Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 43
Ú R _____UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Orri Þór Ormarsson otormarsson@hotmail.com Höfndur er barnaskurðlæknir á Landspltala Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir formaöur Valgeröur Á Rúnarsdóttir varaformaður Sigurveig Pétursdóttir gjaldkeri Anna K. Jóhannsdóttir ritari Ágúst örn Sverrisson Árdís Björk Ármannsdóttir Orri Þór Ormarsson Ragnar Victor Gunnarsson Þórey Steinarsdóttir í pistlunum Úrpenna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Kerfið er gott, merkilegt nokk Það sérfræðiþjónustukerfi lækna sem við búum við í dag er gott. Eftir að ég fór að starfa með samning við Sjúkratryggingar Islands geri ég mér sífellt betur grein fyrir því hversu sjálfstætt starfandi sér- fræðilæknum er gert erfitt fyrir með því að setja afkomu okkar og þeirra sem með okkur starfa í uppnám reglulega. Allflestir sérfræðilæknar hafa reynslu af heil- brigðiskerfum í öðrum löndum, bæði sem starf- andi læknar en ekki síður sem fjölskyldufólk með börn. Það er í ljósi þeirrar reynslu sem ég fullyrði að sérfræðiþjónustukerfi lækna sem við búum við á Islandi er gott. Hér er kerfi sem byggist á því að sérfræðilæknar vinna eftir fyrirfram ákvörðuðum töxtum sem semja þarf um við Sjúkratryggingar. Þeir taxtar sem þannig fást og unnið er eftir eru ekki of háir svo ekki sé minnst á afsláttarkerfið. Sérfræðilæknar geta haft viðunandi tekjur af stofurekstri en eingöngu með miklu vinnu- framlagi, miklu sjúklingaflæði og ekki síst hagkvæmum rekstri á læknastofum. Af þessu leiðir að Sjúkratryggingar fá keypta bæði ódýra, góða og ekki síst skilvirka þjónustu. Þetta hefur svo í för með sér gott aðgengi Islendinga að sérfræðilæknum. Þannig njóta allir góðs af uppbyggingu þessa kerfis, ekki síst íslendingar sem fá betri heil- brigðisþjónustu en gerist og gengur í öðrum löndum vegna betra aðgengis að sérfræðilæknum. Annars staðar eru kerfi sem byggjast á dýrri og óskilvirkri sérfræðiþjónustu með löngum bið- listum fyrir flesta en betra aðgengi fyrir útvalda sem geta keypt sig áfram í kerfinu. Við höfum nærtækt dæmi um hvernig kerfið gæti verið verra fyrir alla og þá er ég að tala um hvernig tannlæknaþjónustan er uppbyggð. Það hafa allir fullan aðgang að tannlæknum en af einhverjum ástæðum erum við með eina verstu tannheilsu barna á öllum Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Og það er ekki tannlæknunum að kenna og það er ekki við foreldrana að sakast. Viljum við samskonar kerfi fyrir restina af heil- brigðisþjónustunni? Nú er stýrihópur á vegum velferðaráðuneytis- ins að móta tillögur að heildarskipulagi sérfræði- þjónustu lækna á Islandi. Nefndin var skipuð 9. desember 2010 og átti að skila fyrstu tillögum 1. febrúar 2011. Það verður spennandi að sjá hvað kemur frá þessum hópi. Skilvirkt tilvísunarkerfi gæti verið góður valkostur en þær grunnforsendur sem slíkt kerfi byggir á þurfa að vera til staðar. Þær eru klárlega ekki til staðar í dag og verða ekki til staðar í nánustu framtíð. Ekkert kerfi er svo gott að ekki sé hægt að bæta það og ef hægt er að koma með annars konar kerfi sem hefur sömu kosti og núverandi kerfi, ef ekki fleiri, þá mun ég fagna því. Eg tek því hins vegar ekki fagnandi þegar gerðar eru breytingar breytinganna vegna. Ég tek því heldur ekki fagnandi ef það á að gera breytingar sem leiða til verri og dýrari heilbrigðisþjónustu fyrir Islendinga. Allir hafa skilning á ástandinu í þjóðfélaginu og vita að það kemur til með að bitna á þeim á einn eða annan hátt. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar, líkt og allir aðrir rekstraraðilar, hafa þurft að taka á sig hærri skatta og gjöld samfara miklum hækkunum á aðföngum. Það hafa hins vegar ekki allir gefið frá sér tæpa 10% fyrirfram umsamda leiðréttingu að auki. Ég skora á stjórnvöld að sýna skynsemi þegar kemur að samningum við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og vona að þau átti sig á því, sérstaklega í ljósi þess hvemig ýmsu öðru hefur verið hagað á íslandi, að við búum við gott sérfræðiþjónustukerfi lækna í dag, merkilegt nokk. Til sölu eða leigu húsnæði fyrir heilsutengda starfsemi við Álfabakka 12 í Mjóddinni. Upplýsingar veitir Sigurður Þór í síma 823 7079 Húsnæðið er 231 m2. að stærð og er tilvalið fyrir heilsutengda starfsemi, meðferðarstofur, nuddara, sjúkraþjálfara eða læknastofur. Lyfta er í húsinu og gott aðgengi. Nánari lýsing: Húsnæðið skiptist í 7 lokaðar vinnustofur sem eru á bilinu 7-20 m2, sal (sem áður var skurðstofa), eldhús, innréttaða móttöku og tvö salerni (annað með sturtu). Dúkur á gólfi, lagnastokkar með veggjum og kerfisloft. Ekki vsk. húsnæði. Húsnæðið er til sölu eða langtímaleigu. LÆKNAblaðið 2011/97 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.