Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 30
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI/ YFIRLIT marka. Fram komu vægir erfiðleikar í verkefnum sem reyna á stýringu (executive function). Aðrar rannsóknir Gerð var tölvusneiðmyndarannsókn við bráða- komu sjúklings í Fossvog og segulómun af höfði tveim vikum síðar eða um líkt leyti og taugasálfræðiprófunin fór fram. Niðurstöður tölvusneiðmyndarannsóknar voru eðlilegar. Við segulómun var notast við T2 vigtaðar myndir við segulstyrk 1.5 T og lögð áhersla á skoðun milliheila (diencephalon) og annarra minnistengdra svæða. Ekki komu fram sjúklegar segulskinsbreytingar í heilavef, heilastofni né litla heila (cerebellum) í þeim rannsóknum. Niðurstaða og eftirfylgd Hvað minni áhrærir þá kom fram í sögu afturvirkt minnisleysi fyrir síðastliðnum 12 árum og að auki stutt tímabil af framvirku minnisleysi sem talið var í klukkustundum fremur en dögum skömmu eftir að konan týndist. Henni var ráðlagt að fylgjast með þegar minningar færu að koma til baka og hún hvött til að skrá þær niður í dagbók. Líklegt var talið að afturvirka minnisleysið myndi ekki endilega koma að fullu til baka og henni tjáð það. Engin vefræn skýring fannst á þessu óvenju langvinna afturvirka minnisleysi, hvorki í myndgreiningu né taugasálfræðilegum prófum. Minnið kom að verulegu leyti til baka á 10-12 vikum, en þó alls ekki að öllu leyti. Hún man til dæmis enn ekki eftir fólki sem hún hittir og hafði kynnst á tímabilinu 1997 til 2009, og einnig man hún ekki eftir meiriháttar viðburðum innan fjölskyldunnar eins og andláti og útför móðurömmu sem lést 2005. Hún man nú vel eftir hundi sem fjölskyldan átti en ekki eftir ákveðnum þáttum sem tengdust honum og því hvers vegna fjölskyldan varð að láta hann fara að lokum. Hún virðist enn detta aðeins í og úr hvað varðar minni á þetta tímabil samkvæmt móður sem segist af og til þurfa að rifja ýmislegt upp með henni. Yfirlit Sálrænt minnisleysi (psychogenic eða dissociative amnesia) er klínískt heilkenni sem einkennist af minnisröskun sem á sér ekki greinanlegar vefrænar skýringar. Algengi heilkennisins er lágt en nákvæmar algengistölur hafa ekki verið settar fram. Fyrstu skráðu tilfellunum var lýst á seinni hluta 19. aldar, en svo virðist sem fjöldi greindra tilfella hafi aukist á síðari árum. Tvenns konar ástæður hafa verið settar fram sem skýring á þessari aukningu. Annars vegar aukin vitund um greininguna meðal heilbrigðisstarfsmanna, hins vegar kemur til greina að um ofgreiningu geti verið að ræða hjá sefnæmum einstaklingum.7 Sálrænt minnisleysi getur ýmist verið aðstæðubundið eða almennt.8'9 Aðstæðubundið minnisleysi (situation specific amnesia) vísar til minnisleysis sem nær yfir ákveðna atburði eða afmarkaða hluta tiltekins atburðar. Þetta geta verið aðstæður eins og þegar framinn er alvarlegur glæpur (til dæmis morð) eða einstaklingur verður fómarlamb alvarlegs glæps eða ofbeldis (til dæmis kynferðisofbeldis). í flestum tilfellum leiða þessir atburðir þá einnig til áfallastreituröskunar (post-traumatic stress disorder). Almennt sálrænt minnisleysi (global psychogenic amnesia) einkennist hins vegar af skyndilegu minnisleysi á sjálfsævisögulega atburði. í flestum tilfellum nær minnisleysið þá mörg ár aftur í tímann og því fylgir oft tímabil ráps (wandering) þar sem einstaklingarnir tapa oftar en ekki þekkingu á sjálfum sér tímabundið.10 Tilgreindir hafa verið þrír meginflokkar vandamála sem teljast algengir undanfarar sálræns minnisleysis: 1. áföll, 2. þunglyndi og loks 3. fyrri saga um tímabundið minnisleysi af vefrænum toga. Hvað áföllin snertir er helst um að ræða alvarlegan streituvaldandi atburð eins og hjónabandserfiðleika, vemlegt tilfinningalegt ósætti eða fjárhagsvandræði. Þunglyndið er þá djúpt, með eða án sjálfsvígshugsana, og virðist alvarlegt þunglyndi gera einstaklinga viðkvæmari fyrir áhrifum streitu og áfalla á minni. Saga um tímabundið minnisleysi af vefrænum toga er til dæmis þekkt í kjölfar flogaveiki, raflækninga, höfuðáverka eða misnotkunar áfengis.11 Klínísk einkenni þessara einstaklinga og frammistaða þeirra í taugasálfræðilegum verk- efnum getur verið áþekk því þegar um minnis- leysi af vefrænum toga er að ræða. Til að mynda muna þeir í sumum tilfellum einstaka atburði frá tímabilinu sem minnisleysið nær yfir en lýsa þessum minningum oft sem undarlegum og framandi.9 Rannsóknir hafa sýnt að frammistaða í minnisverkefnum er nokkuð breytileg hjá þessum hópi.10 Afturvirkt sjálfsævisögulegt minni mælist skert eins og gefur að skilja, en aðrir þættir eins og framvirkt minni og merkingarminni (semantic memory) virðast ýmist sýna skerðingu eða vera innan eðlilegra marka.1215 Skammtímaminni og ómeðvitað minni eru í langflestum tilfellum innan eðlilegra marka líkt og aðrir þættir hugrænnar fæmi, svo sem einbeiting, athygli og stýring.9'10,16 1 62 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.