Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2011, Page 62

Læknablaðið - 15.03.2011, Page 62
(ziprasidone HCI) Zeldox N05AE04 (Stytt samantckt á eiginleikum lyfs) Lyfjaform: Hvert hart hylki inniheldur ziprasídónhýdróklóríðeinhýdrat, sem jafnfgildir 20, 40, 60 eða 80 mg zíprasídon. Ábendingar: Zíprasldon er ætlað til meðferðar á geðklofa hjá fullorðnum. Zíprasídon er ætlað til meðferðar á geðhæðarlotu eða blandinni lotu I geðhvarfasjúkdómi þar sem einkenni eru meðalsvæsin hjá fullorðnum og börnum og unglingum á aldrinum 10-17 ára(fyrirbyggjandi verkun gegn lotum I geðhvarfasjúkdómi hefur ekki verið staðfestj.Skammtar og lyfjagjöf: Fu/torðrar:Ráðlagður skammtur við bráða meðferð geðklofa og geðhæð i geðhvarfasjúkdómi (bipolar mania) er 40 mg tvisvar sinnum á sólarhring, tekið með mat. Skömmtum má síðan breyta, háð klínísku ástandi einstaklingsins, að hámarksskammti sem er 80 mg tvisvar sinnum á sólarhring. Ef þurfa þykir má auka skammta þannig að ráðlagður hámarksskammtur náist á þriðja degi meðferðar. Mikilvægt er að lyfið sé ekki gefið í stærri skömmtum en hámarksskammti þar sem öryggi lyfsins í hærri skömmtum en 160 mg á sólarhring hefur ekki verið staðfest og zíprasídon getur valdið skammtaháðri lengingu QT-bils. Sjúklingar í viðhaldsmeðferð eiga að fá minnsta virkan skammt af zíprasídóni; i mörgum tilvikum er nægjanlegt að gefa 20 mg tvisvar sinnum á sólarhring. Aldraðir. Venjulega er ekki gert ráð fyrir lægri upphafsskömmtum, en hjá 65 ára og eldri þarf hugsanlega að minnka upphafsskammt en það er háð klínísku ástandi.Sjúklingarmeð skerta nýrnastarfsemi: Ekki er nauðsynlegt að breyta skömmtum hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Sjúklingar með skerta //frarsfarfserm’.’Hugleiða þarf minni skammta fyrir sjúklinga með skerta lifrarstarfsemi. Börn og unglingar: Geðhæð igeðhvarfasjúkdómi (bipolar mania):fíið\agður skammtur við bráða meðferð geðhæðar i geðhvarfasjúkdómi hjá börnum og unglingum (á aldrinum 10-17 ára) er 20 mg á fyrsta sólarhring, tekið með mat. i framhaldi skal gefa ziprasidón í tveimur skömmtum á sólarhring með mat, og skal auka skammtinn smám saman á 1 -2 vikum í kjörskammt sem er 120-160 mg á sólarhring hjá sjúklingum sem vega a 45 kg eða 60-80 mg á sólarhring hjá sjúklingum sem vega < 45 kg. Skammta skal siðan aðlaga eftir klinisku ástandi einstaklingsins, að skammtabilinu 80-160 mg á sólarhring hjá sjúklingum sem vega a 45 kg eða 40-80 mg á sólarhring hjá sjúklingum sem vega <45 kg. í klínísku rannsókninni voru leyfðir misstórir skammtar, þ.e. morgunskammtur sem var 20-40 mg minna en kvöldskammturinn.Mikilvægt er að lyfið sé ekki gefið í stærri skömmtum en hámarksskammti miðað við þyngd (160 mg á sólarhring hjá börnum > 45 kg og 80 mg hjá börnum < 45 kg) þar sem öryggi lyfsins í stærri skömmtun en hámarksskammti hefur ekki verið staðfest og zlprasídón getur valdið skammtaháðri lengingu QT-bils. GeðMofr.-Öryggi og verkun zíprasídóns hjá börnum og unglingum með geðklofa hefur ekki verið staðfest.Frábendingar: Þekkt ofnæmi fyrir zíprasidoni eða einhverju hjálparefnanna. Þekkt lenging á QT-bili. Meðfætt langt QT-heilkenni. Nýafstaðin bráð kransæðastífla. Ómeðhöndluð hjartabilun. Hjartsláttartruflanir sem eru meðhöndlaðar með lyfjum úr flokki IA og III við hjartsláttartruflunum.Samtimis meðferð með lyfjum sem lengja QT-bil, svo sem: lyf við hjartsláttartruflunum úr flokki IA og III, arseniktríoxið, halófantrin, levómetadýl acetat, mesórídasin, tíórídasín, pímósíð, sparfloxasín, gatifloxasin, moxifloxasín, dólasetrón mesýlat, meflókín, sertindól eða cisaprlð. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Svo hægt sé að finna út hvenær zíprasídón meðferð er ekki ráðlögð þarf læknisskoðun, mat á heilsufarssögu sjúklings og fjölskyldu hans. QT-b//.ZÍprasidon veldur lítilli eða i meðallagi mikilli skammtaháðri lengingu á QT-bili. Zíprasídon á því ekki að gefa samtímis öðrum lyfjum sem vitað er að lengja QT-bil. Gæta þarf varúðar hjá sjúklingum með verulega hægan hjartslátt. Börn og ungiingar.Öryggi og verkun ziprasídons i meðferð við geðklofa hjá börnum og unglingum hefur ekki verið staðfest. Illkynja sefunarheilkenni (neuroleptic malignant syndrome): Greint hefur verið frá tilvikum af illkynja sefunarheilkenni, sem er sjaldgæft en hugsanlega banvænt, í tengslum við töku geðrofslyfja, þar á meðal zíprasidons. Meðferð við illkynja sefunarheilkenni ætti m.a. að felast i þvl að hætta tafarlaust töku allra geðrofslyfja. Siðkomin hreyfitruflun (tardive dyskinesia)\/ið langtímanotkun er hugsanlegt að zíprasidon valdi síðkominni hreyfitruflun (tardive dyskinesia), sem og öðrum hægfara utanstrýtueinkennum. Ef vísbendinga eða einkenna um siðkomna hreyfitruflun verður vart, þarf að fhuga að minnka skammta eða hætta töku ziprasidons. Krampar: Mælt er með því að gæta varúðar þegar sjúklingar með sögu um krampa eru meðhöndlaðir. Skert //frarsfarfsem/.Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi og á þvi að nota ziprasídon með varúð hjá þeim sjúklingahópi. Lyfsem innihalda laktósa (mjólkursykur:)Hylkir\ innihalda laktósa. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaþurrð eða glúkósa-galaktósa vanfrásog, sem eru sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki taka lyfið. Aukin hætta á heilablóðfalli hjá sjúklingum með elliglöp. i klínískri slembiraðaðri samanburðarrannsókn við lyfleysu kom fram þreföld aukning á tiðni heilabló ðfalls hjá sjúklingum með elliglöp og sem notuðu óhefðbundin geðlyf.Verkunarmáti er ekki þekktur. Ekki er hægt að útiloka aukna áhættu hjá öðrum sjúklingahópum eða eftir töku annarra geðlyfja.Zíprasídón á að nota með varúð hjá sjúklingum sem eru í aukinni hættu á að fá heilablóðfall. Aukin dánartiðni aldraðra með elliglöp:ZeIdox er ekki ætlað til meðferðar á hegðunarröskunum tengdum elliglöpum. Segarek i bláæðum .Greint hefur verið frá segareki i bláæðum i tengslum við geðrofslyf. Þar sem sjúklingar sem fá meðferð með geðrofslyfjum eru oft með undiriiggjandi áhættuþætti fyrir segareki í bláæðum skal greina alla hugsanlega áhættuþætti fyrir segareki í bláæðum áður en meðferð hefst og meðan á meðferð með zíprasídoni stendur og gera skal fyrirbyggjandi ráðstafanir. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milllverkanir: Rannsóknir á lyfjahvörfum og lyfhrifum milli zíprasídons og annarra lyfja, sem lengja QT-bil, hafa ekki verið gerðar. Ekki er hægt að útiloka að zíprasídon hafi viðbótaráhrif og því ætti ekki að gefa ziprasidon samtlmis lyfjum, sem lengja QT-bil, svo sem lyfjum við hjartsláttartruflunum úr flokki IA og III, arseniktrioxiði, halófantríni, levómetadýl-acetati, mesórídasíni, tíórídasíni, pímósíði, sparfloxasíni, gatifloxasíni, moxifloxasini, dólasetrón-mesýlati, meflókíni, sertindóli eða cisapríði. Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum zíprasídóns við önnur lyf hjá börnum. Lyfsem verka á miðtaugakerfið/áfengi:Par sem ziprasldon hefur fyrst og fremst áhrif á miðtaugakerfið þarf að gæta varúðar við gjöf þess samtlmis öðrum lyfjum með miðlæga verkun og notkun áfengis. Áhrif ziprasidons á önnur lyf: Rannsókn með dextrómetorfani in vivo sýndi enga marktæka hindrun á CYP2D6 við plasmaþéttni sem er 50% lægri en næst eftir gjöf zíprasidon 40 mg tvisvar á sólarhring. Niðurstöður in vitro rannsókna benda til þess að zíprasídon geti hamlað CYP2D6 og CYP3A4 vægt in vitro. Ólíklegt er samt sem áður að zíprasídon hafi klinískt mikilvæg áhrif á lyfjahvörf lyfja sem eru umbrotin fyrir tilstilli þessara cýtokróm-P450 ísóensíma.Ge/naðarvarna/yf til inntöku: Gjöf zíprasídons olli engum marktækum breytingum á lyfjahvörfum östrógens- (etinýl östradíól, CYP3A4-hvarfefni) eða prógestorón-samsetninga.L/frúm: Samtímis gjöf zíprasidons hafði engin áhrif á lyfjahvörf litiums.Þar sem zíprasídon og litíum tengjast breytingum í rafleiðni hjartans, getur samtímis gjöf þessara lyfja aukið áhættu á milliverkunum sem geta leitt til hjartsláttartruflana. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um samtímis gjöf lyfja sem hafa áhrif á skaphöfn karbamasepíns og valpóratsAhrif annarra lyfja á ziprasidon: CYP3A4-hemillinn ketókónazól (400 mg/sólarhring) jók þéttni ziprasidons í sermi um <40%. Þéttni S-metýl-díhýdrózíprasídóns og zíprasídonsúlfoxíðs i sermi við Tmax, sem búist er við fyrir zíprasidon, jókst um 55% og 8% talið I sömu röð. Engin viðbótarlenging á QTc-bili átti sér stað. Ólíklegt er að breytingar á lyfjahvörfum vegna samtímis gjafar kröftugra CYP3A4 hemla skipti klínisku máli, skammtabreytinga er því ekki þörf. Meðferð með karbamazepíni, 200 mg tvisvar sinnum á sólarhring í 21 sólarhring, leiddi til um það bil 35% minnkunar á útsetningu fyrir zíprasídoni. Engar upplýsingar liggja fyrir um samtímis gjöf valpórats. Sýrubindandi lyf: Samtímis notkun endurtekinna skammta sýrubindandi lyfja, sem innihalda ál- og magnesíumsambönd eða címetidin, hefur engin marktæk áhrif á lyfjahvörf zíprasídon, þegar það er tekið með mat. Serótónvirk lyf: Greint hefur verið frá einstaka tilvikum serótónínheilkenna sem komið hafa fram tlmabundið þegar zíprasídon er notað með öðrum serótónvirkum lyfjum svo sem SSRI lyfjum. Einkenni serótónínheilkennis geta verið rugl, æsingur, hiti, aukih svitamyndun, ósamhæfing vöðvahreyfinga, ofviðbrögð, vöðvarykkjakrampi og niðurgangur. Próteinbinding: Zíprasídon er með mikla próteinbindingu í plasma. Warfarín eða própranolól, lyf sem bæði eru með mikla próteinbindingu, breyttu ekki próteinbindingu ziprasídons í plasma in vitro og zíprasídon breytti ekki heldur próteinbindingu þessara lyfja I plasma hjá mönnum. Þvi er hugsanleg lyfjamilliverkun við zíprasídon vegna tilfærslu ólíkleg. Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf: Rannsóknir á eiturverkunum á æxlun hafa leitt I Ijós aukaverkanir á æxlun í skömmtum sem valda eiturverkunum og/eða slævandi verkun á móðurina. Engin merki sáust um vansköpun. Meðganga: Engar rannsóknir hafa verið gerðar á þunguðum konum. Ráðleggja á konum á barneignaraldri að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð með ziprasídoni stendur. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá mönnum og þvi á aðeins að nota zíprasídon á meðgöngu að vandlega athuguðu máli og einungis þegar væntanlegur ávinningur móður er talinn vega þyngra en hugsanleg hætta fyrir tóstnð.Brjóstagjöf: Ekki er vitað hvort ziprasídon skilst út I brjóstamjólk. Sjúklingar eiga því ekki að hafa barn á brjósti meðan á meðferð með zíprasidoni stendur. Ef meðferð er nauðsynleg á að hætta brjóstagjöf. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Zíprasídon getur valdið svefnhöfga og haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Aukaverkanir: Zíprasídon hefur verið gefið um það bil 6.500 fullorðnum einstaklingum til inntöku í klínískum rannsóknum. Algengasta aukaverkunin, sem kom fram í klinískum rannsóknum á geðklofa, var slævandi verkun og hvíldaróþol. í klínískum rannsóknum á geðhæð I geðhvarfasjúkdómi, voru algengustu aukaverkanirnar: slævandi verkun, hvíldaróþol, utanstrýtueinkenni og sundl. Hér á eftir eru taldar upp aukaverkanir sem komu I Ijós í samsettriskammtímarannsókn (4-6 vikur) á geðklofa við ákveðna skammta og skammtímarannsókn (3 vikur) á geðhæð í geðhvarfasjúkdómi við breytilegaskammta, með hugsanleg og líkleg tengsl við zíprasídonmeðferð og komu fram oftar en eftir lyfleysu. Frekari aukaverkanir sem greint hefur verið frá eftir markaðssetningu eru skáletraðar sem „Tiðni ekki þekkt" . Allar aukaverkanir eru flokkaðar eftir tiðni og líffærakerfum: Mjög algengar (>1/10), algengar (>1/100, <1/10), sjaldgæfar (>1/1.000 <1/100), mjög sjaldgæfar (<1/1.000) og tíðni ekki þekkt (ekki er hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Aukaverkanirnar, sem taldar eru upp hér á eftir, geta líka tengst undirliggjandi sjúkdómi og/eða samhliða lyfjagjöf. Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra:Mjög sjaldgæfar: Nefslímubólga.-Efnaskipti og næring: Sjaldgæfar: Aukin matarlyst. Mjög sjaldgæfar: Blóðkalsíumlækkun. Geðræn vandamál: Algengar:Eirðarleysi.Sjaldgæfar: Geðæsing, kvíöi, þrenging í hálsi, martraðir. Mjög sjaldgæfar: Kvíðaköst, þunglyndiseinkenni, hæg hugsun (bradyphrenia), dauf geðhrif, fullnæging næst ekki við samfarir.Tíðni ekki þekkt: Svefnleysi.oflæti/ólmhugur. Taugakerfi Algengar: Truflun á vöðvaspennu (dystonia), hvíldaróþol (akathisia), utanstrýtueinkenni, parkinsonsjúkdómur (með vélrænum stirðleika í hreyfingum (cogwheel rigidity) seinhreyfingum, vanhreyfingum), skjálfti, sundl, slævandi verkun, svefndrungi, höfuðverkur. Sjaldgæfar: Almennir þankippukrampar (tonic clonic seizures), síðkomin hreyfitruflun, hreyfitruflun, slef, ósamhæfðar hreyfingar (ataxia), tormæli, augnvöðvakreppa (oculogyric crisis), truflun á athygli, svefnsækni, snertiskynsminnkun (hypoaesthesia), breytt húðskyn, svefnhöfgi.Mjög sjaldgæfar: Hálssveigur (torticollis), lömunarsnertur (paresis), hreyfitregða, ofstæling, eirðarleysi I fótum.Tíðni ekki þekkt: lllkynja sefunarheilkenni, serótónín heilkenni, lafandi andlit (facial droop). Blóð og eitlar: Mjög sjaldgæfar: Eitilfrumnafæð, fjölgun eósínfíkla. Hjarta:Sjaldgæfar: Hjartsláttarónot, hraðsláttur. Mjög sjaldgæfar: Lenging á QT-bil á hjartalínuriti. Tiðni ekki þekkt:„Torsade de pointes" Augu: Algengar: Þokusýn.Sjaldgæfar: Ljósfælni. Mjög sjaldgæfar Sjóndepra, sjóntruflanir, augnkláði, augnþurrkur .Eyru og völundarhús: Sjaldgæfar Svimi, eyrnasuð .Mjög sjaldgæfar Eyrnaverkur. Æðar: Sjaldgæfar Alvarlegur háþrýstingur (hypertensive crisis), háþrýstingur, réttstöðuþrýstingsfall, lágþrýstingur.Mjög sjaldgæfar. Slagbilsháþrýstingur, þanbilsþrýstingur, óstöðugur blóðþrýstingur. Tiðni ekki þekkt: Yfirlið, segarek í bláæðum. Öndunarfæri, brjósthol og miðmætcSjaldgæfar: Andnauð, særindi i hálsi.Mjög sjaldgæfar: Hiksti. Meltingarfæri: Algengar: Ógleði, uppköst, hægðatregða, meltingartruflun, munnþurrkur, of mikil munnvatnsframleiðsla Sjaldgæfar: Niðurgangur, kyngingartregða, magabólga, óþægindi í meltingarvegi, bólgin tunga, þykknun tungu, vindgangur. Mjög sjaldgæfar: Bakflæði í vélinda eða maga, iinar hægðir. Húð og undirhúð: Sjaldgæfar: Ofsakláði.útbrot.dröfnuöröuútbrot (rash maculo-papular), gelgjuþrymlar.Mjög sjaldgæfar: Sóri, ofnæmishúðbólga, hárlos, bólgið andlit, hörundsroði, örðuútbrot (rash papular), húðerting. Tíðni ekki þekkt: Ofurnæmi, ofsabjúgur. Stoðkerfi og stoðvefur:Algengar: Stirðleiki í stoðkerfi. Sjaldgæfar: Óþægindi I stoðkerfi, vöðvakrampar, verkir í útlimum, stífleiki í liðamótum. Mjög sjaldgæfar: Kjálkastjarfi (trismus) .Nýru og þvagfæri: Mjög sjaldgæfar. Þvagleki, þvaglátstregða. Tíðni ekki þekkt: Ósjálfráð þvaglát. Æxlunarfæri og brjóst: Mjög sjaldgæfar. Getuleysi, aukin stinning, mjólkurflæði úr brjóstum, brjóstastækkun hjá karlmönnum Tíðni ekki þekkt: Standpína ÓnæmiskerfhTíðni ekki þekkt: Bráðaofnæmisviðbragð Lifur og gall.Sjaldgæfar Aukning lifrarensíma Mjög sjaldgæfar.Óeðlilegar niðurstöður lifrarprófa.Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á fkomustað Algengar Þróttleysi.þreyta.Sjaldgæfar: Óþægindi fyrir brjósti, óeðlilegt göngulag, verkur, þorsti.Mjög sjaldgæfar: Hiti, hitatilfinning. Rannsóknaniðurstöður: Mjög sjaldgæfar: Aukning mjólkursýruhýdrógenasa I blóði. Bæði skammtíma og langtíma kliniskar rannsóknir á geðklofa og geðhæð í geðhvarfasjúkdómi sýna að þankippukrampar og lágþrýstingur voru sjaldgæfar aukaverkanir sem komu fram hjá minna en 1 % þeirra sjúklinga sem fékk zíprasidon. Zíprasídon olli lítilli til miðlungs skammtaháðri lengingu á QT-bili. I klínískum rannsóknum á geðklofa varð 30-60 msek. lenging á hjartalínuritum hjá 12,3% (976/7.941) þeirra sem fengu zíprasídon og 7,5% (73/975) þeirra sem fengu lyfleysu. Lenging um meira en 60 msek. sást á rafritum 1,6% (128/7.941) þeirra sem fengu zíprasídon og 1,2% (12/975) þeirra sem fengu lyfleysu. Lenging á QTc-bili um meira en 500 msek. kom fram hjá 3 af 3.266 (0,1 %) sjúklingum sem fengu zíprasídon og hjá 1 af 538 (0,2%) sjúklingum sem fengu lyfleysu. Sambærilegar niðurstöður fengust úr klínískum rannsóknum á geðhæð í geðhvarfasjúkdómi. Klínískar rannsóknir á geðklofa hafa sýnt að við langtímaviðhaldsmeðferð með zlprasídoni hækkaði prólaktingildi sjúklinga stundum en I flestum tilvikum varð það aftur eðlilegt án þess að hætta þyrfti meðferð. Þar að auki komu sjaldan fram greinileg klinísk einkenni (t.d konubrjóst á karlmanni og brjóstastækkun). Börn og unglingar með geðhæð i geðhvarfasjúkdómi (bipolar mania): ( klínískum rannsóknum hefur zíprasídon til inntöku verið gefið 267 börnum og unglingum með geðhvörf. (samanburðarrannsókn með lyfleysu voru algengustu aukaverkanirnar (með tíðni >10%) slævandi verkun, svefndrungi, höfuðverkur, þreyta og ógleði. Tiðni, tegund og alvarleiki aukaverkana hjá þessum sjúklingum var almennt sambærilegur þeim sem komu fram hjá fullorðnum sjúklingum með geðhvörf sem meðhöndlaðir voru með zíprasídóni. I klínískum rannsóknum hjá börnum og unglingum olli zíprasídón lítilli til miðlungs skammtaháðri lengingu á QT-bili sem er sambærilegt því sem komið hefur fram hjá fullorðnum. Ekki var greint frá þankippukrömpum og lágþrýstingi í klínískum samanburðarrannsóknum með lyfleysu hjá börnum og unglingum. Ofskömmtun: Takmörkuð reynsla er af ofskömmtun zíprasídons. Stærsti staðfesti skammtur til inntöku í einu lagi er 12.800 mg. Einkenni sem greint var frá í því tilviki voru utanstrýtueinkenni og lenging á QTc-bili (án áhrifa á hjarta) um 446 msek. Algengustu einkennin sem greint hefur verið frá eftir töku of stórra skammta eru utanstrýtueinkenni, svefnhöfgi, skjálfti og kvíði. Hugsanlegt meðvitundarleysi, krampar eða truflun á vöðvaspennu höfuðs og háls f kjölfar ofskömmtunar getur valdið hættu á ásvelgingu við framkölluð uppköst. Með tilliti til hugsanlegra hjartsláttartruflana á að fylgjast vel með starfsemi hjarta- og æðakerfis m.a. með hjartalínuriti. Ekkert sértækt mótefni er til gegn zíprasídoni. Afgreiðslutilhögun, greiðsluþáttaka, pakkningar og hámarkssöluverð (1.janúar2011): Hylki, hart/20 mg, 56 stk R.-: 25.667 kr„ Hylki, hart/40 mg, 14 stk R.0:10.101 kr„ Hylki, hart/40mg, 56stkR/: 27.228 kr„ Hylki, hart/60 mg, 56 stkR.-: 39.127 kr„ Hylki, hart/80 mg,56stk R.-: 39.825 kr. Markaðsleyfishafi: PfizerApS, Lautrupvang 8, DK-2750 Ballerup, Danmörk. Heimildir: Samantekt á eiginleikum lyfs (SPC) janúar 2011. Sérlyfjaskrártexta i heild sinni má nálgast hjá umboðsaðila Pfizer á (slandi, lcepharma hf. og á heimasíðu Lyfjastofnunar: www.lvfiastofnun.is 194 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.