundnar og ekki reyndist þörf á að hætta meðferð. Hækkun á transamínösum í sermi sem hafði klíníska þýðingu (hærri en þreföld efri mörk meðalgilda) kom fram hjá 0,8% sjúklinga sem fengu atorvastatín. Þessar hækkanir voru skammtaháðar og gengu til baka hjá öllum sjúklingunum. (klínískum rannsóknum kom fram hækkun á kreatín fosfókínasa í sermi (CK)-gildum (hærri en þreföld efri mörk meðalgilda) hjá 2,5% sjúklinga sem fengu atorvastatín sem er sambærilegt og af völdum annarra HMG-CoA redúktasa hemla. Meira en tíföld gildi umfram efri meðalgildi komu fram hjá 0,4% sjúklinga sem fengu atorvastatín. Ofskömmtun: Engin sérstök meðferð er til við ofskömmtun Atacor. Sé um ofskömmtun að ræða skal sjúklingur meðhöndlaður eftir einkennum og fá nauðsynlega stuðningsmeðferð. Fylgjast skal með lifrarstarfsemi og CPK-gildum í sermi. Vegna mikillar bindingar við plasmaprótein er þess ekki að vænta að blóðskilun auki úthreinsun atorvastatíns marktækt. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (1. nóvember 2009): Filmuhúðaðar töflur 10 mg, 100 stk.: 2377 kr„ 20 mg, 100 stk.: 3089 kr., 40 mg, 100 stk.: 5868 kr. Afgreiðslutilhögun: R. Greiðsluþátttaka: E. Markaðsleyfishafi: Actavis hf. Reykjavíkurvegi 76-78, 220 Hafnarfirði. Maí 2008. hagur I heilsu LÆKNAblaðið 2010/96 227

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.