Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 3
Heilsufar og lækningar á 19. öld Nýlega kom út undirstöðuritið íslenzkir pjóðhættir eftir sr. Jónas á Hrafnagili (1856-1918), ljósprentuð eftir fyrstu útgáfu hennar frá árinu 1934. Jónas var mikilvirkur rithöfundur, þýðandi og kennari, og brautryðjandi í þjóðháttasöfnun. Faðir hann fékkst við læknisstörf og margir afkomendur Jónasar eru læknar. Höfundurinn dregur upp einstaka aldarfarslýsingu á sambúð lands og þjóðar; um daglegt líf, sveitastörf, veðurfar, húsakost og fleira. Hér eru nokkur brot úr kaflanum um heilsufar og lækningar sem er mögnuð lesning og mikil fomeskja. Ef einhver veiktist snögglega, var ekki annað hendi nær en annað af tvennu: taka sjúklingi blóð eða láta hann svitna duglega. Víðast var ti! blóðtökumaður í hverri sókn og stundum fleiri en einn, og voru þeir ævinlega til með bíldinn, hvenær sem kallað var, og það þó að blóðtakan ætti alls ekki við eða væri jafnvel banatilræði við sjúklinginn. - Alls mátti taka blóð á 53 stöðum, og átti sinn blóðtökustaðurinn við hvern kvilla. Flestir voru þó blóðtökustaðirnir á höfðinu, olnbogabótinni og innan á skóleistinum. - Ef blóðið gaus mjög ákaft úr beninni, trúði fólk því, að feykilegur vindur væri í blóðinu, og væri Bfldur. Teikning Tryggvi Magnússon JÓNAS JÓNASSON TRÁ URAFNAGILI ÍSLENZKIR ÞJÓÐHÆTTIR m lífsnauðsynlegt heilsunnar vegna að hleypa honum út. Við mæði er ágætt að eta tóulungu. - Gula var læknuð með mörgu móti. Algengasta ráðið hefir verið að éta marflær, soðnar í mjólk, en annars var tíðara að minnsta kosti sunnanlands allt fram undir þetta og er ef til vill enn, að éta þær lifandi, tvær eða þrjár í grautarspæni einu sinni á dag; áttu þær þá að skríða úr maganum út í lifrina og eta það spillta burt. - Við galdri skal maður ganga undir eins út að morgni og kasta af sér vatni og sjúga ögn af því upp í nasir sér; þá grandar manni enginn galdur þann daginn. - Ef allt þrýtur, dugir það í lengstu lög að færa mann konunnar eða barnsföðurinn úr skyrtunni og færa konuna í hana. Þá fæðist bamið fyrirstöðulaust. Jónas þýddi gamanleikinn Ævintýri á gönguför eftir Hostrup sem sýndur var í Reykjavík 1882. Ur hans penna lifir enn söngtextinn úr leikritinu: Og ég vil fá mér kærustu sem allra -, allra fyrst,/ en ekki verður gott að finna hana. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Á sýningu sinni í Listasafni ASÍ á síðasta ári, Fyrirmyndir, sýndi listakonan Ólöf Nordal (f. 1961) nokkrar Ijósmyndir, þar á meðal þessa sem sjá má á forsíðu Læknablaðsins. Munu glöggir lesendur ef til vill kannast við fyrirmyndina. í frásögn um tilurð verksins rifjar Ólöf upp þá tröllatrú sem barnshugurinn hefur á framtíðinni. Sem barn sá hún fyrir sér að í framtíðinni myndu læknavísindin geta beintengst heila látins fólks rétt eins og harðan disk. Á sínum tíma var talað um að heili Einars Benediktssonar hefði verið varðveittur til rannsókna þar sem um stórmenni hefði verið að ræða. í þá tíð voru uppi kenningar um að gáfnafar og göfgi fælist í líkamlegum burðum. Hin unga Ólöf sá fyrir sér að einhvern tíma hlyti tæknin að geta opnað aðgang að hinu varðveitta líffæri og þannig myndi skáldskapur og fleyg orð geta streymt fram á ný úr hugmyndabrunni listamannsins, sem lagður var til hvílu í þjóðargrafreit á Þingvöllum. Þegar listakonan fór að grafast fyrir um söguna fannst þó hvorki tangur né tetur af heilanum og enginn kannast við að hann hafi verið varðveittur, þrátt fyrir heimildir og sögur þar um. Ólöfu var aftur á móti sýndur heili ónefnds einstaklings sem varðveittur hefur verið til kennslu í Læknagarði. Mynd sú sem er á forsíðu Læknablaðsins að þessu sinni er af téðu líffærasýni og ber heitið Líffærasafn - Heili, 2010. Verkið er í hópi með öðrum sem Ólöf hefur unnið á undanförnum árum og kallar upp á ensku „lceland Specimen Collection”. Undir því samheiti hefur hún gert fjölbreytt Ijósmyndaverk sem sýna eins yfirskriftin gefur til kynna séríslensk sýnidæmi. Þetta eru eins konar táknmyndir sem byggja á kunnuglegum sögum en opna þær fyrir nýrri túlkun i samtímanum. Þannig er myndin af heila í formalíni tilvísun í gamla munnmælasögu sem ekki hefur fengist sönnuð en Ólöf leikur sér að því að vekja hana aftur til lífsins. Af öðrum sýnidæmum Ólafar má nefna Ijósmyndir af uppstoppuðum dýrum sem stillt er upp úti í náttúrunni eins og þau væru þar lifandi komin. Þannig vísar Ólöf í það líf sem þarf sífellt að blása í þjóðlegan arf til að forða menningunni frá stöðnun. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL jOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Bryndís Benediktsdóttir Gunnar Guðmundsson Gylfi Óskarsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Soffía Dröfn Halldórsdóttir soffia@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2011/97 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.