Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 52
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR BRÉF TIL LÆKNA Lækningar í dreifbýli á fallanda fæti Sigurbjörn Sveinsson sigurbjom.sveinsson@ heilsugaeslan.is Höfundur er heimilislæknir í Mjódd og fyrrum formaður Læknafélags Islands Þegar ég hóf nám í læknadeild haustið 1970 hafði læknanámið verið fellt að nýjum alþjóðlegum straumum og minn árgangur fór eftir nýrri reglugerð um fyrirkomulag námsins. Læknaskólinn í Tromsö í Noregi var þá nýr af nálinni og námsskráin þar samþætt við félagslegt og einstaklingsbundið umhverfi sjúkdómanna, sem var nýnæmi fyrir okkur sem lærðum í skugga Steffensens og Grays Anatomy. Þessi viðhorf til læknakennslu eiga sér enn mikilvæga talsmenn.1 Þegar litið er til baka er tæplega hægt að segja að mikið hafi verið um byltingakenndar nýjungar í námsefni og prófun læknisefna annað en að kennarar lögðu fyrr mat á það hvort nýnemar kæmu til greina sem hæfir læknar og munnleg próf voru lögð af í preklínískum greinum. Það er þó eftirminnilegt að kennarar höfðu gjarnan á orði að þetta og hitt væri hagnýtt að kunna þegar við stæðum ein frammi fyrir viðfangsefnunum á landsbyggðinni. Ekki hafði verið vandræðalaust að manna stöður héraðslækna á Islandi til margra ára og það var á allra vitorði. Við, unga fólkið, fundum að kennarar okkar höfðu einhverja meðvitaða eða ómeðvitaða tilfinningu fyrir ábyrgð sinni þegar litið væri til kennslu og innrætingar nýrra lækna sem þjóðin þarfnaðist. Arin milli 1970 og 1985 skiluðu enda umtalsverðri bylgju lækna sem valdi heimilislækningar að ævistarfi. Þeir hafa borið uppi heilsugæsluna fram að þessu um land allt. Fyrir mörgum árum var orðið augljóst að ný- gengi lækna í sérnámi í heimilislækningum var óviðunandi til að mæta þörfum þjóðfélagsins. Heimilislækningarnar voru hornreka í læknadeild þrátt fyrir allan góðan munnlegan vilja, og stjómvöld lokuðu augunum fyrir þessum aðsteðjandi vanda. Félag íslenskra heimilislækna gaf Háskóla íslands prófessorat í heimilislækningum til tveggja ára 1990 en þegar kom til ákvörðunar um framhald embættisins innan háskólans snerust hvorki mennta- málaráðuneyti né Háskóli Islands á sveif með heimilislækningunum og málinu var bjargað fyrir horn með aðstoð Guðmundar Bjarnasonar, fyrrum heilbrigðis- og tryggingaráðherra, sem þá var óbreyttur þingmaður. Prófessorsembættið hefur haft í för með sér ýmsar jákvæðar aukaverkanir og má þar telja bæði grasrótarrannsóknir og skipulegt fram- haldsnám í heimilislækningum. I 1. tbl. Læknablaðsins á þessu ári vakti ég athygli á annmörkum sem þessu námi fylgja.2 Námið hefur þróast til þess að sérfræðilæknar í heimilislækningum hafa nýtt þetta tækifæri til að hljóta fullnaðarmenntun hér á landi og með því orðið frábrugðnir félögum sínum í flestum öðrum sérgreinum læknisfræðinnar. Ég hef ekki fengið mikil viðbrögð við greininni nema þau helst að hún sé óskiljanleg. Reyndar með þeirri viðbót að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu, það séu hvort eð er allir læknar í framhaldsnámi í heimilislækningum að hverfa úr landi vegna bágra kjara. Þeir séu eftirsóttir leiðtogar í heimilislæknaprógrömmum erlendis Þetta kemur ekki á óvart. En það er fleira sem veldur áhyggjum. Islenska læknastéttin verður í framtíðinni að minnsta kosti 60% konur og sennilega verður hlutfall kvenna í heimislækningum talsvert hærra. Ég geri ráð fyrir að það geti orðið um 80% innan fárra áratuga. Þetta á einnig við um sumar aðrar sérgreinar eins og við vitum. Konur eru ekki karlar, þær hugsa öðruvísi, gildismat þeirra er annað og náttúran hefur úthlutað þeim þessu ómótstæðilega hlutskipti að fæða börn og halda fjölskyldunni saman. Þetta mun án nokkurs vafa binda þær á klafann á Stór-Reykjavíkursvæðinu og þeim fáu öðrum þéttbýliskjörnum sem er til að dreifa. Ef skoðuð er mönnun heilsugæslunnar í alvörudreifbýli um þessar mundir efast ég um að hægt sé að telja konur í þessum störfum á fingrum nema annarrar handar. Ef þá það. Og ég er viss um að peningar munu ekki draga konur út í þessi héruð nema grænir skógar fylgi með. Svo bætti gamalreyndur kollega við, þegar þetta kom til umræðu í hópi lækna, að þeir sem lærðu heimilislækningar í Reykjavík myndu síst af öllum bjóða sig til þjónustu úti á landi. Má vera eitthvað satt í því. Undanfarin ár hafa stjórnvöld neitað að horfast í augu við þessar staðreyndir. Það virðist eins og feimnismál að breyttu kynjahlutfalli í læknastétt fylgi fleira en auknar fjarvistir vegna fæðingarorlofs og breytt viðhorf til vaktstöðu. Mönnunarvandi heilsugæslunnar í dreifbýli er vaxandi og verður brátt yfirþyrmandi. Ef læknar leysa hann ekki munu aðrar heilbrigðisstéttir taka við verkefnum þeirra. Á liðnum vikum hefur komið í ljós að önnur heilbrigðisstétt er áhugasöm um að leysa vanda þjóðarinnar að þessu leyti og telur sig vel búna til þess. Ég er sannfærður um að það yrði ekki heppileg niðurstaða, hvorki fyrir þjóðfélagið né læknastéttina, og kunni að hafa víðtækari afleiðingar en á þeim landsvæðum eingöngu sem í hlut eiga. Búðardal á þorra 2011. Heimildir 1. Smith S. A recipe for medical schools to produce primary care physicians. N Engl I Med 2011; 364: 496-7. 2. Sveinsson S. Sérgrein í vanda. Læknablaðið 2011; 97; 48. 1 84 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.