Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 13
F RÆÐIGREINAR RANNSÓKN var ákveðið að sleppa blóðmæligildum fyrir LD því slíkar mælingar hafa ekki verið gerðar með skipulögðum hætti hér á landi. Við tölfræðilega útreikninga var beitt kí- kvaðratsprófi (hlutfallsbreytur) og t-prófi við samanburð á hópum (samfelldar breytur). Heild- arlífshorfur (overall survival) og sjúkdóma-sértækar lífshorfur (cancer specific survival) sjúklinga voru reiknaðar með Kaplan-Meier aðferð og miðast útreikningar við 1. maí 2010. Við samanburð á lífshorfum hópa var notast við log-rank próf. Tölfræðileg marktækni miðast við p-gildi <0,05. Öll tilskilin leyfi lágu fyrir áður en rannsóknin hófst, frá Persónuvernd, Vísindasiðanefnd og frá framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Alls greindust 97 karlar með kímfrumukrabba- mein í eistum á rannsóknartímabilinu sem náði yfir 10 ár; 48 SFK (49,5%) og 49 E-SFK (50,5%). Öll æxlin greindust í pung nema hjá einum sjúklingi þar sem eistað var staðsett í kviðarholi. Ekki var marktækur munur á fjölda æxla í hægra og vinstra eista (46,4 vs. 53,6%, p=0,39), en enginn greindist með æxli í báðum eistum. Aldursstaðlað nýgengi fyrir allan hópinn var 5,9 á hverja 100.000 karla á rannsóknartímabilinu, en nýgengi E-SFK hækkaði úr 2,7 í 3,6 en nýgengi SFK lækkaði úr 3,0 í 2,5 á fyrra og seinna fimm ára tímabili rannsóknarinnar (p=0,09). Á mynd 1 er sýnt hvernig nýgengi eistna- krabbameins hefur breyst hér á landi frá 1970, þar á meðal á síðustu 10 árunum sem þessi rann- sókn tók til. Lægst var nýgengið 1970-1974, eða 2,4/100.000 karla á ári en hæst 1990-1994 þegar það var 6,6/100.000 karla á ári. Síðan virðist nýgengið hafa haldist stöðugt hér á landi. Aldursdreifing er sýnd á mynd 2 en meðalaldur við greiningu var 35,6 ± 12,0 og aldursbil 15-76 ár. Sjúklingar með SFK voru að meðaltali 11,5 árum eldri við greiningu samanborið við sjúklinga með E-SFK (41,6 sbr. 30,1 ár; p<0,0001). Af þekktum áhættuþáttum reyndust átta sjúklingar (8,2%) vera með fyrri sögu um launeista og höfðu allir nema einn gengist undir aðgerð vegna þess. Einn sjúklingur (1,0%) var með þekkta fjölskyldusögu en faðir hans hafði greinst með eistnakrabbamein. Allir sjúklingarnir 97 greindust vegna einkenna eistnakrabbameins. Fyrirferð í eista (94,8%) og verkir (43,3%) voru langalgengustu einkennin en 55 sjúklingar höfðu fyrirferð án verkja (56,7%). Sjö höfðu einkenni meinvarpa, oftast kviðverki sem raktir voru til eitilmeinvarpa í aftanskinurými. Önnur einkenni meinvarpa voru hósti og tak- Tafla I. Vefjafræðileg flokkun kímfrumuæxla íeistum á íslandi 2000-2009. Um tveirþriðju ekki-sáðfrumukrabbameina voru blönduð æxli. Gefinn erupp fjöidi og % i sviga. Vefjaflokkur Fjöldi (%) Sáðfrumukrabbamein 48 (49,5) Ekki-sáðfrumukrabbamein 49 (50,5) Blönduð æxli 32 (33,0) Fósturvísisæxli (embryonal carcinoma) 11 (11,3) Frumkímsæxli (teratoma) 6 (6,2) Æðabelgsæxli (choriocarcinoma) 0(0) Blómbelgsæxli (yolk sac tumour) 0(0) Alls 97 (100) verkir vegna lungnameinvarpa og slappleiki. Hjá fjórum sjúklingum greindist brjóstastækkun (gynecomastia). Helmingur sjúklinganna (51,1%) greindist innan fjögurra vikna, þar af 12 innan viku frá upphafi einkenna. Fimmtungur (20,0%) sjúklinga hafði haft einkenni í einn til þrjá mánuði fyrir greiningu og 17,8% í meira en hálft ár, þar af 11 lengur en eitt ár. í sjö tilfellum vantaði upplýsingar um tímalengd einkenna. Allir sjúklingamir gengust undir aðgerð, yfir- Mynd 3. Heildarlífshorfur 97 karla sem greindust með eistnakrabbamein á íslandi 2000-2009. Þann 1. maí 2010 höfðufjórir sjúklingar látist, þar af tveir úr ekki- sáðfrumukrabbameini en enginn úr sáðfrumukrabba- meini. Brotnu línurnar sýna 95% öryggismörk. Tafla II. Boden-Gibb stigun sjúkiinga sem greindust með sáðfrumukrabbamein og ekki- sáðfrumukrabbbamein á Islandi 2000-2009. Gefinn erupp fjöldi og % ísviga. Stig Lýsing Sáðfrumu- krabbamein Ekki-sáðfrumu- krabbamein Alls n (%) n (%) I Æxli takmarkað við eista 44 (91,7) 32 (65,3) 76 (78,4) IIA Meinvörp <5 cm í aftanskinueitlum 3 (6,2) 7(14,3) 10(10,3) IIB Meinvörp >5 cm í aftanskinueitlum 1 (2,1) 2 (4,1) 3 (3,1) III Eitlameinvörp ofan þindar 0(0) 1 (2,0) 1 (1,0) IV Liffærameinvörp utan eitla 0(0) 7 (14,3) 7 (7,2) Alls 48 (100) 49 (100) 97 (100) LÆKNAblaðið 2011/97 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.